Um niðurstöðuna í Durban

Árni Finnsson skrifaði gestapistil á loftslag.is um niðurstöðuna í Durban eins og hann upplifir hana. Þökkum við í ritstjórn loftslag.is honum fyrir áhugaverðan pistil.

Hann kemur inn á nokkur atriði varðandi niðurstöðuna í Durban, m.a. eftirfarandi:

 Mjög jákvætt er að í Durban varð samkomulag um að þau ríki sem mest losa af gróðurhúsalofttegundum hefji á ný samningaviðræður um lagalega bindandi sáttmála.

[...]

Að óbreyttu stefnir í að hitastig andrúmsloftsins muni hækka um og yfir 3 gráður á Celcíus miðað við fyrir iðnbyltingu. Í Kaupmannahöfn náðist samkomulag um að halda skyldi meðalhitnun andrúmslofts jarðar innan við 2°C.

Það má kannski orða það sem svo að niðurstaðan hafi verið umfram þær væntingar sem gerðar voru til ráðstefnunnar í Durban fyrirfram, en þó virðist vera nokkuð gap í að ná langtímamarkmiðum sem áður hafa verið gerð.

Nánar má lesa pistil Árna á loftslag.is, Um niðurstöðuna í Durban


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband