Enn ein skýrslan

Nú er komin út enn ein skýrslan sem maður þarf að prenta út og lesa í sumarfríinu. Hér er um að ræða skýrslu sem ætluð er að brúa bilið frá IPCC skýrslunum 2007 og uppfæra þá þekkingu sem bæst hefur við síðan þá. Hún er unnin upp úr ráðstefnu sem haldin var í mars í Kaupmannahöfn og virðist full af nýjum upplýsingum sem hjálpa mun þjóðum heims að ákveða hvað skuli gera, hvað varðar viðbrögð við loftslagsbreytingum. Eftir að hafa rennt mjög lauslega í gegnum skýrsluna þá sýnist mér að það helsta í skýrslunni sé þetta:

Skýrslan sýnir fram á að staðan er verri í dag, en áætlanir IPCC gera ráð fyrir og að hættan hafi aukist á dramatískum áhrifum loftslagsbreytinga. Þá fer hún yfir viðbrögð til að takmarka áhrifin. Þá segir í skýrslunni að aðgerðarleysi sé óafsakanlegt í ljósi þeirra þekkingar sem við búum yfir. Eflaust er mun meira í henni, en skoða má skýrsluna ->Hér<-

Á sama tíma birtir umhverfisstofnun þær fréttir að losun íslendinga á gróðurhúsalofttegundum hafi aukist um 6% milli árana 2006 og 2007.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband