Loftslagslíkön duga skammt

nullÞað hefur stundum komið fram í umræðunni um loftslagsbreytingar að loftslagslíkön sýni of mikla hlýnun þegar rýnt er til framtíðar. Samkvæmt þessari rannsókn þá virðist sem það sé frekar í hina áttina - þ.e. að þau loftslagslíkön sem notuð séu í dag, nái ekki að skýra þá gríðarlegu hlýnun sem virðist hafa orðið fyrir rúmum 50 milljónum árum síðan. Það vekur vafa um hvort loftslaglíkönin séu þá að vanmeta þá hlýnum sem orðið getur.

Við fjöllum nánar um þessa frétt á heimasíðu loftslag.is, sjá Frétt: Pálmatré á norðurslóðum


mbl.is Pálmar á norðurhjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi Al Gore er fullur af skít...

Björn (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 08:55

2 identicon

Augljóslega eru loftslagslíkönin að vanmeta illilega þá hlýnun sem getur orðið af náttúrulegum völdum. Bæði þessar tölur frá rúmlega 53 milljónum ára og eins nýlegar rannsóknir frá lokum síðustu ísaldar (NordGrip) sýna að náttúrulegar sveiflur geta verið miklu meiri og hraðari en margir hafa viljað viðurkenna.

Gulli (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 09:54

3 Smámynd: Loftslag.is

Björn: Al Gore tók ekki þátt í þessari rannsókn.

Gulli: Eigum við ekki frekar að orða það þannig að ef eitthvað er til í þessari rannsókn, þá séu vísindamenn að vanmeta þau magnandi áhrif sem geta orðið vegna aukningar í CO2 og hitastigi. Á þessum tíma varð aukningin á CO2 af náttúrulegum völdum - nú er aukningin af völdum manna - en afleiðingarnar gætu orðið svipaðar, EF þessir vísindamenn hafa rétt fyrir sér (margt sem spilar inn í).

Loftslag.is, 27.10.2009 kl. 10:52

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

trú þín er byggð á sandi Loftslag.is

Fannar frá Rifi, 27.10.2009 kl. 11:30

5 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Fannar: Það er erfitt að rökræða við menn sem nota slík rök sem þú. Ef þú hefur eitthvað málefnalegt að segja, t.d. um mæligögn, rannsóknir eða annað - þá láttu okkur vita og við skulum glaðir fjalla um það á málefnalegan hátt og vísa í viðeigandi rannsóknir og gögn.

Höskuldur Búi Jónsson, 27.10.2009 kl. 12:23

6 identicon

Ef þú vilt leggja fréttamanninum orð í munn og gera honum upp skoðanir þá geturðu örugglega troðið CO2 inn í þetta. Fréttin minnist ekki einu einasta orði á CO2, einungis að allt bendi til að hafi verið talsvert mikið heitara hér á norðurhjara fyrir 53 milljónum ára en áður var talið. 

Gulli (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 12:29

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Tekið orðrétt úr frétt Reuters, sem við vitnum m.a. í á Loftslag.is:

"One possibility for the ancient spike in temperatures was an abrupt rise in carbon dioxide levels, to far beyond concentrations now."

Sveinn Atli Gunnarsson, 27.10.2009 kl. 12:42

8 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Á þessum tíma varð aukningin á CO2 af náttúrulegum völdum - nú er aukningin af völdum manna - en afleiðingarnar gætu orðið svipaðar.

Þetta stendur að framan frá ykkur sem standið að baki Loftslag.is.

Getið þið verið þekktir fyrir að láta annað eins bull frá ykkur fara.  Þið getið ekki sagt annað en að  aukning CO2 áður fyrr hafi verið af náttúrulegum völdum af því engar athafnir þeirra fáu sem voru jörðu hér gátu framkallað breytingar, en nú skal það sannað með illu eða góðu.

Aukning CO2 í andrúmslofti nú er nánast öll af náttúrulegum orsökum,  aðeins u.þ.b. 0,12 % af CO2 í andrúmslofti er af manna völdum.

Þar á svo sannarlega við að segja "oft veltir lítil þúfa þungu hlassi".

Ef þessi heimskulega ráðstefna í Kaupmannahöfn mundi samþykkja og koma í framkvæmd því að banna nagladekk alfarið í heiminum gerði hún eitthvað gagn, það mundi aðeins minnka sótið og rykmengunina.

En hún mun ekki verða annað en kjaftasamkoma sem gerir fólk ennþá ruglaðra.

En meðal annarra orða: hve mikil mengun fylgir öllum þeim flutningum í lofti, láði og legi og þeim mikla fjölda sem situr ráðstefnuna í Kaumannahöfn, það ættuð þið að reikna út!

Sigurður Grétar Guðmundsson, 31.10.2009 kl. 00:33

9 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Sigurður, aukning CO2 í andrúmsloftinu frá iðnbyltingunni er um 38% og sú aukning er af völdum manna. Sjá nánar eftirfarandi tengla sem vísa greinar á Loftslag.is:

Sveinn Atli Gunnarsson, 31.10.2009 kl. 00:53

10 identicon

Þið farið með rangt mál þegar þið segið að öll aukning á CO2 í andrúmslofti sé af völdum manna. Þið hljótið að vita að CO2 er í stöðugri hringrás í andrúmslofti, hafi, gróðri. Ég hef verið að benda á það undanfarið að hitaaukning á 20. öld er eitt,  aukning á CO2 annað. Það er mjög langur vegur frá því að það sé staðreynd að hitaaukning sé af völdum CO2, fleiri og fleiri vísindamenn hallast að því að aukning CO2 sé afleiðing af auknum hita, sem er þó enginn frá aldamótum heldur þvert á móti. Þá staðreynd er reynt að þegja í hel eins og flest sem frá efasemdamönnum kemur. Þetta er hjá ykkur engin vísindi, ég hafði trúá ykkur í byrjun en hef orðið fyrir miklum vonbrigðum. Hjá ykkur er þetta trú, annaðhvort ertu trúaður eða heiðinn, ekkert þar á milli.

Hafið þið hampað kenningum Henrik Sventsmark, ekki hef ég séð ykkur kynna þær.

Hafið þið hampað þeim merka vísindamanni Theodor Landscheidt (f. 1927/d. 2004). Þeir sem fjalla um loftslagsmál geta ekki gengið framhjá þessum tveimur vísindamönnum ef þeir vilja vera heiðarlegir.

Sigurður Grétar Guðmundsson (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 10:47

11 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Sigurður

Síðan Loftslag.is er ekki hugsuð til að hampa skoðunum sem ekki eru almennt viðurkenndar af vísindamönnum, en við skoðum sem flestar hliðar málsins. Loftslag.is skoðar vísindin á bakvið fræðin, málefnalega. Við munum hafa smá umfjöllun um kenningar Svensmark (færslan verður tilbúinn í kvöld), þér er velkomið að fylgjast með því.

Aukning CO2 í andrúmsloftinu er af völdum manna (hvort það er 95% eða 100% skiptir ekki mestu máli í því samhengi). Þetta sýna beinar mælingar. Auðvitað er svo stöðug hringrás CO2 í andrúmsloftinu, við getum séð það með því að skoða t.d. öndun og ljóstillífun (sem eru alþekkt fyrirbæri). Í eftirfarandi tengli, sem ég hafði einnig í síðustu athugasemd, er hægt að lesa nánar um aukningu CO2 af mannavöldum.:

PS. Mig langar einnig til að benda á að yfirstandandi áratugur er á góðri leið með að verða sá heitasti frá upphafi mælinga, sjá t.d. hér.

Sveinn Atli Gunnarsson, 31.10.2009 kl. 12:02

12 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ég vil bæta við það sem Sveinn segir - að aukning CO2 í andrúmsloftinu er ekki af náttúrulegum völdum: Sjá umfjöllun um mýtuna í eftirfarandi tengli:

Höskuldur Búi Jónsson, 31.10.2009 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband