Fleiri neikvæð áhrif á kórallinn.

Í fréttinni, sem ég er að blogga við, er greint frá því að hlýnun sjávar eigi töluverða sök á hnignun kóralrifa (þá vegna hlýnunar jarðar af mannavöldum - vegna útblásturs CO2). En útblástur CO2 hefur einnig önnur og slæm áhrif á kóralrifin, svokallaða Súrnun sjávar af völdum aukins CO2 sem sjórinn gleypir úr andrúmsloftinu:

ocean_pH_change
Breyting á pH gildi sjávar frá 18. öld til lok 20. aldar (heimild earthtrends.wri.org).

Svo má hérna finna yfirlit yfir ástand og horfur, en þar er einnig tengill yfir í meira ítarefni á pdf-formi (558 KB).

Fyrir þá sem halda að þetta hafi ekki áhrif á Íslandi, þá skal á það bent að kórallar, skeldýr og önnur dýr sem að súrnunin hefði mest áhrif á, eru mikilvægir hlekkir í lífríki hafsins við Ísland.

Sjómenn hafa til dæmis bent á það að við komu stórvirkra togara, sem hafa skrapað og eyðilagt kóral hér við land, hafi ástand fiskistofna versnað til mikilla muna hér við land - svokölluð eyðilegging búsvæða (vakning hefur orðið í þessum efnum, samanber í þessari skýrslu frá árinu 2005). Ekki væri á það bætandi ef kórallinn myndi eyðast vegna súrnunar sjávar.


mbl.is Kóralrifin í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Sigurðsson

Ég var á togurum í den, þá var togað á þessum rifum, því þá fékkst kannski 2 tonn af stórum karfa eða þokkalegum fiski, en við hentum kannski 5 tonnum af smáu. Svona gekk þetta í marga daga. Trollið í henglum, en við vorum snöggir að bæta. Okkur á dekkinu fannst þetta vera glæpur. En svona kvaddi þessi frægi togari Ingólfur Arnarson Íslandmiðin síðasta sumarið sitt hér við land, þá nefndur Hjörleifur. Skömm er af. Mikil skömm.

Ólafur Sigurðsson, 13.5.2009 kl. 23:46

2 Smámynd: Loftslag.is

Jamm, pabbi hefur svipaða sögu að segja og vill ekkert núna nema helst bara krókaveiðar (og netaveiðar utan hrygningasvæða).

Loftslag.is, 14.5.2009 kl. 00:32

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Kóralar Bachs eru nú flottustu kóralarnir.

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.5.2009 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband