Fyrirlestur Dr. Pachauri, formanns IPCC, laugardaginn 19. september

Dr. Rajendra K. Pachauri formaður Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) mun halda fyrirlestur í Hátíðasal Aðalbyggingar Háskóla Íslands laugardaginn 19. september klukkan 11:30. Fyrirlesturinn ber heitið "Can Science determine the Politics of Climate Change". Í upphafi fundarins flytur forseti Íslands stutt ávarp en Kristín Ingólfsdóttir rektor stýrir samkomunni.

Dr. Pachauri tók við Nóbelsverðlaunum fyrir hönd IPCC árið 2007,  þegar Al Gore fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna voru einnig veitt Nóbelsverðlaunin. Dr. Pachauri er jafnframt forstöðumaður vísinda- og tæknistofnunarinnar TERI í Delhi á Indlandi en hún fæst öðru fremur við rannsóknir á orkunýtingu og endurnýjanlegum orkugjöfum. Samningur hefur verið gerður milli Háskóla Íslands og TERI.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er öllum opinn.

Í leiðinni er rétt að minnast á það að á loftslag.is munum við halda utan um spennandi viðburði sem tengjast loftslagsbreytingum. Viðburðaskráin mun sjást á stikunni sem er hægra megin neðarlega, endilega kíkja, því það er margt spennandi í gangi á næstu vikum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Pachauri, Hitler og Lomborg

Það er rétt að vara tilvonandi gesti á fyrirlestri Pachauris við því að spyrja hann erfiðra spurninga.

Pachauri ásakaði hinn danska Björn Lomborg um að nota aðferðafræði Adolfs Hitler í Jótlandspóstinum árið 2004. Eina sem Lomborg hafði unnið sér til saka var að benda á ýmiss að önnur heimsvandamál þyrftu að skoðast fyrir utan hlýnun og rétt væri að núvirða framtíðarávinning þegar borið væri saman við tilkostnað núna við að andæfa gegn hlýnun.

Sjá nánar hér: http://jp.dk/indland/article370039.ece

Svo má velta því fyrir sér hversu marktækur Pachauri er um loftslagmál. Ekki er að sjá í Wikipedia að hann hafi menntun eða starfsreynslu sem tengist loftslagsrannsóknum. Sjá hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Rajendra_K._Pachauri

Finnur Hrafn Jónsson, 17.9.2009 kl. 14:02

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Var það þetta sem hann sagði?

"What is the difference between Lomborg's view of humanity and Hitler's? You cannot treat people like cattle.  You must respect the diversity of cultures on earth.  Lomborg thinks of people like numbers.  He thinks it would be cheaper just to evacuate people from the Maldives, rather than trying to prevent world sea levels from rising so that island groups like the Maldives or Tuvalu just disappear into the sea.  But where's the respect for people in that?  People have a right to live and die in the place where their forefathers have lived and died.  If you were to accept Lomborg's way of thinking, then maybe what Hitler did was the right thing."  

Það virðist nú hafa farið vel á með þeim köppum nú fyrr á árinu, svo þetta hefur varla rist djúpt - ef marka má myndir hér: http://blogs.livemint.com/blogs/labrats/archive/2009/07/04/pachauri-lomborg-and-molina-eco-politics-of-climate-change.aspx

---

Það er rétt, hann er ekki loftslagsfræðingur, en hann styðst við rannsóknir loftslagsfræðinga og því er hann marktækur.

Höskuldur Búi Jónsson, 17.9.2009 kl. 14:54

3 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Lomborg finnst væntanlega að hagsmunir 10 þús. Tuvalu íbúa og 300 þús Maldives íbúa vegi ekki þungt á móti hagsmunum 100+ miljóna Afríkubúa og margfalt fleiri Asíubúa.

Þar fyrir utan sýna mælingar ekki hækkun sjávarborðs við Tuvalu sbr. Mörner hérna: http://www.scopus.com/record/display.url?eid=2-s2.0-0346991656&view=basic&origin=inward&txGid=qbhGOgLnr4VtUkK6nVIliCu%3a2

Lomborg er reyndar ekki hefðbundinn efasemdarmaður að því leyti að hann er ekki mikið að efast um hlýnun af mannavöldum. Hans afstaða er sú að tilraunir til að minnka losun C02 kosti miklu meira en ávinningurinn, sérstaklega fyrir þróunarþjóðir. Þróunarþjóðirnar vanti peninga til að takast á við brýnni vandamál eins og hungur og fátækt.

Finnur Hrafn Jónsson, 17.9.2009 kl. 23:48

4 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Það er rétt hjá þér, Lomborg er óhefðbundinn í afneitun sinni - hann vill samt helst ekki draga úr losun á CO2 - frekar er hann með draumóra um að hægt sé að kæla jörðina á óhefðbundinn hátt (t.d. með því að smíða einhverskonar gufumyndandi skip). Hann gleymir þar með hinu vandamálinu sem er Súrnun sjávar - en til að koma í veg fyrir það verður að draga úr losun CO2.

Hæsti punktur á eyjunni Maldives er 2,3 m og hæsti punktur Tuvalu er 4,5 m og það þarf engan snilling til að sjá að hækkun sjávarstöðu hefur gríðarleg áhrif á líf eyjarskeggja. Það skal á það bent að talið er að 40 sentimetra hækkun sjávarstöðu muni setja á vergang um 10 milljónir manna við Bengalflóa.

Höskuldur Búi Jónsson, 18.9.2009 kl. 00:10

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það eru uppi efasemdir um það hvort leið Lomborg er sú lausn sem hann vill halda fram. Til að taka annan pól í hæðina, þá segir t.d. í Stern skýrslunni að það sé meiri ábati í því að taka strax á loftslagsvandanum heldur en að bíða. Reyndar hefur sú skýrsla eins og svo margt annað fengið gagnrýni, en hún, ásamt fleiri gögnum gefur ákveðna hugmynd um að það geti verið ódýrara að taka á vandanum heldur en að sitja með hendur í skauti.

Þróunarþjóðirnar hefur vantað peninga til uppbyggingar í langan tíma, ég get ekki séð að það breytist við það að þjóðir heims ákveði að taka enga ábyrgð á loftslagsvandanum með áframhaldandi aðgerðaleysi á þeim vígstöðvum. En sumar af þróunarþjóðunum eru einmitt þær þjóðir sem hugsanlega koma til með að eiga hvað erfiðast með að aðlagast breytingum vegna loftslagsbreytinga, þ.a.l. er hægt að færa fyrir því rök að best sé að gera eitthvað við vandanum strax og sá kostnaður geti náðst tilbaka á lengri tíma.

Það getur vel verið að ef við náum að halda okkur undir lægri mörkum hita aukningarinnar að allt verði í himna lagi (sé það reyndar ekki gerast án mótvægisaðgerða)...en hvað ef við nálgumst efri mörkin af þeim spám sem fyrir liggja, það kostar væntanlega mun meira en kostnaðurinn við mótvægisaðgerðir þær sem nú er rætt um, svo dæmi sé tekið. Við skulum því ekki bíða og vona hið besta, heldur hefja mótvægisaðgerðir eins fljótt og auðið er.

Sveinn Atli Gunnarsson, 18.9.2009 kl. 00:19

6 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Varðandi orðið "afneitun"

Skv. minni máltilfinningu þýðir þetta orð að einhver vilji ekki viðurkenna eitthvað sem flestir aðrir sjá að er rétt. T.d. áfengissjúklingur sem vill ekki viðurkenna að hann eigi við vandamál að stríða þó að hans nánustu sjái það augljóslega.

Lomborg er í raun frekar að fjalla um pólitískt viðfangsefni sem er hvort sé best að reyna að fyrirbyggja hlýnun eða takast á við hugsanlegar afleiðingar hlýnunar.

Sbr. þessa grein hér: http://www.loftslag.is/?page_id=1073
eru nálægt 40% almennings með efasemdir um hlýnun af mannavöldum. Varla geta þá 60% almennings leyft sér að kalla hin 40% afneitara?

Finnur Hrafn Jónsson, 18.9.2009 kl. 17:12

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er kannski hægt að hártogast um það hvort afneitun er rétta orðið á Lomborg. En það er þó ekki hægt að lesa út úr þessu að Höskuldur haldi að allir sem eru með efasemdir séu í einhverskonar afneitun, það er útúrsnúningur hjá þér Finnur.

En takk fyrir að sýna þessu svona mikinn áhuga að þú þau lesir síðuna í þaula

PS. hér er það sem orðabókin segir um afneitun: Afneitun KVK - það að afneita, höfnun -> sem leiðir okkur að orðinu afneita s. -> neita, hafna eða hafna, snúa baki við

- það er svo fólki í sjálfsvald sett hvort að þetta á við um Lomborg eða ekki...

Sveinn Atli Gunnarsson, 18.9.2009 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband