Pólitík í loftslagsmálum

Pólitík þeirra sem hafna hlýnun jarðar af mannavöldum 

Davíð Gíslason skrifaði áhugaverðan pistil um Afneitunarvélina. Mæli með þeim pistli og ekki síst fréttaskýringunni sem hann vísar í (Denial Machine). Ég kann ekki að setja inn myndbönd enn sem komið er, en hér er skjáskot (screenshot) af myndbandinu sem er fréttaskýring CBCNews frá 2007.

Denial Machine

Smellið hér til að skoða myndbandið.

Þetta myndband segir meðal annars að það séu sterk öfl sem standa á bak við afneitun um hlýnun jarðar af mannavöldum, öfl með það að markmiði að stjórna sjónarmiðum almennings (olía og Bush kemur oft fyrir). Þessi fréttaskýring er sannfærandi, en dæmið það sjálf (sirka hálftíma þáttur).

Það setur einmitt ráðstefnu þeirra sem afneita hlýnuninni í ákveðið samhengi, en hún var í boði Heartlands, hér er heimasíða ráðstefnunarinnar.

Það skal ekki rugla þessa ráðstefnu saman við ráðstefnuna í Kaupmannahöfn sem var í fréttum hér, en eftir því sem ég best veit þá voru ekki nein hulin öfl sem stóðu að þeirri ráðstefnu).

Pólitík þeirra sem aðhyllast kenningum um hlýnun jarðar af mannavöldum 

Svo sá ég í athugasemd á blogginu hans Ágústar svar sem Finnur Hrafn Jónsson sendi frá sér, en þar segir hann að Hadley rannsóknamiðstöðin sé sambærilegur þrýstihópur (með hlýnun) og Heartland (sem er á móti). Hann nefndi að Hadley miðstöðin hafi verið sett á laggirnar af járnfrúnni sjálfri (Margaret Thatcher) á níunda áratug síðustu aldar og að hún hafi haft það fyrst og fremst að markmiði að sanna gróðurhúsaáhrifin (til að koma höggi á kolanámumenn). Einn af grunnunum í niðurstöðum IPPC sé síðan fengin frá Hadley miðstöðinni og geri þær niðurstöður tortryggilegar. Það er reyndar ámælisvert að auki það sem Finnur sagði; að ekki fengist leyfi til að skoða hrágögn þau sem samstarfsmaður Hadley notar (P.D.Jones), né yfirfara úrvinnsluaðferðir þeirra. 

Hvað er þá rétt að gera?

Það er greinilegt að það er pólitík í gangi varðandi umræðu um hlýnun jarðar, þó meiri en ég hafði gert mér grein fyrir (áður en ég fór að skoða þetta af einhverju ráði).

Hitt er þó annað að ef ég ætti að veðja á hvor væri líklegri að hafa "illt" í huga, þá væru það olíufyrirtækin sem styrkja Heartland stofnunina, enda hafa þeir gríðarlegra hagsmuna að gæta (peningalega séð)... mér finnst ólíklegra að Íhaldsflokkurinn í Bretlandi sé enn að reyna að koma höggi á kolanámumenn sína, en hvað veit maður.

En ég hugsa að þegar allt kemur til alls, þá séu yfirgnæfandi meirihluti vísindamanna óháður pólitík, hvað varðar niðurstöður þeirra rannsókna. Yfirgnæfandi meirihluti vísindamanna virðast aðhyllast kenninguna um hlýnun jarðar af mannavöldum.

Það er þó rétt að hafa eyrun áfram opin, þó allt virðist áfram benda til þess að við sem núna lifum séum að fara að verða vitni að okkar eigið sjálfskapaða helvíti, ef svo má að orði taka Devil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband