Kaupmannahafnaryfirlýsingin

Talað var um þrjá möguleika varðandi útkomu loftslagsráðstefnunnar, eins og kom fram í pistli gærdagsins, sem eru; 1) lögformlegur og skuldbindandi samningur, 2) pólitískt samkomulag og 3) lokayfirlýsing (sem yrði túlkuð sem misheppnuð útkoma). 

Helstu atriði Kaupmannahafnaryfirlýsingarinnar, sem er viljayfirlýsing þjóða eftir loftslagsráðstefnunna í Kaupmannahöfn eru eftirfarandi, lesa má nánar um þetta á Loftslag.is, Kaupmannahafnaryfirlýsingin.

Aðalatriðin úr Kaupmannahafnaryfirlýsingunni

Hérundir eru aðalatriðin úr Kaupmannahafnaryfirlýsingunni af loftslagsráðstefnunni, sem 26 lönd þar með talin ESB urðu sammála um á föstudag:

Markmið til lengri tíma:

Samkvæmt yfirlýsingunni á að skera niður í losun CO2 eins og þarf, með skírskotun í það sem vísindin leggja til. Markmiðið er að stöðva hnattræna hlýnun, svo hitastigshækkunin verði ekki meiri en 2°C  á þessari öld.

Fjármögnun til fátækari landa:

Í textanum að yfirlýsingunni segir að það eigi að vera “passandi, fyrirsjánleg og sjálfbær fjárhagslegur forði, tækni og afkastageta uppbyggingar”, sem á að hjálpa þróunarlöndunum í að aðlagast loftslagsbreytingunum. Iðnríkin hafa sett sér markmið um að leggja fram 100 miljarða dollara á ári frá 2020, sem eiga að koma til móts við að hjálpa þróðurnarlöndunum að aðlagast loftslagsbreytingunum. Í einni viðbót við yfirlýsinguna, er loforð um stuðning við þróunarlöndin til skamms tíma, 2010-2012, upp á 10,6 miljarða dollara frá ESB, 11 miljarðar dollara frá Japan og 3,6 miljarðar dollara frá BNA.

Minnkun losunar CO2:

Í textanum eru engin raunveruleg markmið, hvorki til meðallangs tíma (2020) eða til langstíma (2050) um losun CO2. En þar eru loforð ríkja um minnkun losunar reiknuð saman. Á ákveðnu skema getur hvert land fyrir sig, fyrir 1. febrúar 2010, gefið upp hvað þau ætla að gera í þeim efnum.

Staðfesting:

Eitt deiluefnanna í yfirlýsingunni, aðallega fyrir Kína, sem ekki vill alþjóðlegt eftirlit: Er orðað á þann veg, að stóru þróunarríkin eigi að gera upp CO2 losun sína og skýra SÞ frá útkomunni annað hvert ár. Þannig er gert ráð fyrir vísi að alþjóðlegu eftirliti til að uppfylla óskir Vestrænna þjóða um gagnsæi, og að auki að tryggja að “sjálfstjórn þjóða” verði virt.

Verndun skóga:

Í yfirlýsingunni er viðurkennd mikilvægi vegna losun CO2 sem kemur frá fellingu trjáa og eyðileggingu skóga. Það er orðað á þann veg að það skulli vera hvatning til að styðja skref í rétta átt með peningum frá iðnríkjunum.

Viðskipti með CO2 heimildir:

Þetta var nefnt, en engin smáatriði gefin upp. Það er orðað svo, að það skulli nýta fleiri möguleika, þar með talið möguleikann á að nota markaðskerfi til að draga úr losun CO2.

Eldri yfirlit og ítarefni:


mbl.is Rasmussen stoltur af framlagi Dana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband