Durban og COP17 – Í stuttu máli

Við höfum lítið sem ekkert rætt um loftslagsráðstefnuna COP17, sem haldin er í Durban um þessar mundir, hér á loftslag.is. Kannski er það vegna lítilla væntinga til fundarins eða kannski erum við bara önnum kafnir og látum það mæta afgangi. En hvað sem veldur, þá viðurkenni ég fúslega að áhugi minn er dempaður og ég hef lítið fylgst með hingað til. Reyndar byrjuðu “efasemdamenn” með pompi og prakt þegar þeir þyrluðu hinu vanalega ryki í augu fólks rétt fyrir fundinn, sjá Climategate 2.0 – Enn eitt plathneykslið í uppsiglingu? - það virðist þó hafa verið frekar þróttlítið hjá þeim í þetta skiptið…enda vill fólk almennt ekki láta plata sig oft með sömu útúrsnúningunum.

Það má m.a. finna yfirlit yfir það sem gerist í Durban á vef Guardian, Global climate talks og einnig myndir og stutt yfirlit frá degi til dags hér. Ein af nýjustu fyrirsögnunum á vef Guardian er á þessa leið “Durban talks unlikely to result in climate change deal” – sem segir kannski sitthvað um árangurinn. Það má þó halda í þá von að það verði lagður einhver grunnur að samningi í náinni framtíð, þó skrefin verði hugsanlega smá fyrst um sinn. Það er í raun ekki ásættanlegt að draga þessi mál á langin. Þjóðir heims verða að taka sig saman og finna lausnir í sameiningu og leggja sérhagsmuni til hliðar fyrir heildina.

Talandi um hænuskref (vonandi í rétta átt), þá má taka þátt í undirskriftasöfnun á netinu til bjargar Jörðinni (hvorki meira né minna), sjá 48 hours to save our dying planet!  – undirritaður hefur þegar ritað nafn sitt þar í þeirri von að margt smátt geri eitt stórt og hvet ég áhugasama til að taka þátt – enda mikilvæg málefni.

Á loftslag.is má sjá myndband þar sem gerð er tilraun til að útskýra hvernig svona ráðstefnur fara fram, tekur aðeins 3 mínútur.

Myndbandið má sjá hér, Durban og COP17 – Í stuttu máli

Tengt efni á loftslag.is:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband