Málið er...

... að í útreikningum Milliríkjanefndarinnar um loftslagsbreytingar (The Intergovernmental Panel on Climate Change, IPCC), var tekin sú ákvörðun að miða ekki við mögulegar breytingar á jökulskjöldum Grænlands og Suðurskautsins, vegna þeirrar óvissu sem var á hvort og hve mikið þeir myndu bráðna. Útreikningar hingað til og áætlanir um hækkun sjávar hafa því miðað við útþennslu sjávar við hlýnun og við bráðnun minni jökla:

Líkleg hækkun sjávaryfirborðs til loka aldarinnar er háð því hversu mikið hlýnar, en varmaþennsla veldur um 70% af hækkuninni. Stór óvissuþáttur í sjávaryfirborðshækkun felst í hugsanlegum breytingum á ísflæði í stóru íshvelunum á Grænlandi og Suðurskautslandinu. Þessi óvissuþáttur er ekki tekinn inn í útreikninga IPCC, en gæti aukið við sjávaryfirborðshækkunina. Hér að neðan verður því miðað efri mörk hækkunarinnar sem kemur fram hjá IPCC. Þetta er ófullkomin aðferð við að vega saman óþekkta óvissu vegna hugsanlegrar aukningar ísflæðis og þekktrar óvissu vegna annarra þátta, og mikilvægt er að hafa í huga að ekki er hægt að útiloka mun meiri sjávaryfirborðshækkun.
Sjá skýrslu um áhrif hnattrænna loftslagsbreytinga á Íslandi (pdf 10 mb). *

*óvíst er hvort áhrifin verði svo mikil hér á landi vegna jarðskorpuhreyfinga af völdum minna fargs frá jöklum - fjalla um það síðar.

Hægt er að lesa um niðurstöður þær sem fréttin vísar í, í þessari skýrslu hér (Update on selected issues of concern pdf ~9 Mb).

Ég hef ekki séð sjálfa fréttina í Morgunblaðinu, en í skýrslunni segir meðal annars:

Glaciers can be difficult to use as indicators of change, in part because melt area is not direct a measure of change as the change in mass of glacier, but mass is more difficult to measure. Chenges in mass correspond to accumulation or loss of ice. Nearly all glaciers studied are decreasing in mass, sesulting in rising sea level as the water drains to the ocean. Excluding Antarctica and Greenland, the rate of sea level rise from glacial melt is estimated at 0,58 millimeters fer year from 1961 to 2005, with að higher rate of  0,98 milleters per year between 1993 and 2005. The largest contributors to this rise are glaciers in Alaska and other parts of the Arctic, and the hig mountain of Asia. By 2100, glacial melt may increase sea level further 0,1 to 0,25 meters.

Þá segja þeir frá því að bráðnun á Grænlandi fyrir árið 2007 hafi verið það mesta frá því mælingar hófust (1973):

Greenland
Mynd úr skýrslunni sem sýnir frávik í lengd sumarbráðnunar á Grænlandi, fyrir árið 2007 í samanburði við meðaltal áranna 1973-2000.


mbl.is Þrefalt meiri hækkun sjávar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Concensusinn" sem skýrsla SÞ um hnatthlýnunina átti að sýna fram á er algjörlega fallinn. Fram hafa komið vísindamenn sem tóku þátt í skapa þá skýrslu en hafa skipt um skoðun. Á alþjóðlegum ráðstefnum hafa komið fram næstum 700 vísindamenn sem mótmæla Al Gore og skýrslu SÞ., þ.á.m. vísindamenn sem tóku þátt í skýrslu SÞ. Þessir næstum 700 vísindamenn sem mótmæla kenningu SÞ eru 12 sinnum fleiri en þeir sem veittu samþykki sitt.....

En þetta fréttist bara ekki ef menn treysta á Moggann eða CNN. Þetta hefði átt að vekja mikla athygli, alveg eins og atvik sem hafa komið fram þar sem menn hafa verið að falsa gögn, t.d. með því að birta gamlar myndir og gögn ár eftir ár....til að "sanna" hnatthlýnunina.

http://epw.senate.gov/public/index.cfm?FuseAction=Minority.Blogs&ContentRecord_id=2158072E-802A-23AD-45F0-274616DB87E6

POZNAN, Poland - The UN global warming conference currently underway in Poland is about to face a serious challenge from over 650 dissenting scientists from around the globe who are criticizing the climate claims made by the UN IPCC and former Vice President Al Gore. Set for release this week, a newly updated U.S. Senate Minority Report features the dissenting voices of over 650 international scientists, many current and former UN IPCC scientists, who have now turned against the UN. The report has added about 250 scientists (and growing) in 2008 to the over 400 scientists who spoke out in 2007. The over 650 dissenting scientists are more than 12 times the number of UN scientists (52) who authored the media hyped IPCC 2007 Summary for Policymakers.

The U.S. Senate report is the latest evidence of the growing groundswell of scientific opposition rising to challenge the UN and Gore. Scientific meetings are now being dominated by a growing number of skeptical scientists. The prestigious International Geological Congress, dubbed the geologists' equivalent of the Olympic Games, was held in Norway in August 2008 and prominently featured the voices and views of scientists skeptical of man-made global warming fears. [See Full report Here: & See: Skeptical scientists overwhelm conference: '2/3 of presenters and question-askers were hostile to, even dismissive of, the UN IPCC' ]

Full Senate Report Set To Be Released in the Next 24 Hours – Stay Tuned…

A hint of what the upcoming report contains:

“I am a skeptic…Global warming has become a new religion.” - Nobel Prize Winner for Physics, Ivar Giaever.

“Since I am no longer affiliated with any organization nor receiving any funding, I can speak quite frankly….As a scientist I remain skeptical.” - Atmospheric Scientist Dr. Joanne Simpson, the first woman in the world to receive a PhD in meteorology and formerly of NASA who has authored more than 190 studies and has been called “among the most preeminent scientists of the last 100 years.”

magus (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 01:49

2 identicon

Fyrst langar mig til þess að segja aðeins frá bandaríska öldungardeildarþingmanninum James Inhofe, en þangað eru upplýsingarnar sóttar sem vitnað er í hér að ofan, en hann hefur verið kallaður stærsta martröð umhverfisverndarhreyfingarinnar. Inhofe, sem var um nokkurt skeið formaður Umhverfisnefndar Bandaríkjaþings, varð heimsfrægur árið 2003 þegar hann lýsti því yfir að margt benti til þess að „hnattræn hlýnun væri stærsta gabb sem borið hefði verið á borð fyrir bandarísku þjóðina“. Inhofe er kristinn Zíonisti og það er til marks um stöðu hans innan bandarískra bókstafstrúarhreyfinga að árið 2003 hlaut hann 100% stuðning hjá öllum þremur samtökum kristnu harðlínunnar, á meðan stuðningurinn hjá League of Conservation Voters var aðeins 5% (hann hlaut 0 nokkur ár í röð milli 1997 til 2002). Inhofe hefur lýst því yfir að í Biblíunni sé að finna svör við öllum þeim vandamálum sem geta komið upp í málefnum ríksins. Ýmis dæmi eru um það hvernig bókstafstrú Inhofes stýrir hugmyndum hans í utanríkismálum og hann er harður stuðningsmaður Pats Robertson sem er mikill heimsslitafræðingur og skrifaði skáldsöguna The End of the Age (1996) um ríki Satans á jörðinni hina hinstu daga. Þó hefur Inhofe verið tregur til að upplýsa hvernig Biblían móti afstöðu hans til umhverfismála. Þegar blaðamaðurinn Glenn Scherer spurði hann hvort heimsslitahugmyndir hefðu áhrif á starf hans sem formann valdamestu umhverfisnefndar í heimi svaraði hann með þögninni einni. Bent hefur verið á að meðal kristinna Zíonista séu ýmsir sem sjá í hnattrænni hlýnun jákvæð merki þess að endalokin séu í nánd og guðríki í vændum. Þeir vilja því flýta þeirri þróun sem mest (þetta er mjög forvitnilegur angi hlýnunarumræðunnar sem lítið hefur verið skoðaður).

Það verður því að fara afskaplega varðlega með skýrslur frá Inhofe-síðunni, en margt af því sem þar er sett fram er ekki hægt að kalla annað er rangfærslur og pólitískar falsanir. Þannig er einnig um grunnrannsóknina sem yfirlýsingin sem vitnað er í hér að ofan snýst um: „Half of warming due to Sun!“. Rannsóknin sem á að sýna fram á bullið í sáttmálasinnum er þessi: Eichler, A., S. Olivier, K. Henderson, A. Laube, J. Beer, T. Papina, H. W. Gäggeler, and M. Schwikowski: „Temperature response in the Altai region lags solar forcing“.

Og hvað skyldi Anja Eichler sjálf hafa um málið að segja úr því að rannsóknir hennar eru notaðar til að sýna fram á að sáttin sé orðum aukin? Joseph Fromm hjá Climate Progress skrifaði Eichler og spurði hana hvort hún tæki undir túlkanir Inhofe og Marcs Morano (sem starfar með honum). Ég læt orð hans fylgja hér að neðan:

„The lead author of a new study […] says Inhofe’s office mischaracterized her work with its blaring headline, “Study: Half of warming due to Sun!” Far from supporting Inhofe’s denialist fantasies, the research, led by Anja Eichler, Senior Scientist at the Switzerland’s Paul Scherrer Institute, is actually one more piece of observation-driven analysis that strongly backs the reality of human-caused warming. […]

Eichler replied to my email:

Thank you for informing us about the controversial discussion of our paper in your country. You are totally right that our conclusions were misinterpreted and we are a bit concerned about that.

I also posed her a couple of clarifying questions:

ROMM: Am I correct that your study was NOT saying human-caused emissions were NOT the major factor driving the temperature record in the past century?

EICHLER: Yes, this is correct. We did a strong differentiation between preindustrial (1250-1850) time and the last 150 years. In the preindustrial time we found a strong correlation between the solar activity proxy and our temperature, suggesting solar forcing as a main force for temperature change in this time. However, the correlation between the solar activity proxy and Altai temperature is NOT significant anymore for the last 150 years. In this time the increase in the CO2 concentrations is significantly correlated with our temperature. “

http://climateprogress.org/2008/12/12/scientist-our-conclusions-were-misinterpreted-by-inhofe-co2-but-not-the-sun-is-significantly-correlated-with-temperature-since-1850/

Aðalhöfundur vísindagreinarinnar sem Inhofe vísar í samþykkir sem sagt ekki túlkun hans á henni.

Með kveðju,

Guðni Elísson

Guðni Elísson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 10:11

3 Smámynd: Loftslag.is

Magus: Ég ætla að fjalla aðeins um fullyrðingar í þessari gömlu frétt í kvöld ef ég hef tíma (það er búið að hrekja þær fullyrðingar í þaula á netinu - þú getur líka prófað að gúggla það). En lestu líka það sem Guðni segir hér fyrir ofan.

Loftslag.is, 29.4.2009 kl. 10:33

4 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Samkvæmt þessu getum við ekki vitað hvort við eigum að taka mark á Guðna fyrr en við vitum trúarskoðanir hans.

Finnur Hrafn Jónsson, 30.4.2009 kl. 03:28

5 identicon

Hreint ekki Finnur. Inhofe er vafasöm upplýsingaveita vegna þess að hann á erfitt með að skilja á milli trú og vísinda og hefur verið staðinn að því að túlka vísindaleg gögn ansi frjálslega. Finnst þér það sem sagt í lagi að höfundur vísindagagnanna sem hann leggur fram segi: „Thank you for informing us about the controversial discussion of our paper in your country. You are totally right that our conclusions were misinterpreted and we are a bit concerned about that“? Þetta snýst ekki um það að Inhofe eigi alltaf að hafa rétt fyrir sér og þetta snýst ekki um það að ég hafi alltaf rétt fyrir mér. En ef ég hefði túlkað Eichlers með þessum hætti og verið leiðréttur af henni, hefði ég aldrei látið villuna standa. Ég hefði leiðrétt túlkun mína og birt leiðréttinguna opinberlega. Það er af þessum sökum sem Inhofe er ekki traustsins verður. Hann birtir áfram túlkanir sem búið er að hrekja. Finnst þér slík vinnubrögð í lagi Finnur?

Kveðja,

Guðni

Guðni Elísson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 09:00

6 identicon

Eitt til viðbótar vegna þess að þetta virðist þvælast fyrir ansi mörgum. Ég er ekki á þeirri skoðun að Inhofe sé ótrúverðugur vegna þess að hann er bókstafstrúaður repúblíkani. Hann er ótrúverðugur vegna þess að hann birtir ansi mikið af gögnum sem búið er að hrekja og hreinræktuðum rangfærslum. Þegar ég sé slíkt spyr ég mig hver ástæðan kunni að vera og bakgrunnur hans sem kristinn Zíonisti kann að vera ein skýring þess að hann hafi ekki áhyggjur af loftslagsmálunum (þetta reddast allt, hinir sanntrúuðu verða kallaðir til drottins). Svo hefur hann líka lengi verið á mála hjá olíu- og kolafyrirtækjunum. Það gæti útskýrt hvers vegna hann hefur ekkert verið að leiðrétta rangfærslurnar sem birtast á vefsíðu hans:

„Only Texas senator John Cornyn received more campaign donations from the oil and gas industry than Inhofe in the 2002 election cycle.[25] The contributions Inhofe has received from the energy and natural resource sector since taking office have exceeded one million dollars.[26]“

(http://en.wikipedia.org/wiki/James_Inhofe)

Finnst þér sem sagt heimsslitasinni sem hefur þegið meira 130 milljónir frá olíufyrirtækjunum og birtir rangar túlkanir á vísindalegum gögnum á heimasíðu sinni áreiðanleg upplýsingaveita Finnur?

Ég ætla fremur að halla mér að fremstu vísindaakademíum í heimi.

Kveðja,

Guðni

Guðni Elísson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 09:37

7 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Ég er ekki að mæla því bót ef hann fer rangt með. Ég kíkti hins vegar á listann hjá honum og þekkta þar fjölmarga af rápi mínu um netið. Ekki gat ég séð að hann væri að fara rangt með þar sem ég þekkti til.

Miljörðum er dælt í loftslagsrannsóknir á Vesturlöndum til að leita sannana fyrir hlýnunarkenningunni. Nokkrar miljónir til hins málstaðarins finnst mér ekki vera stórt vandamál.

Hvað er mikið að marka vísindamann sem stundar loftslagsrannsóknir t.d. hjá Hadleys rannsóknamiðstöðinni í Bretlandi sem var stofnuð með því yfirlýsta markmiði að leita sannana fyrir hlýnun af mannavöldum. Ef hann kemst að rangri niðurtöðu getur hann gleymt því að fá frekari styrki til rannsókna. Hollenski veðurstofustjórinn missti vinnuna þegar hann lýsti efasemdum um hlýnun af mannavöldum.

Af því að þú nefnir fremstu vísindaakademíu heims langar mig að minna á að rússneska vísindaakademían lýsti efasemdum um að Kyoto sáttmálinn væri byggður á nægjanlega traustum vísindalegum grunni til að skynsamlegt væri að samþykkja hann. Rússar samþykktu reyndar síðan Kyoto eftir hótanir frá ESB um að þeir fengju ekki aðgang að WTO.

Finnur Hrafn Jónsson, 30.4.2009 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband