Ritskoðun

Þeir sem afneita eða efast um hlýnun jarðar af mannavöldum eru oft háværir um að verið sé að ritskoða þá, þeir fái ekki birtar greinar um loftslagsmál í virtum tímaritum og að fjölmiðlar fjalli ekki nóg um þeirra hlið málanna. Síðasta vika hefur verið áhugaverð hvað þetta varðar.

Fyrir stuttu rataði grein efasemdamanna inn í virt tímarit (sjá færsluna Hlýnun. - seinni hluti færslunnar). En menn eru búnir að hakka þessa grein í sig undanfarið (sjá t.d. Global warming and the El Niño Southern Oscillation). Ef þetta er ein af þeim greinum sem menn kvarta yfir að séu ritskoðaðar, þá skil ég vel að þær greinar sleppi ekki í gegn - þessi grein er ekki höfundum sínum til sóma. Ef greinin var ekki nógu slæm, þá voru yfirlýsingar höfunda í fjölmiðlum yfirgengilega vitlausar (sjá ágætar umfjallanir um þetta í erlendum bloggum: How not to analyze climate data, Mother nature’s sons, Old News og Is our whole dissembly appeared?).

En þetta er ekki ástæðan fyrir því að þessi færsla er skrifuð, heldur var ástæðan sú að benda efasemdamönnum á það að nú eru að koma í ljós aftur og aftur ritskoðun þeirra sem hafa barist hvað mest gegn kenningunni um hlýnun jarðar af mannavöldum. Fyrst ætla ég að endurbirta bút úr eldri færslu minni:

Einnig vil ég benda á áhugaverða bloggfærslu sem ég las áðan um falsanir og mistúlkanir olíuiðnararins á gögnum sinna eigin vísindamanna - sjá hér og greinin sem hann vísar í er úr The New York Times og má sjá hér.

Þetta er það sem olíuiðnaðurinn tjáði umheiminum:

"The role of greenhouse gases in climate change is not well understood... scientists differ" on the issue.

Þ.e. "Áhrif gróðurhúsalofttegunda á loftslagsbreytingar eru lítið þekktar... vísindamönnum ber ekki saman um málefnið."

Það sem vísindamenn höfðu tjáð sínum yfirmönnum var aftur á móti þetta:

The scientific basis for the Greenhouse Effect and the potential impact of human emissions of greenhouse gases such as CO2 on climate is well established and cannot be denied.

 Þ.e.  "Vísindalegur bakgrunnur gróðurhúsaáhrifanna og hugsanleg áhrif útblásturs manna á gróðurhúsalofttegundum eins og CO2 á loftslag er vel ígrundað og er ekki hægt að draga í efa."

Það er því ljóst að olíuiðnaðurinn ritskoðaði sína vísindamenn.

Nú hefur komið í ljós að Bush-stjórnin vísvitandi leyndi gríðarlega nákvæmum gervihnattagögnum sem hefðu getað sýnt mönnum fyrr fram á þá gríðarlegu breytingu sem er að verða á norðurskautinu. Sjá frétt um málið Hér.

---

Það sem var síðan einna helst kveikjan að þessari færslu er það að nú hefur einn "virtasti" efasemdamaður bloggheimsins um hlýnun jarðar veðurfræðingurinn Anthony Watts fengið það fram að myndbandi var eytt af síðu YouTube. Ég sé eiginlega eftir því að hafa ekki verið búinn að benda ykkur á þetta myndband, en það kemur ekki að sök, því hægt er að nálgast það á ný (í bili allavega).

Myndbandið setti hinn frábæri Greenman (Peter Sinclair) inn á Youtube, en það er sá sami og hefur gert Climate Denial Crock myndböndin sem ég birti hér annað slagið.

Menn eru í raun frekar hissa á þessu, því það er ekki eins og verið sé að brjóta á höfundarétti Watts, heldur eru viðhafðar efasemdir um gagnsemi rannsókna hans á veðurstöðvakerfi Bandaríkjanna. Hann hefur lengi haldið því fram að það sé ekki að hlýna, heldur séu gögn frá veðurstöðvum að sýna einhverskonar gervihlýnun vegna þess hve illa sé staðið að uppsetningu þeirra. Greenman fer í saumana á þessum rannsóknum Watts og reyndar tekst honum að afgreiða það þannig að í raun sé ekkert að marka þessar rannsóknir Watts. 

Það sem gerir þetta enn furðulegra er að Watts birtir endalaust á heimasíðu sinni efni sem eignað er öðrum, ágrip greina, myndir og fleira - og hann getur ekki heimilda í öllum tilfellum. Einnig að ekki megi efast um rannsóknir þess manns sem efast hvað mest um verk annarra - hlægilegt eiginlega.

En allavega, annar notandi af YouTube er búinn að stelast til að setja myndbandið inn aftur og ég myndi drífa mig að skoða það, áður en Watts lætur loka þessu myndbandi líka.

Aðrir bloggarar hafa skrifað um þetta mál, sjá t.d. Climate Crock of the Week: What's Up with Anthony Watts [take 2], The video that Anthony Watts does not want you to see: The Climate Denial “Crock of the Week” og Roger Pielke Sr speaks on Climate Crock: Laugh or cry?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftslag.is

Hér er bloggfærsla þar sem bent er á það sama og í þessari færslu: http://www.guardian.co.uk/environment/georgemonbiot/2009/jul/30/climate-change-deniers-monbiot

Loftslag.is, 30.7.2009 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband