Ráðstefna um bindingu koltvíoxíðs í bergi

Alþjóðleg ráðstefna um bindingu koltvíoxíðs í bergi

Hefst: 07/09/2009 - 08:00
Lýkur: 08/09/2009 - 18:00

Nánari staðsetning: Hellisheiðarvirkjun

Dagana 7.-8. september nk. verður haldin ráðstefna í Hellisheiðarvirkjun um um bindingu koltvíoxíðs í bergi. Er ráðstefnan hluti af svokölluðu CarbFix samvinnuverkefni Jarðvísindadeildar Háskóla Íslands, Orkuveitu Reykjavíkur, The Earth Institute í Columbia Háskóla og CNRS í Toulouse í Frakklandi.

Dagana á undan ráðstefnunni verða um 50 ungir vísindamenn frá Evrópu þjálfaðir í vatns- og gassýnatöku vítt og breytt um Hellisheiði og að ráðstefnu lokinni verður farið í fræðsluferð um Ísland. Tilraunir með niðurdælingu á koltvíoxíðs munu hefjast nú á haustdögum eftir tveggja ára undirbúning hér á landi.

Tilraunin verður gerð djúpt í bergi, svokölluðu basalti, á athafnasvæði Orkuveitunnar í Svínahrauni sunnan við gamla Suðurlandsveginn.

CarbFix verkefnið hefur það að markmiði að kanna möguleika þess að bindagróðurhúsalofttegundina CO2 frá virkjuninni í fast form sem karbónatsteind í basalti. Gasið verður þá steinrunnið, eins og tröllin í ævintýrunum.

Verkefnið kann að leiða í ljós að gerlegt sé að draga umtalsvert úr losun CO2 frá jarðvarmavirkjunum og öðrum uppsprettum koltvísýrings. Kolsýrðu vatni verður dælt undir þrýstingi niður á 500]800 m dýpi sem er einangraður frá efri grunnvatnslögum.

Kolsýrða vatnið er hvarfgjarnt og leysir málmjónir úr berginu sem bindast koltvíoxíðinu og mynda karbónatsteindir. Þetta ferli hefur átt sér stað á náttúrulegan hátt um aldir á jarðhitasvæðinu en með verkefninu er verið að hvetja þessi efnahvörf. Vísindamenn víða um heim fylgjast grannt með tilrauninni þar sem hún miðar að bindingu gróðurhúsalofttegundarinnar CO2 með varanlegri hætti en reynt hefur verið annars staðar.

Fjöldi fyrirlesara verður á ráðstefnunni.

Skráningu er lokið.

Nánar um CarbFix verkefnið

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er afar áhugavert

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.8.2009 kl. 09:49

2 Smámynd: Loftslag.is

Jamm, þetta gæti orðið hluti af lausninni fyrir okkur íslendinga allavega.

Loftslag.is, 28.8.2009 kl. 09:07

3 Smámynd: Páll Jónsson

Ég tek undir athugasemd Gunnars, spennandi að fylgjast með þessu.

Páll Jónsson, 29.8.2009 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband