Hinn hraði útdauði

Frá því fyrstu lífverur jarðar urðu til, fyrir um 3,8 milljörðum ára, þá hefur hurð skollið nærri hælum fyrir lífverur jarðar oftar en einu sinni. Á síðustu 500 milljón árum, þá hafa fimm sinnum orðið fjöldaútdauði lífvera (e. mass extinction). Þeir eru kallaðir af vísindamönnum Hinir fimm stóru (e. The Big Five).  Þeir urðu í lok Ordóvisían, lok Devon, á mörkum Perm og Trías, í lok Trías og svo Krít-Tertíer. Þar á meðal er útdauðinn sem flestir kannast við, fyrir um 65 milljón árum sem þurrkaði út risaeðlurnar (Krít-Tertíer). Flestir vísindamenn telja að sá útdauði hafi orðið vegna loftsteinaregns og afleiðinga þess. Hins vegar eru vísindamenn alls ekki sammála um það hvað olli mun alvarlegri útdauða löngu fyrir þann tíma.

Á mörkum Perm og Trías, fyrri um 252 milljónum árum síðan, þá þurrkaðist út um 90-95 % af öllu lífi jarðar, jafnt hjá lífverum á þurrlendi sem og hjá sjávardýrum. Hinn mikli dauði (e. The Great Dying), eins og hann er stundum kallaður var alvarlegastur allra fjöldaútdauða lífvera í sögu jarðar og líklega sá tími sem jarðlíf hefur komist næst því að þurrkast út – algjörlega. Tilgátur um ástæður útdauðans eru mikil eldvirkni, súrefnisþurrð sjávar og – sem þykir ólíklegt – árekstur loftsteina.

[...]

Nánar á loftslag.is - Hinn hraði útdauði

Tengt efni á loftslag.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Unintelligent design".

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband