Svar viđ rangtúlkun

Ţar sem lokađ er á athugasemdir frá okkur ritsjórum á loftslag.is á "vísinda"bloggi Ágústar Bjarnasonar ţá finnst okkur rétt ađ rita stutta athugasemd viđ nýjustu rangtúlkun hans á ţróun sjávarstöđubreytinga. Ath, ţetta er ekki í fyrsta skipti sem Ágúst rangtúlkar skammtímasveiflur sjávarstöđubreytinga í baráttu sinni gegn loftslagsvísindunum. 

Ađ ţessu sinni hefur Ágúst rekist á skammtímaniđursveiflu í hćkkun sjávarstöđu sem átti hámark sitt á árunum 2010-2011. Eins og Ágúst myndi vita ef hann hefđi lesiđ fyrsta tengilinn sem hann vísar í (neđst á síđunni), ţá tengist sú niđursveifla óvenjukröftugum La Nina atburđi í Kyrrahafinu.

earth20110823-640

 

Óvenjulega mikil úrkoma hafđi ţá falliđ á land umhverfis Kyrrahafiđ sem útskýrir ţessa sveiflu. Ţessi skammtímaniđursveifla hefur enn áhrif á međaltal sjávarstöđubreytinga síđustu missera, eins og kemur fram á línuritunum sem hann birtir á sínu bloggi. Ţađ er ţó algjör rangtúlkun ađ ćtla ađ ţar međ dragi úr hćkkun sjávarstöđu - međ slíkri túlkun er einfaldlega veriđ ađ sérvelja gögn (e. Cherry Picking). 

S%C3%A9rvalin-kirsuber

Međ ţví ađ sérvelja kirsuberin á ţessu tré, vćri hćgt ađ halda ţví fram ađ á ţví vaxi ađallega blá ber. 

Ef ţess er gćtt ađ skođa gögn lengra aftur í tíman, ţá sést greinilega ađ hćkkun sjávarstöđu hefur aukist ásmegin eftir ţví sem nćr dregur nútímanum:

sea-level-tidal-satellite

 

Hvađ sem líđur skammtímasveiflum (sem alltaf verđa), ţá er ljóst ađ hćkkun sjávarstöđu heldur áfram af miklum ţrótti og ef miđađ er viđ fréttir af mikilli bráđnun jökla víđa um heim og hćkkun hitastigs ţá er ljóst ađ ekkert lát verđur á ţeirri hćkkun sjávarstöđu sem viđ sjáum og búist er viđ á nćstu áratugum og öldum.

 

 Sjá einnig á loftslag.is:

 Eru einhverjar sjávarstöđubreytingar í gangi?

 Spurt og svarađ um sjávarstöđubreytingar


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Magnússon

Margir hérna í guđs eigin landi Ameríku eru svo heppnir ađ ţurfa rkki ađ hugsa um mál eins og hitun jarđar og hćđ sjávar. Ţeir trúa á repúblikanaflokkinn, sem segir ađ allt tal um hitun jarđar sé slúđur  og áróđur ćsingamanna. Ţetta sparar fólki miklar hugsanir.

Geir Magnússon, 12.8.2012 kl. 20:26

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Satt. Mér skilst ađ republikanaflokkurinn í Norđur Karólínu sé ađ reyna ađ koma ţví í lög ađ viđ framtíđarskipulag viđ sjávarsíđuna ţá megi eingöngu taka tillit til sjávarstöđubreytinga eins og ţćr urđu á síđustu öld - ekki megi gera ráđ fyrir ađ sjávarstöđubreytingar muni sćkja í sig veđriđ. Gáfulegt...

Höskuldur Búi Jónsson, 12.8.2012 kl. 21:45

3 Smámynd: Brynjólfur Ţorvarđsson

Merkilegt međ ţennan pistil hjá Ágústi, hann er búinn ađ loka alfariđ fyrir athugasemdum ţótt pistillinn sé bara 3 daga gamall.

Ég kíkti á NASA, http://climate.nasa.gov/keyIndicators/#seaLevel, og ţar er línurit út frá gervihnattamćlingum, sýnir allt annađ en línuritin hjá Ágústi sem eru fengin frá einhverjum norskum prófessor sýnist mér? Hver er eiginlega munurinn á gögnum sem liggja ađ baki?

Brynjólfur Ţorvarđsson, 13.8.2012 kl. 06:50

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ţess má geta ađ ţađ er kannski ólíklegt ađ viđ munum sjá aukningu í hćkkun sjávarborđs á tiltölulega skömmu tímabili, eins og Ágúst virđist álykta ađ sé hćgt. Ţađ tekur einfaldlega tíma ađ sjá aukningu sem gćti veriđ í pípunum, fyrir utan ađ skammtímasveiflur eru ţađ miklar ađ erfitt er ađ greina aukningu nema međ lengri tímabili - eins og kemur fram í pistlinum hér ađ ofan. En viđ munum vćntanlega greina auknar sjávarstöđubreytingar innan 1-2 áratuga - miđađ viđ ţá hlýnun sem er orđin og mun koma til á nćstu áratugum.

En ţessi ađferđafrćđi "efasemdamanna" ađ sérvelja (cherry pick) gögn til ađ "sýna" fram á ađ ekkert sé ađ gerast eđa ađ ekki sé hćgt ađ svara ţví međ afgerandi hćtti ađ eitthvađ sé í gangi er alţekkt ađferđ. Ţeirra ađferđafrćđi virđist m.a. byggjast á eftirfarandi punktum (sjá nánar t.d. hér):

1. Samsćriskenningar

2. Sérvalin gögn (e. cherry-picking)

3. Fals sérfrćđingar

4. Ómögulegar eftirvćntingar (einnig ţekkt sem fćranleg markmiđ)

5. Almennar rökleysur

Sumir vilja einnig bćta viđ 6. liđnum, sem er endurtekning á rökum sem búiđ er ađ hrekja.

Ágúst virđist í pistil sínum hafa notast viđ 2, 3 og 6 - kannski líka 4 og 5.

Sveinn Atli Gunnarsson, 13.8.2012 kl. 08:26

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband