Er búið að staðfesta kenningar Svensmarks?

Fyrir þá sem ekki hafa fylgst vel með nýjustu fréttum úr heimi "efasemdamanna" um hnattræna hlýnun af völdum manna, þá birtist nýlega grein í Nature frá þeim sem rannsaka möguleikann á því að geimgeislar geti myndað kjarna sem gætu haft áhrif á myndun skýja og geti þar með haft áhrif á loftslag, en eins og allir vita þá eru ský mikilvægur þáttur í loftslagi jarðar.

Til að gera langa sögu stutta, þá hafa efasemdaraddir gerst háværar um að þarna sé búið að staðfesta kenningar Svensmarks (sjá Grein í Nature: Kenning Henriks Svensmark um áhrif geimgeisla og sólvirkni á skýjafar virðist hafa verið staðfest hjá CERN...). Fyrir utan fyrirsögnina, þá eru skemmtilegar setningar í þessari færslu, t.d.:

Niðurstöðurnar eru mjög jákvæðar fyrir kenninguna um samspil geimgeisla, virkni sólar og skýjafars.

Til hamingju Henrik Svensmark!

... einnig:

Var einhver að hvísla, ætli Henrik Svensmark eigi eftir að fá Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði? Hver veit?

Síðan er vísað í færslur um kenningar Svensmarks, kenningar sem hafa verið marghraktar (sjá Geimgeislar Svensmarks og hlýnun jarðar).

En hversu mikla staðfestingu hafa kenningar Svensmark fengið?

Eins og við höfum áður fjallað um, þá þarf margt að ganga upp til að staðfesta kenningar Svensmark um áhrif geimgeisla á núverandi loftslagsbreytingar:

Til að kenningin gangi upp, þá þarf að svara þremur spurningum játandi:

  1. Veldur aukning geimgeisla aukinni skýjamyndun?
  2. Breytir mismunandi skýjahula hitastigi jarðar?
  3. Skýrir breyting í skýjahulu þá hlýnun sem orðið hefur undanfarna áratugi?

[..]

Lesa má nánar um þetta á loftslag.is:Er búið að staðfesta kenningar Svensmarks?

[..]

Heimildir og ítarefni

Greinin í Nature eftir Jasper Kirkby o.fl. 2011 (ágrip):  Role of sulphuric acid, ammonia and galactic cosmic rays in atmospheric aerosol nucleation.

Á Real Climate er fjallað um þessa grein: The CERN/CLOUD results are surprisingly interesting…

Einnig er umfjöllun um greinina á Skeptical Science, sjá: ConCERN Trolling on Cosmic Rays, Clouds, and Climate Change

Tengt efni á loftslag.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband