Afneitunargeitin [Denial-gate]

Vincent De Roeck goatÞað virðist vera komið upp nýtt "-gate" mál. Þeir sem hafa fylgst með umræðunni um loftslagsmál hafa vafalaust tekið eftir málum eins og hinu svokallað "climate-gate" máli, þar sem "efasemdamenn" um hnattræna hlýnun af mannavöldum fullyrtu út og suður um svik og pretti vísindamanna án þess að stoðir reyndust vera fyrir því í raun og veru. Þessi svokölluðu "geita" mál urðu fleiri, þar sem "efasemdamenn" fullyrtu um alls kyns falsanir vísindamanna (m.a. varðandi bráðnun jökla Himalaya og rannsóknir varðandi Amazon). Ekki er hægt að segja að þessum fullyrðingum þeirra hafi fylgt gögn sem gátu stutt mál þeirra (en tilgangurinn helgar jú meðalið). Að mestu leiti voru þetta staflausar fullyrðingar  og einskis verðir útúrsnúningar hjá hinum sjálfskipuðu "efasemdamönnum". Umræðu um þessi svokölluðu "geita" mál mátti einnig finna á bloggi "efasemdamanna" hér á landi og fóru menn mikinn oft á tíðum. Þegar öllu er á botnin hvolft þá eru þessi "climate-gate" mál hvorki fugl né fiskur. Við höfum hér á loftslag.is fjallað aðeins um þau mál og þann algera skort á rökum sem þau byggðu á. Það má í þessu ljósi líka nefna endalausan straum frétta af vísindamönnum sem voru hreinsaðir af tilbúnum ásökunum "efasemdamannanna", sjá t.d. Vísindamenn hreinsaðir af ásökunum um óheiðarlega meðferð gagna og Michael Mann sýknaður af vísindalegum misgjörðum svo eitthvað sé nefnt...

Nú er komið upp nýtt mál sem væntanlega mun ekki heyrast mikið um á síðum "efasemdamanna" - nema þá kannski til að benda á "ofsóknir" á hendur þeim eða um meintar falsanir í þeirra garð (já, það má segja að þeir kasti steinum úr glerhúsi). En hvað sem öðru líður, þá hefur málið fengið hið lýsandi nafn Denial-gate, eða eins og ég vel að kalla það hérna "afneitunargeitin". Málið fjallar um það að það hafa lekið út skjöl frá Heartland Institute varðandi fjármögnun "efasemdamanna", þ.e. hverjir standa fjárhagslega að baki "efasemdamönnum" svo og önnur viðkvæm skjöl. Fyrst var fjallað um þetta mál á Desmogblog.com, Heartland Institute Exposed: Internal Documents Unmask Heart of Climate Denial Machine. Það má því segja að hjarta afneitunarinnar í BNA hafi verið afhjúpað og sé í herbúðum Heartland Institute (sem m.a. tók þátt í að afneita tengslum tóbaks og krabbameins á sínum tíma - vanir menn í afneitunar faginu). Þetta mál byggist meðal annars á, því er virðist, skjölum úr ársreikningi Heartland Institute, þar sem m.a. er að hluta til sagt frá því hverjir þáðu styrki svo og hverjir veittu þá.

Meðal þess sem hefur komið fram eru gögn um fjármögnun margra "efasemdamanna", m.a. hafa þeir Anthony Watts á WUWT, Craig Idso á CO2Science, Bob Carter og Fred Singer þáð umtalsverðar upphæðir, svo einhverjir fáir séu nefndir til sögunnar. Við höfum m.a. fjallað um þess "kappa" hér á síðum loftslags.is, sjá m.a. Miðaldaverkefnið (Craig Idso), Mótsagnarkennt eðli röksemda “efasemdamanna” um hnattræna hlýnun (Fred Singer o.fl.), Tengsl El Nino og langtíma hlýnunar hrakin (Bob Carter) og Staðnir að óvönduðum vinnubrögðum (Anthony Watts). Þeir félagar hafa hver um sig þegið umtalsverðar upphæðir, jafnframt því að vera framarlega í heimi loftslags afneitunarinnar. Anthony Watts hefur fengið sem nemur rúmum 11 milljónum króna (um 90.000 USD) til að setja fram sínar "rannsóknir" þar sem hann var m.a. staðin að óvönduðum vinnubrögðum, Graig Idso fær sem nemur rúmri 1,4 milljónum á mánuði (11.600 USD), sem væntanlega er fyrir hans þátt og Miðaldaverkefni hans, Singer fær líka mánaðargreiðslur sem virðast nema minnst 600 þúsundum á mánuði (5.000 USD) plús kostnað. Þetta eru aðeins örfá dæmi um fjármögnun "efasemdamanna" eins og þau líta út í skjölum Heartland...en nánar má lesa um þetta á Desmogblog.com.

Að sjálfsögðu hefur Heartland Institute tjáð sig um málið og segja að eitt af aðalgögnunum sem lekið var sé tilbúningur (ætli það sé þá staðfesting á að hin skjölin séu úr þeirra herbúðum...ekki gott fyrir þá hvað sem öðru líður), en það var svo sem ekki við öðru að búast, en að þeir myndu klóra eitthvað í bakkann varðandi þetta mál. Ætli það megi ekki leyfa þeim að njóta vafans varðandi það plagg þar til annað kemur í ljós, þó ekki hafi "efasemdamenn" almennt talið nokkurn vafa um að vísindamenn væru með falsanir og svik í hinu svokallað "climate-gate" máli... En jæja, svona er þetta stundum, what goes around comes around, ying og yang og allt það...

Nánar má lesa um þetta mál á eftirfarandi stöðum:

Tengt efni á loftslag.is:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað? Langar engan að tala um afneitunargeit?

Guðni Elísson (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 21:36

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Nei Guðni - mér sýnist enginn hafa áhuga á þessari merku uppljóstrun. Ég hefði einmitt áhuga á að vita hvað hinir íslensku "efasemdamenn" hafa um málið að segja...

Höskuldur Búi Jónsson, 16.2.2012 kl. 23:06

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hinum íslensku "efasemdamönnum hefur sjálfsagt brugðið við þessa uppljóstrun. En ég tek undir með Höska, það væri fróðlegt að vita hvað íslenskum "efasemdamönnum" þykir um þetta. Þeir hafa nú yfirleitt ekki verið lengi að fullyrða út og suður um loftslagsvísindin, eitthvað hljóta þeir að hafa að segja í þetta skiptið... Enda virðist um alvöru hneyksli að ræða, en það er kannski ekki áhugavert fyrir hinu miklu "efasemdamenn" að eitthvað sannleikskorn leynist í málinu! Það er einmitt fróðlegt að sjá hvernig vefur "efasemdamanna" er fjármagnaður af sömu aðilum og hafa m.a. ljóst og leynt afneitað tengslum tóbaks og krabbameins ásamt fleiri vísinda afneitunum í gegnum tíðina.

En kannski finnst "efasemdamönnum" ómaklegt af okkur að benda á þessi tengsl...þó ekki vanti samsæriskenningar og sterkar skoðanir á einstökum vísindamönnum hjá þeim þegar loftslagsvísindin eiga í hlut...já það skiptir væntanlega máli í þeirra huga frá hvaða hlið málin eru rædd...

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.2.2012 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband