Menn losa margfalt meira CO2 en losnar við eldvirkni

Að meðaltali losum við mennirnir jafngildi heildarársframleiðslu allra eldfjalla og jarðhitakerfa jarðar af koldíoxíð (CO2) á einungis 3-5 dögum. Þetta er niðurstaða yfirlitsgreinar um losun CO2 af völdum manna og eldvirkni (Gerlach 2011).

Það virðist algengur misskilningur meðal almennings, en þó sérstaklega meðal efasemdamanna um hnattræna hlýnun af mannavöldum, að styrkur CO2 í andrúmsloftinu ráðist að mestu af eldvirkni. Svo er ekki. Á undanförnum áratugum hefur losun manna á CO2 aukist upp í að vera hundraðfalt meira en losun á CO2 vegna eldvirkni.

[...]

Nánar má lesa um þetta og m.a. skoða graf varðandi málið á loftslag.is, Menn losa margfalt meira CO2 en losnar við eldvirkni

Tengt efni á loftslag.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Það er prumpukvóti framundan

Kristinn Pétursson, 22.6.2011 kl. 00:14

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Höskuldur Búi Jónsson, 22.6.2011 kl. 09:14

3 identicon

En ef að C02 í andrúmsloftinu er ca. 390 ppm, svipað um mið-plíósen tímabilið, afhverju hefur ekki meðahiti á jörðinni hækkað meira en 0.75c frá iðnvæðingunni? Er ekki líklegra að sólvirkni hafi úrslitaáhrif á loftslag á jörðinni og þegar jörðin er nær sólu og sólin virk, að hitastig hækki, þ.e. að aukið C02 sé einungis afleiðing hlýnunar en ekki orsök?

Hermundur Sigurdsson (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 23:05

4 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Hermundur: Mæli með að þú lesir nokkrar mýtur á loftslag.is

Þar má meðal annars finna þetta: 

Mýta: Hlýnunin nú er af völdum Sólarinnar en þar er t.d. þessi mynd sem sýnir klárlega að sólvirkni er ekki ráðandi varðandi hlýnun síðustu hálfa öld eða svo: 

 http://www.loftslag.is/wp-content/uploads/2010/01/Temp_vs_TSI_2009.gif

Þar má einnig lesa ýmislegt um CO2 og hvers vegna styrkur þess er að aukast í andrúmsloftinu:

Mýta: Aukningin í CO2 í andrúmsloftinu er náttúruleg.

Mýta: Ískjarnar sýna að CO2 eykst eftir að hiti byrjar að rísa á hlýskeiðum ísaldar.

Mýta:Styrkur CO2 var hærri til forna

Það má við það bæta að hækkun hitastigs af völdum tvöföldunar á CO2 er um það bil 1 °C - en jafnvægissvörun loftslags við þá tvöföldun er talin um 3°C (2-4,5°C) - þannig að þegar CO2 hefur tvöfaldast, þá má búast við (eftir að jafnvægi hefur verið náð) að hitinn hækki um 3°C miðað við fyrir iðnbyltingu. Því er það ekki óeðlilegt að hitastig hafi ekki hækkað meira en 0,75°C

Hér er svo meira lesefni: 

Nýjar tölur um losun CO2 fyrir árið 2010

Hvernig CO2 stjórnar hitastigi Jarðar

Gróðurhúsaáhrifin mæld

Mælingar staðfesta kenninguna

Höskuldur Búi Jónsson, 23.6.2011 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband