Óvissan mikil

antarctic_dome_a_226Í nýjasta hefti Nature Geoscience sem er hliðarrit Nature, er bréf til tímaritsins um nýjar niðurstöður á úrvinnslu úr þyngdarmælingar með nýrri kynslóð gervitungla sem nefnist GRACE (Gravity Recovery and Climate Experiment). Hingað til hefur verið vitað að Vestur-Suðurskautið væri að missa massa hratt – en gögn hingað til hafa bent til þess að Austur-Suðurskautið væri tiltölulega stöðugt.

Þessar nýju rannsóknir benda til þess að Austur-Suðurskautið sé búið að vera að missa massa síðastliðin þrjú ár, en rétt er að benda á að óvissa er nokkuð mikil.  

Á loftslag.is er fjallað meira um þessa óvissu, en það er of snemmt að draga þær ályktanir að þessi massabreyting geti verið af völdum loftslagsbreytinga og þá er enn síður hægt að fullyrða að hún geti valdið 5 m hækkun sjávarstöðu eins og segir í fréttinni sem hér er tengt við.

Sjá meira á loftslag.is: Austur-Suðurskautið líka að missa massa?


mbl.is Suðurskautið bráðnar hraðar en áður var talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Að mörgu er að hyggja

ef þú ert að .....

trúa einhveju.....   http://www.visir.is/article/20091123/FRETTIR02/283219424/-1

Kristinn Pétursson, 23.11.2009 kl. 21:45

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Kristinn: Farðu nú að kanna aðeins betur bakgrunn þeirra gagna sem þú bendir á. Sjá færslu á loftslag.is á morgun um þessa kjánalegu frétt sem þú vísar í.

Höskuldur Búi Jónsson, 24.11.2009 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband