Grænlandsjökull dökknar og bráðnar hraðar

Hvítt yfirborð Grænlandsjökuls endurkastar rúmlega helming þess sólarljóss sem fellur á hann. Þessi eiginleiki hjálpar jöklinum við að viðhalda sér:  minni gleypni sólarljóss þýðir minni hlýnun og bráðnun.  Undanfarinn áratug hafa gervihnattamælingar sýnt breytingu í endurskini jökulsins. Dökknandi yfirborð hans gleypir meiri orku frá sólarljósinu og hraðar bráðnunina.

Myndin hér fyrir ofan sýnir hlutfallslega breytingu á endurkasti sólarljóss frá yfirborði Grænlandsjökuls sumarið 2011, samanborið við meðaltal þess milli áranna 2000 og 2006 - samkvæmt gögnum frá gervihnöttum NASA. Nánast öll jökulbreiðan er blálituð sem bendir til þess að jökullinn hafi endurkastað allt að 20% minna síðastliðið sumar en fyrri hluta síðasta áratugs.

[.]

Sjá færsluna í heild á loftslag.is: Grænlandsjökull dökknar og bráðnar hraðar

Tengt efni á loftslag.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Eru menn ekkert að tengja þetta við öskugosin hér á Íslandi? Einhver áhrif hljóta þau að hafa haft á litarhaft Grænlandsjökuls.

Emil Hannes Valgeirsson, 13.1.2012 kl. 21:10

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Það er ekki minnst á það í þeim umfjöllunum sem ég fann. Hægt er að ímynda sér að einhver smágerð aska gæti hafa náð Grænlandsjökli og haft áhrif - þess finnst allavega merki í eldgosum fortíðar í ískjörnum Grænlandsjökuls. Voru ráðandi vindáttir samt ekki mest í áttina frá Grænlandi frekar en að?

Höskuldur Búi Jónsson, 14.1.2012 kl. 11:20

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Nú hef ég ekki lesið heimildirnar, en ég sé fyrir mér að þegar bráðnun er ráðandi, þá komi m.a. upp alls kyns ryk og efni í ljós sem fallið hefur á jökulinn yfir lengri tíma - svona svipað og þegar flugeldarnir frá því á gamlárskvöld koma í ljós núna þegar hlánunin er mikil (ef svo má að orði komast)... Þ.e. eldri lög af efni sem fallið hefur á jökulinn kemur í ljós við bráðnun og gerir jökulinn dekkri. Höskuldur getur kannski svarað því hvort þessi skilningur minn er í áttina?

Sveinn Atli Gunnarsson, 14.1.2012 kl. 15:36

4 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Það er nákvæmlega það sem er að gerast - sérstaklega út við jaðrana (sjá ablation hér fyrir neðan):

 http://www.skepticalscience.com/pics/robway_glacier2.jpg

Höskuldur Búi Jónsson, 14.1.2012 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband