Súrnun sjávar

Ég vil benda á góða grein um súrnun úthafanna í fréttablaðinu í dag, en þar er viðtal við Jón Ólafsson hafefnafræðing. Þeir sem hafa ekki aðgang að fréttablaðinu geta nálgast blaðið hér.

Hér er þó ekki verið að ræða hlýnun. Þetta er í raun önnur afleiðing útblásturs CO2 út í andrúmsloftið og enn einn hvati fyrir mannkynið að taka til í sýnum útblástursmálum.

ocean_pH_change
Breyting á pH gildi sjávar frá 18. öld til lok 20. aldar (heimild earthtrends.wri.org).

----------------------- 

Hérna eru nokkrar heimasíður þar sem fjallað er um súrnun sjávar:

Heimasíða EPOCA (sem minnst er á í fréttinni). Tengillinn vísar beint á blaðsíðu á íslensku - en hún er annars á ensku.

Wikipedia (á ensku).

Blogg um súrnun sjávar (á ensku)

Ocean Acidification Network (heimasíða á ensku um þetta vandamál)

Ég hef eitthvað minnst á það áður á þessari síðu, t.d. hér (þar eru t.d. tenglar á meira lesefni).

-----------------------

Ég vil benda á tvennt í greininni sem Jón segir:

"Við sjáum vissulega að sýrustig er að falla hér við land," segir Jón. "Í samanburði við önnur hafsvæði er það að falla hraðar hér en annars staðar. Það er út af því að hér við land, sérstaklega norðan við landið, tekur hafið í sig mikið af koldíoxíði." Ástæðurnar fyrir því að þetta gerist hraðar í sjónum í kring um Ísland eru að mestu kunnar, að sögn Jóns. Þær tengist meðal annars straumakerfi Norður-Atlantshafsins.

og

Jón segir hins vegar áhrifin af auknu magni koltvísýrings í höfunum vera tvíþætt: "Annars vegar lækkar sýrustig sjávar og hins vegar lækkar kalkmettun."

Minni kalkmettun í höfunum hefur bein áhrif á kalkmettandi lífverur, en það eru lífverur sem mynda stoðvef eða skeljar úr kalki. Þetta eru til dæmis kóralar og skeldýr ýmis konar.

"Kóralar eru til dæmis farnir að líða fyrir þetta strax, og þetta er ein ástæðan fyrir því að kóralrifum er að hnigna. Þessar kalkmyndandi plöntur og dýr eru reyndar mjög mikilvægur þáttur í vistkerfum hafsins og skemmdir á þeim eða hreinlega eyðilegging þeirra mun hafa mikil áhrif á vistkerfið í heild."

Því fór ég að velta því fyrir mér hvort hrun hörpudiskstofnsins hér við land, sé í tengslum við þessa súrnun? 

Ég hef reyndar ekkert fyrir mér í því, þyrfti að lesa þessa skýrslu sem unnin var fyrir háskólastetur Snæfellsnes og Náttúrustofu Vesturlands í Nóvember 2007 af Jónasi Páli Jónassyni. Datt þetta bara í hug, en líklegast er þó að áhrifin séu ekki orðin það alvarleg ennþá, enda væru vísindamenn búnir að benda á það ef svo væri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband