Færsluflokkur: Dæmisaga
22.5.2009 | 19:12
Vatnslásinn.
Segjum að það vanti vatnslás í vask í baðherberginu þínu, þú getur ekki skrúfað fyrir vatnið þannig að yfirvofandi er mikið vatnstjón ef þú bregst ekki við, vatn flæðir á gólfið og það hefur myndast pollur í baðherberginu. Þú hefur í fórum þínum vatnslás sem þú veist að passar fullkomlega. Þú veist að það er ekki mikil skynsemi í því að vera með einhverjar efasemdir, allar vísbendingar benda til þess að hann passi (sjónrænt séð þá passar hann, mælistærðir eru allar réttar og meira að segja ertu með í höndunum leiðbeiningarit sem segir slíkt hið sama). Nokkrir aðrir vatnslásar eru í verkfærakassanum, en þú sérð að þeir passa hreint ekki.
Á sama tíma segir mágur þinn (sem er sjálfmenntaður sérfræðingur í pípulögnum) að það verði nú varla mikið vatnstjón - vatnsrennslið eigi nú varla sök á vatnspollinum í baðherberginu, því vatnspollurinn virðist standa í stað í baðherberginu á sama tíma og vatnsrennslið er stöðugt (pollurinn er jafnvel búinn að minnka) - á sama tíma er konan þín í einu horni baðherbergisins með ausu og eys vatni yfir í baðið, en útséð er að hún muni ekki hafa orku til að halda áfram mikið lengur og að hún yrði að taka sér pásu, svo ljóst er að pollurinn muni stækka.
Mágur þinn segði jafnframt að sjónmat þitt væri ekki rétt, mælingar vitlausar og að þetta leiðbeiningarit væri sett saman af sérfræðingum sem hefðu ekkert vit á lögnum (það hefði verið útbúinn af mönnum sem hefðu að vísu notið álits sérfræðinga í lögnum og tekið saman gögn frá þeim, en hefðu annars ekki mikið vit á lögnum).
Hvað myndirðu gera?
Myndir þú ekki skella vatnslásnum í og tengja? Væri þér ekki nákvæmlega sama þótt síðar kæmi í ljós að vatnslásinn væri ekki fullkomlega réttur, ef ljóst væri fyrirfram að hann væri langbesti vatnslásinn sem þú hefðir?
Líkingamál: Vatnsrennslið er kenningin um CO2 útblástur manna, mágur þinn er einn af þeim sem finna kenningunni um hlýnun jarðar af völdum CO2 allt til foráttu, konan þín er sólin og sjálf ausunin er minnkandi virkni sólar, vatnslásinn er minnkandi útblásturs CO2 og hinir vatnslásarnir aðrar kenningar, leiðbeiningaritið er skýrsla IPCC.
Dæmisaga | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)