Ted | Myndskeið af hreyfingu jökla

Téður James Balog hefur verið duglegur að taka myndir af jöklum í gegnum tíðina og má sjá  fróðleg myndbönd í færslu á loftslag.is, þar sem verkefni á hans vegum er til umræðu. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að hann hafi sýnt fram á að jökull hafi horfið á tiltölulega stuttum tíma, þar sem lang flestir jöklar hopa nú um stundir.

Í myndbandi frá TED, sýnir ljósmyndarinn James Balog okkur myndskeið frá Extreme Ice Survey verkefninu, sem er net tímastilltra myndavéla sem taka upp hreyfingu jökla. Flestir jöklar eru að hopa og hop þeirra er talið vera skýrt merki um yfirstandandi loftslagsbreytingar. Í myndbandinu útskýrir Balog hvernig verkefnið fer fram. Hann sýnir hvernig breytingar á jöklunum verða sýnilegar þegar notast er við myndir þær sem fást með notkun myndavélanna í verkefninu. Það er áhugavert að sjá þann mismun sem er á jökuljaðrinum á milli ára, sem væri erfiðara sjá ef ekki væri notast við myndavélarnar í verkefninu. Nánar er hægt að lesa um James Balog og fá tengla á verkefnið, hér.

[...]

Myndbandið má sjá á loftslag.is, Ted | Myndskeið af hreyfingu jökla

Tengt efni á Loftslag.is:


mbl.is Jökull hvarf á fjórum árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Teitur Haraldsson

Væri ekki rétt hjá ykkur að henda inn myndum af dauðum fuglum og fjöldagröfum til að fullkomna hræðsluáróðurinn?

Teitur Haraldsson, 17.1.2012 kl. 01:42

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Teitur, já Teitur:

Ef þér finnst það vera hræðsluáróður að sýna myndskeið af hörfandi jökli þá hlýtur þú að vera annað hvort ansi viðkvæmur og hræðslugjarn eða að misskilja gjörsamlega hugtakið hræðsluáróður.

Myndskeið eru lýsandi og víða notuð af vísindamönnum við að documentera breytingar. 

Þú nefnir dauða fugla og fjöldagrafir, í hvaða samhengi finnst þér það viðeigandi í þessu samhengi?

Höskuldur Búi Jónsson, 17.1.2012 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband