Hvers vegna er verið að ræða minni losun gróðurhúsalofttegunda?

loftslagJá, hvers vegna er það? Er um tískubólu að ræða eða hugsanlegt samsæri vísindamanna og stjórnmálamanna? Nei, þetta er alvöru mál, sem finna þarf lausn á. Þetta er alvarlegt, vegna þess að mælingar sýna fram á að hitastig fari hækkandi og lang flestir loftslagsvísindamenn telja að hægt sé að rekja þessa hækkun hitastigs til aukningar gróðurhúsalofttegunda. Þ.a.l. er verið að reyna að vinna að svokallaðri pólitískri lausn í Kaupmannahöfn í desember.

Það vill nú oft verða svo með pólítískar lausnir, að ekki er auðvelt að fá alla til að verða sammála. Í þessu tilviki spyrja sumar þjóðir sig t.d. hvort að þær eigi að taka þátt í svona samkomulagi, þar sem þær telja jafnvel að aðrar þjóðir hafi staðið að bak stórum hluta losunar gróðurhúsalofttegunda. Hvort hinar pólítísku lausnir eru einu framkvæmanlegu leiðirnar til að ná settu marki, er spurning sem við verðum að spyrja sjálf okkur? En ef þetta er ekki lausnin, hvar liggur hún þá?

En hvert er þá markmið svona ráðstefnu, eins og haldin verður í Kaupmannahöfn í desember? Jú markmiðið er einfaldlega að ná samkomulagi um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þannig að minni líkur séu á að hitastig fari 2°C yfir það hitastig sem var fyrir iðnvæðingu. Vísindamenn eru almennt sammála um að gróðurhúsalofttegundir hafi áhrif á hitastig, enda liggur fyrir mikið magn rannsókna og mælinga að baki. Hverjar afleiðingar hitastigshækkunar verða er erfitt um að segja, en við hljótum að vilja nýta þekkingu okkar, okkur til framdráttar og reyna að hafa jákvæð áhrif á framtíðina með gjörðum okkar. 


mbl.is Kínverjar og Bandaríkjamenn ætla að draga úr mengun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband