Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

Langvinnar sjávarstöðubreytingar vegna bruna jarðefnaeldsneytis

Ný rannsókn bendir til þess að bruni á öllum jarðefnaeldsneytisbirgðum jarðar myndi valda hækkun sjávarstöðu um allt að fimm metra og að sjávarstaða myndi haldi áfram að rísa í 500 ár eftir að bruna þeirra lýkur.

Loftslagsbreytingar, þar á meðal sjávarstöðubreytingar, eru yfirleitt settar í samhengi við næstu 100 ár. Nýleg grein sem birtist í tímaritinu Geophysical Research Letters skoðar hversu langvinnar núverandi 

Sjá nánar á loftslag.is Langvinnar sjávarstöðubreytingar vegna bruna jarðefnaeldsneytis

 - - -

 

Heimildir og ítarefni

Greinin birtist í Geophysical Research Letters og er eftir Williams o.fl. 2012 (ágrip):  How warming and steric sea level rise relate to cumulative carbon emissions.

Umfjöllun má lesa á heimasíðu NOC (National Oceanogaphy Centre): Long term sea level rise due to fossil fuels assessed

Tengt efni á loftslag.is

 


Loftslagsbreytingar og samsæriskenningar

Ný rannsókn sem gerð var við Háskólann í vestur Ástralíu sýnir ákveðin tengsl milli þess að afneita loftslagsvísindum og vilja til að samþykkja samsæriskenningar. Niðurstaða rannsóknarinnar byggir á spurningalistum sem birtur var á ýmsum bloggum milli ágúst og október 2010.

Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar þá var mikil fylgni á milli þess að aðhyllast fjölda samsæriskenninga og að afneita loftslagsvísindum. Að sama skapi virðist sú afneitun sýna töluverða fylgni hjá þeim sem aðhyllast markaðshyggju (e. free-market economics).

Þessi rannsókn styður að mörgu leiti fyrri rannsóknir sem tengt hafa samsæriskenningar við afneitun vísinda, en oft virðist fólk sem aðhyllist samsæriskenningar einmitt nota skort á sönnunargögnum – sem styður þeirra eigin sýn á raunveruleikanum -  sem rök fyrir því að samsæriskenningin sé sönn.

Heimildir og ítarefni

Lesa má niðurstöðu rannsóknarinnar hér: NASA faked the moon landing|Therefore (Climate) Science is a Hoax: An Anatomy of the Motivated Rejection of Science

Umfjöllun um rannsóknina má lesa á heimasíðu Desmogblog: Research Links Climate Science Denial To Conspiracy Theories, But Skeptics Smell A Conspiracy

Tengt efni á loftslag.is


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband