Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Meðalhiti aprílmánaðar á heimsvísu

Meðalhiti s.l. aprílmánaðar á heimsvísu er skoðaður í nýrri færslu á loftslag.is, sjá Meðalhitastig á heimsvísu í aprílmánuði 2011. Þar eru sýnd gröf og myndir og einnig kemur fram að aprílmánuður í ár er sá 7. hlýjasti fyrir mánuðinn síðan mælingar hófust.

Nánar, Meðalhitastig á heimsvísu í aprílmánuði 2011.

Tengt efni á loftslag.is


Eldgos og loftslagsbreytingar

Þegar eldgosið í Eyjafjallajökli varð í fyrra þá skrifuðum við færslu á loftslag.is, en þar voru vangaveltur um áhrif eldgosins á loftslag, en ekki hafði það teljandi áhrif. Þar kemur m.a. eftirfarandi fram um það hvað gerir það að verkum að eldvirkni hafi áhrif á loftslag. Það er kannski ráð að rifja þessa færslu upp, þó það sé skrifað fyrir um ári síðan.

Oft er það þrennt sem nefnt er sem ráðandi um áhrif eldvirkni á loftslag:

  • Eðli eldgossins. Því öflugra eldgos og því meiri sprengivirkni sem er því meiri kólnun. Það er þá sérstaklega ef það er ísúr eða súr gosefni sem hafa mest áhrif - en þá getur sprengivirknin valdið því að hin fínu gosefni nái hærra upp í lofthjúpinn og þá frekar upp í heiðhvolfið, en þar hafa þau langmest áhrif.
  • Framleiðsla brennisteinsdíoxíðs: Magn þess skiptir miklu máli til kólnunar, en áhrif til kólnunar er mest vegna endurkasts sólarljóss af völdum þess.
  • Staðsetning: Eldgos á hærri breiddargráðum dreifa öskunni og brennisteinsdíoxíðinu ekki eins vel og eldgos staðsett á lægri breiddargráðum. Því þarf gosið að verða því meira til að það hafi áhrif. Við miðbauginn þá dreifast þessi gosefni um um mun stærra svæði vegna háloftavinda til suðurs og norðurs og því meiri endurgeislun sólarljóss.

[...]

Nánar á loftslag.is, Eldgos og loftslagsbreytingar

Tengt efni á loftslag.is

 


Stöðuvötn hitna

Undanfarin aldarfjórðung hafa stöðuvötn Jarðar hitnað í takt við hinar hnattrænu loftslagsbreytingar, samkvæmt rannsókn vísindamanna NASA.

Notuð voru gervihnattagögn og yfirborðshiti 167 stöðuvatna víðs vegar um heim mældur. Samkvæmt þessari rannsókn hafa vötnin verið að hitna um 0,45°C að meðaltali á áratug, en sum vötnin hafa verið að hitna um allt að 1,0°C á áratug. Hitaleitnin er hnattræn og mest er hækkunin á mið og hærri breiddargráðum norðurhvels Jarðar.

[...]

Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, Stöðuvötn hitna

engt efni á loftslag.is

 


Breytingar á ástandi sjávar við Ísland á undanförnum árum

Föstudaginn 8. apríl síðastliðinn flutti Héðinn Valdimarsson haffræðingur erindi sem nefndist Breytingar á ástandi sjávar við Ísland á undanförnum árum.

[...]

Erindið má nálgast á loftslag.is, Breytingar á ástandi sjávar við Ísland á undanförnum árum

Tengt efni á loftslag.is


Jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins bráðna hraðar

Samkvæmt nýlegum gögnum þá eru jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins að bráðna sífellt hraðar með hverju árinu.

Margt bendir til þess – samkvæmt greiningu á fjölbreyttum gögnum (Rignot o.fl. 2011) – að bráðnun frá jökulbreiðum heimsskautanna sé að taka við af fjallajöklum og hveljöklum sem stærsti þátturinn í sjávarstöðuhækkun úthafanna. Það er mun fyrr en loftslagslíkön hafa bent til.

[...]

Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, Jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins bráðna hraðar

Tengt efni á loftslag.is

 


Loftslagsrapp vísindamanna

Svona í tilefni tónlistarhelgar í nafni Júróvísíon, þá er kannski upplagt að slá á léttar nótur og hlusta á rapplag þar sem m.a. loftslagsvísindamenn frá Ástralíu koma fram. Ég þekki nú ekki alveg hvernig þetta lag kom til, en það má sjálfsagt prófa að nota þennan miðil ásamt öðrum til að koma skilaboðum áleiðis, væntanlega eru einhverjir því ósammála… En hvað um það sjón er sögu ríkari, en í byrjun kemur þessi texti á skjáinn:

In the media landscape there are climate change deniers and believers, but rarely are those speaking about climate change actual climate scientists…

Sem má útleggja eitthvað á þann veginn:

Í landslagi fjölmiðla eru þeir sem afneita loftslagsbreytingum og þeir sem trúa á þær, en sjaldnast eru þeir sem ræða um loftslagsbreytingar raunverulegir vísindamenn…

Fyrir þá sem eru viðkvæmir, þá má vara við því að þarna heyrast orð sem ekki allir bekenna sem verandi sómasamleg…

[...]

Myndbandið er tiltölulega stutt og má sjá á loftslag.is, ásamt textanum líka, Loftslagsrapp vísindamanna

Tengt efni á loftslag.is:

 


Hverjir verða mest varir við afleiðingar aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda

Eitt af því sem menn velta fyrir sér þegar rætt er um loftslagsbreytingar er, hvaða áhrif  þær muni hafa á samfélög manna? Nýlega birtist grein þar sem þessari spurningu var velt upp og reynt að áætla hvaða svæði jarðar eru viðkvæmust fyrir komandi loftslagsbreytingum (Samson o.fl. 2011).

[...]

Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, Hverjir verða mest varir við afleiðingar aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda

Tengt efni á loftslag.is

 


Sjóher Bandaríkjanna við hnattræna hlýnun

Sjóher Bandaríkjanna mun þurfa að takast á við breytta heimsmynd vegna hnattrænnar hlýnunar, samkvæmt nýlegri skýrslu.

[...]

Nánar má lesa um skýrsluna á loftslag.is, Sjóher Bandaríkjanna við hnattræna hlýnun

Tengt efni á loftslag.is


Mótsagnarkennt eðli röksemda “efasemdamanna” um hnattræna hlýnun

Það er eftirtektarvert að fylgjast með því hvernig rökfærslur þeirra sem kenna sjálfa sig við “efasemdir”, varðandi hlýnun jarðar af mannavöldum, breyta endalaust andmælunum og rökfærslum sínum. Ein afleiðing þess, er að þeir komast oft í mótsögn við sjálfa sig. Einn daginn er röksemdarfærslan sú að núverandi hlýnun sé vegna sólarinnar, næst að hlýnun sé vegna “náttúrulegra sveiflna”, þar næst að plánetan sé að kólna og daginn eftir koma svo kannski rök um að það sé svo mikil óvissa í hitastigsmælingum að við vitum hvort sem er ekki hvert hnattrænt hitastig er. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því mikla magni af mýtum sem hægt er að finna t.d. á loftslag.is.

[...]

Nánar er hægt að lesa um mótsagnir og rökleysur "efasemdamanna" á loftslag.is, Mótsagnarkennt eðli röksemda “efasemdamanna” um hnattræna hlýnun

Tengt efni á loftslag.is:


Þiðnandi sífreri mun auka á hnattræna hlýnun jarðar

Einn til tveir þriðji af sífrera jarðar gæti verið horfinn fyrir árið 2200 og þar með myndi losna töluvert magn kolefnis, CO2 út í andrúmsloftið, samkvæmt nýrri rannsókn gerð af stofnununum CIRES og NSIDC (Schaefer o.fl 2011).

[...]

Nánar má lesa um þetta á loftslag.is,  Þiðnandi sífreri mun auka á hnattræna hlýnun jarðar þar sem einnig má sjá stutt myndband um efnið.

 

Tengt efni á loftslag.is


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband