Íshellur Suðurskautsins

moa_iceshelves
Stærstu íshellur Suðurskautsins.

Hvað eru íshellur?

Íshellur eru landfastur ís, sem getur bæði verið af jökuluppruna (hálfgerður skriðjökull), en einnig getur hann verið landfastur hafís sem hefur þykknað vegna snjóaalaga (oft í fjörðum). Þá geta íshellur verið hvoru tveggja (jökulís og landfastur ís). Íshellur eru því mjög stöðug form (hafa myndast á áratugum eða árhundruðum) og því þykir það nokkuð merkilegt þegar þær brotna. 

Athugið að rugla ekki þessum ís saman við venjulegan hafís, en hann sveiflast árstíðabundið eins og hafís Norðurskautsins. Hafís Suðurskautsins hefur í raun aukið útbreiðslu sína í heild undanfarna áratugi, nema í kringum Suðurskauts-skagann (Antarctic Peninsula) þar sem hlýnunin er mest og íshellurnar eru að brotna upp. Hlýnun Skagans er um 2,5°C síðan 1950, sem er töluvert á jafn stuttum tíma (reyndar hlýnunarmet ef ég skil mínar heimildir rétt).

contours
Hér má sjá Larsen íshelluna sem var í fréttum fyrir nokkrum árum og hvernig hún hrundi saman.

Vegna hafstrauma þá er einhver tregða í hlýnuninni á Suðurskautinu (hlýtt loft og hlýir hafstraumar eiga ekki greiða leið að Suðurskautinu) og því eru það því meiri fréttir þegar stórar íshellur brotna upp eins og hefur verið að gerast undanfarna áratugi.

Uppbrotnun íshellna á Suðurskauts-skaganum er talin tengjast að miklu leyti hlýnun jarðar, hlýrra loft og meiri bráðnun á íshellunni, auk þess sem hafís á þeim slóðum hefur minnkað útbreiðslu sína en hann var nokkur vörn fyrir hlýrri sjó sem nú kemst nær Skaganum. 

Uppbrotnun íshellna hefur ekki bein áhrif á hækkun sjávarborðs, þar sem þær eru nú þegar fljótandi í sjó, en þær hafa óbein áhrif þar sem skriðjöklar eiga þá greiðari leið út í sjó - sá jökulís getur hækkað yfirborð sjávar, en hversu mikið deila vísindamenn um.

glac_diagram_4up
Þessi mynd á að skýra sig sjálf.

Í spám IPCC var ákveðið að sleppa því að nota þess háttar óbein áhrif til að spá fyrir um hækkun yfirborðs sjávar og því má segja að í spám IPCC sé ákveðið vanmat í gangi, hvað varðar hækkun sjávaryfirborðs á heimsvísu.

Wilkins íshellan:

Wilkins íshellan hefur verið að hopa frá því á síðasta áratug síðustu aldar og þessi ísbrú var talin mikilvægur hlekkur í því að halda íshellunni saman. Því er talið líklegt núna að íshellan fari af stað og brotni upp og reki á haf út. Í síðustu viku urðu menn varir við að sprungur voru að opnast í þessari ísbrú, en búist hafi verið við þessu í nokkrar vikur.

_45636627_asa_imm_1pnpde20090405_052222_000002522077_00477_37104_3010_100m_img 
Á þessari mynd á að vera hægt með góðum vilja að sjá hvar ísbrúin hefur brotnað þar sem hún er þynnst.

Heimildir og myndir eru frá http://nsidc.org og http://news.bbc.co.uk


mbl.is Ísbrú hrundi á Suðurskautslandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir god og ahugaverd skrif.

Reynir Smari (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband