Eitt af fingraförum aukinna gróðurhúsaáhrifa

Til að byrja með skal tekið fram að um er að ræða frétt um heiðhvolfið, sjá mynd:

lagskipting_lofthjups_jardar 

Mynd tekin af heimasíðu stjornuskodun.is

Í kjölfarið á því er rétt að minnast á að þessi kólnun í heiðhvolfinu er í takt við það sem spáð er að gerist við hnattræna hlýnun - þ.e. að það kólni í heiðhvolfinu samfara minni útgeislun af völdum aukinna gróðurhúsalofttegunda eða eins og stendur í leiðarvísinum:  Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir:

Fingraför mannkyns #7, kólnun í efri hluta lofthjúpsins

Við það að gróðurhúsalofttegundir beisla meiri varma í neðri hluta lofthjúpsins fer minni varmi upp í efri hluta lofthjúpsins (heiðhvolfið og ofar). Því er búist við hlýnun í neðri hluta lofthjúpsins og kólnun í efri hluta lofthjúpsins. Þetta hefur verið staðfest með gervihnattamælingum og veðurbelgjum [1].

Frávik hitastigs (gráður á selsíus) í efri og neðri hluta lofthjúpsins, mælt með gervihnöttum (RSS). [64] 

Heimildir og ítarefni

1. Jones o.fl. 2003 (ágrip): Causes of atmospheric temperature change 1960-2000: A combined attribution analysis.

64. Mears og Wentz 2009 (ágrip): Construction of the Remote Sensing Systems V3.2 atmospheric temperature records from the MSU and AMSU microwave sounders.

Tengt efni á loftslag.is

 


mbl.is Mikil ósoneyðing yfir N-heimskauti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband