Málstofa – Loftslagsbreytingar og íslenskur veruleiki

Við viljum minna á málstofu hugvísindaþings um Loftslagsbreytingar og íslenskan veruleika:

Föstudagur 9. mars kl. 13-16.30
Stofa 231 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands

Þótt loftslagsbreytingar séu hnattrænt vandamál verður í málstofunni fyrst og fremst fjallað um þær í íslensku samhengi. Höskuldur Jónsson og Sveinn Atli Gunnarsson ræða íslenska vefinn loftslag.is sem þeir ritstýra, en hann er helgaður umræðunni um loftslagsmál á Íslandi. Guðni Elísson fjallar um siðferðilegan og pólitískan vanda þess að dæla upp olíu úr íslenska landgrunninu, en Halldór Björnsson varpar fram spurningum um aðlögun Íslendinga í kjölfar loftslagsbreytinga og Þorvarður Árnason talar um loftslagsbreytingar sem nýja tegund af umhverfisvandamáli. Síðast en ekki síst fjallar Hrafnhildur Hannesdóttir um breytingar á jöklum síðustu alda og hvernig megi bera saman veðurgögn (hita og úrkomu) frá upphafi mælinga til þess að stilla af jöklalíkön og spá fyrir um framtíðina.

Fyrirlesarar:

  • Höskuldur Jónsson og Sveinn Atli Gunnarsson, ritstjórar loftslag.is: Loftslag.is - Umræða um loftslagsmál í fortíð, nútíð og framtíð
  • Halldór Björnsson, deildarstjóri rannsókna og þróunar á veðursviði Veðurstofu Íslands: Loftslagsbreytingar og aðlögun að þeim
  • Hrafnhildur Hannesdóttir, doktorsnemi í jarðfræði: Gildi sögulegra heimilda í rannsóknum á jöklabreytingum í Austur-Skaftafellssýslu
  • Guðni Elísson, prófessor í bókmenntafræði: Vekjum ekki sofandi dreka: Loftslagsmál, pólitísk umræða og olíuleit á íslenska landgrunninu
  • Þorvarður Árnason, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði: Hnattrænar loftslagsbreytingar sem umhverfismál

Málstofustjóri: Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands

Sjá nánar á heimasíðu Hugvísindastofnunar – Loftslagsbreytingar og íslenskur veruleiki


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband