Aukin jarðfræðileg virkni við hnattræna hlýnun

Mörgum þykir órökréttur, ef ekki fráleitur möguleikinn á því að hin hnattræna hlýnun geti haft áhrif á jarðfræðilega virkni – líkt og tíðni jarðskjálfta, eldgosa og hafnarbylgja (e. tsunami).

Það er þó þannig að jarðfræðingar eiga auðvelt með að sjá fyrir að hin hnattræna hlýnun hafi áhrif . Við yfirborð jarðar eru massar vatns – ýmist í föstu eða í vökva formi sem valda þrýstingi niður í jarðlögin og hafa þannig áhrif á jarðskjálftasprungur og kvikuhólf. Breytingar á þessum mössum geta ýmist aukið eða dregið líkur á jarðfræðilegri virkni.

Sem dæmi þá hafa nú þegar orðið jarðskjálftar sem taldir eru tengjast athöfnum manna. T.d. er talið að jarðskjálfti sem varð í Kína árið 2008 og drap 80 þúsund manns hafi farið af stað vegna risavaxinnar stíflu sem breytt hafi þrýstingi jarðlagana undir.  Jarðskjálftinn varð aðeins 5 km frá stíflunni. Skemmst er frá að minnast á þá manngerðu skjálfta sem verða undir Hellisheiði – í tengslum við niðurdælingu vatns niður í jarðlögin (sjá t.d.  Manngerðir skjálftar).  Því ætti það ekki að vekja undrun – fyrst skjálftar verða við dælingu vatns niður í jarðhitakerfi – að loftslagsbreytingar geti breytt jarðfræðilegri virkni (McGuire 2010).

[...]

Sjá nánar á loftslag.is: Aukin jarðfræðileg virkni við hnattræna hlýnun

Heimildir og ítarefni

Unnið upp úr færslu á heimasíðu NewScientist: Climatequake: Will global warming rock the planet? 

McGuire 2010: Potential for a hazardous geospheric response to projected future climate changes

Geyer og Bindeman 2011: Glacial influence on caldera-forming eruptions

Guillas o.fl. 2010: Statistical analysis of the El Niño–Southern Oscillation and sea-floor seismicity in the eastern tropical Pacific

Þorsteinn Sæmundsson o.fl. 2008 (glærur): The Morsárjökull rock avalanche in the southern part of the Vatnajökull glacier, south Iceland

Bill McGuire 2012 (óútgefin bók): Waking the Giant: How a changing climate triggers earthquakes, tsunamis and volcanoes

Pagli og Sigmundsson 2008: Will present day glacier retreat increase volcanic activity? Stress induced by recent glacier retreat and its effect on magmatism at the Vatnajökull ice cap, Iceland

Bondevik o.fl. 2005: - The Storegga Slide tsunami—comparing field observations with numerical simulations.

Tengt efni á loftslag.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.10.2011 kl. 22:22

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir "málefnalega" athugasemd Gunnar...

Sveinn Atli Gunnarsson, 14.10.2011 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband