Íslenskt lesefni um loftslagsbreytingar

Ég verð að viðurkenna að ég hélt að það væri ekki til neitt nýlegt efni um loftslagsbreytingar, en rakst á nokkuð lesefni sem ég vil endilega benda fólki á að kynna sér, allavega þeir sem ekki eru búnir að því og hafa áhuga á efninu.

Í fyrsta lagi kom út bók fyrir jólin í fyrra sem heitir: Gróðurhúsaáhrifin og loftslagsbreytingar, eftir Halldór Björnsson, það má sjá bókadóm eftir Emil Hannes hér (ég ætla að kaupa mér bókina þegar launin koma eftir næstu mánaðarmót).

Í ágúst í fyrra var gefin út skýrsla um áhrif hnattrænna loftslagsbreytinga á Íslandi (pdf 10 mb) - rakst á hana áðan og ætla svo sannarlega að blaða í gegnum hana þegar ég hef tíma.

Veðurstofa Íslands er með ágætis heimasíðu sem fjallar um loftslagsbreytingar, en einnig er fín umfjöllun á heimasíðu umhverfisstofnunar um gróðurhúsaáhrifin og loftslagsbreytingar.

Svo bendi ég á tengla sem ég setti inn hér hægra megin á síðuna, með allskonar upplýsingum, mest þó erlennt efni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Já ég mæli með bókinni Gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar, sérstaklega fyrir þá sem vilja blanda sér í umræðuna enda koma þarna fram öll helstu rökin fyrir því að heimurinn sé að hlýna. Sigurður Þór, skrifaði líka heilmikið um bókina þann 2.3.2009 og hafði ýmislegt um hana að segja. Svo er líka sjálfsagt að benda á RITIÐ 2/2008 Tímarit hugvísindastofnunar þar sem þessi mál koma einnig fyrir, en þar fá efasemdarmenn (á blogginu t.d.) aldeilis á baukinn, jafnvel svo að manni fer að þykja nóg um (og er þá mikið sagt).

Emil Hannes Valgeirsson, 23.3.2009 kl. 22:09

2 Smámynd: Loftslag.is

Takk fyrir það Emil... kíki á RITIÐ líka ef ég finn það. Merkilegt að maður skuli vera að babla þetta án þess að vera nógu víðlesinn, laga það

Loftslag.is, 23.3.2009 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband