Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Hitabylgja í tveimur hlutum

Í nýrri færslu á loftslag.is eru 2 myndbönd með vini okkar Greenman3610 (Peter Sinclair) sem hann nefnir Hitabylgja hluti 1 og 2. Þarna kemur hann örlítið inn á hlut þeirra sem fullyrða, að því er virðist án mikilla heimilda, um kólnun á næstu árum og áratugum eða að nú þegar sé byrjað að kólna um allan heim. Hann ber þessar fullyrðingar saman við mælingar og staðreyndir dagsins varðandi hitastig í heiminum. Að venju er honum annt um heimildir og má nálgast þær helstu á heimasíðu hans,climatecrocks.com. 

Til að sjá myndböndin smellið á; Hitabylgja í tveimur hlutum  

Tengt efni á loftslag.is:

 


Hitabylgjur í Evrópu

Ný rannsókn bendir til þess að hitabylgjur í Evrópu muni reynast sérstaklega erfiðar þeim sem búa á láglendum dölum og í strandborgum við Miðjarðarhafið.

[...]

Rannsóknirnar benda til að við lok aldarinnar þá munu íbúar sumra þessara svæða upplifa allt að 40 óbærilega heita daga á hverju ári – samanborið við að meðaltali tvo daga á ári milli áranna 1961 og 1990.

[...] 

Nánar um þetta á loftslag.is; Hitabylgjur í Evrópu 

Tengt efni á loftslag.is

 


mbl.is Hitamet féll í Finnlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hitabylgjur gætu orðið algengari í framtíðinni

Óvenjulangar hitabylgjur og óvenjumikill hiti gæti orðið algengur í Bandaríkjunum á næstu 30 árum, samkvæmt nýrri rannsókn.

Við rannsóknina voru notaðar umfangsmiklar keyrslur á þriðja tug mismunandi loftslagslíkana, þar sem könnuð var sú sviðsmynd að losun CO2 í andrúmsloftinu myndi auka hnattrænt hitastig jarðar um 1°C frá 2010-2039 – sem þykir frekar líklegt samkvæmt IPCC. Höfundar greindu hitagögn fyrir Bandaríkin milli áranna 1951-1999. Markmið þeirra var að finna lengstu hitabylgjurnar og heitustu árstíðina fyrir seinni hluta tuttugustu aldarinnar. Þær greiningar voru keyrðar í loftslagslíkönum, meðal annars inn í RegCM3 sem er loftslagslíkan með mikilli upplausn og líkir eftir hitastigi frá degi til dags á litlu svæði (25×25 km).

Samkvæmt niðurstöðunni, þá munu hitabylgjur – svipaðar og þær lengstu á tímabilinu 1951-1999 – verða allt að fimm sinnum milli áranna 2020-2029 á hluta vesturstrandar og miðríkja Bandaríkjanna. Á milli 2030-2039 verða þær enn viðameiri og algengari.

Höfundar spá einnig mikilli aukningu í óvenjulegu árstíðabundnu hitastigi á áratugnum sem nú er hafinn, en hitastig sem jafnast á við heitustu árstíðina frá 1951-1999 gæti orðið allt að fjórum sinnum fram til ársins 2019 yfir stóran hluta Bandaríkjanna. Auk þess töldu höfundar líklegt að dagleg hitamet verði tvisvar sinnum algengari á fjórða áratug þessarar aldar en milli áranna 1980-1999.

Fyrir áratuginn 2030-2039, gæti stór hluti Bandaríkjanna orðið vitni að allavega fjórum árstíðum á áratug, sem verða jafn heit og heitasta árstíðin á tímabilinu 1951-1999. Í Utah, Colorado, Arizona og Nýju Mexíkó gætu mjög heitar árstíðir á áratug orðið allt að sjö.

Einn aðalhöfunda segir um niðurstöðuna: “Á næstu 30 árum, gætum við séð aukningu á tíðni hitabylgja líka þeirri sem gengur nú yfir Austurströnd Bandaríkjanna (byrjun júlí) eða líka þeirri sem reið yfir Evrópu árið 2003 og olli tugum þúsunda dauðsfalla. Hitabylgjur sem þær, valda einnig töluverðu álagi á ræktun korns, sojabauna, baðmullar og vínberja, sem getur valdið uppskerubrest.” Við þetta bætist að líklegt er talið að breytingar í úrkomu og raka jarðvegs eigi eftir að versna til muna þegar líður á öldina og muni það magna upp afleiðingar hitabylgjanna – þ.e. að meira verði um þurrka og skógarelda í náinni framtíð.

Miðað við fyrrnefnda sviðsmynd, yrði hnattrænn hiti eftir 30 ár um 2°C heitari en fyrir iðnbyltinguna. Margir hafa talið það ásættanlegt markmið til að komast hjá verstu afleiðingum hlýnunar Jarðar (sjá Tveggja gráðu markið). Samkvæmt þessari rannsókn þá munu svæði í Arizona, Uta, Colorado og Nýju Mexíko verða fyrir allavega 7 hitabylgjum á tímabilinu 2030-2039 - hitabylgjum jafn heitum og þær verstu frá árinu 1951-1999. Þar með telja höfundar að mörg svæði Bandaríkjanna muni verða fyrir alvarlegum afleiðingum hlýnunar Jarðar, þrátt fyrir að tveggja gráðu markið myndi nást.

Heimildir og ítarefni

Unnið upp úr frétt af heimasíðu Stanford háskólans: Heat waves and extremely high temperatures could be commonplace in the U.S. by 2039, Stanford study finds

Greinin er óbirt: Diffenbaugh, N.S. and Ashfaq, M., Intensification of hot extremes in the United States, Geophysical Research Letters, doi:10.1029/2010GL043888, in press.

Tengdar færslur á loftslag.is:


mbl.is Hitamet féll í Moskvu í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfl sem hafa áhrif á hitastig Jarðar

Við höfum birt stutt myndband á loftslag.is um þau öfl sem eru að baki hitastigi Jarðar. Hvaða öfl “ýta” hitastiginu upp á við og hvaða öfl “ýta” hitastiginu niður á við, ef svo má að orði komast. Ein af þeim sem stendur á bak við þetta myndband heldur úti fróðlegu bloggi, Climatesight.org. Af YouTube-síðu myndbandsins má lesa eftirfarandi lýsingu á myndbandinu:

Þegar litið er á graf af hitastigi Jarðar, þá sjáum við að það er allt annað en stöðugt. Hnattræn hlýnun, vegna losunar mannanna af m.a. koldíoxíði, er álitið hækka hitastig plánetunnar….af hverju lítur grafið þá svona út:

Myndbandið má sjá á loftslag.is; Öfl sem hafa áhrif á hitastig Jarðar

 

Tengt efni á loftslag.is:


Áhrif CO2 uppgötvað

Lausnin að gátunni, um hvort aukning CO2 í andrúmsloftinu myndi valda hækkun hitastigs, er gömul, auk þess sem það var ekki þrautalaust að finna hana. Hér fyrir neðan er farið nánar í gegnum söguna af frumkvöðlum þeim sem uppgötvuðu áhrif CO2.

Árið 1861 gaf  John Tyndall út niðurstöður á tilraunum sem hann gerði á rannsóknastofu sinni, þar sem hann sýndi fram á að ákveðnar gastegundir gætu dregið í sig varmageislun. Koldíoxíð (CO2) er ein þeirra gastegunda. Á þeim grunni komst Tyndall að þeirri niðurstöðu að við breytingu á styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu yrði breyting í hitastigi (Tyndall 1861).

Svante Arrhenius kom fram með kenningu um áhrif gróðurhúsalofttegunda á loftslag jarðar, árið 1896. Útreikningar hans bentu til að aukning á styrk CO2 myndi hafa sterk áhrif á hitastig jarðar (Arrhenius 1896). 

John Tyndall (1820-1893), Svante Arrhenius (1859-1927), Knut Ångström (1857-1910) og Charles Greeley Abbot (1872-1973).

Árið 1900 sýndi Knut Ångström fram á það, með tilraunum í rannsóknastofu (Ångström 1900) að breyting í styrk CO2 myndi í raun ekki hafa ýkja mikil áhrif á hitastig, þrátt fyrir allt. Útreikningar hans bentu til að aukning á styrk CO2 myndi hafa lítil áhrif á magn geislunar sem færi í gegnum lofttegundina og það virtist sem gleypnisvið CO2 og vatnsgufu myndu skarast...

Ekki voru þó öll kurl komin til grafar, eins og lesa má í heild á loftslag.is, sjá Áhrif CO2 uppgötvað en færslan er einnig orðin föst síða á loftslag.is:

Sagan
 - Áhrif CO2 uppgötvað
Orsakir fyrri loftslagsbreytinga
Grunnatriði kenningarinnar
 - Mælingar staðfesta kenninguna
Loftslag framtíðar


COP16 í Mexíkó

Næsta loftslagsráðstefna verður eins og sagt er í frétt mbl.is í Mexíkó (COP16). Það er væntanlega ágætt að stilla væntingum í hóf, þar sem of miklar væntingar geta haft áhrif á útkomuna, eins og hugsanlega gerðist í Kaupmannahöfn (COP15). Helstu niðurstöður COP15 eru gerðar upp á loftslag.is í Kaupmannahafnaryfirlýsingunni, þar sem eftirfarandi kemur m.a. fram:

Í textanum að yfirlýsingunni segir að það eigi að vera “passandi, fyrirsjánleg og sjálfbær fjárhagslegur forði, tækni og afkastageta uppbyggingar”, sem á að hjálpa þróunarlöndunum í að aðlagast loftslagsbreytingunum. Iðnríkin hafa sett sér markmið um að leggja fram 100 miljarða dollara á ári frá 2020, sem eiga að koma til móts við að hjálpa þróðurnarlöndunum að aðlagast loftslagsbreytingunum. Í einni viðbót við yfirlýsinguna, er loforð um stuðning við þróunarlöndin til skamms tíma, 2010-2012, upp á 10,6 miljarða dollara frá ESB, 11 miljarðar dollara frá Japan og 3,6 miljarðar dollara frá BNA.

Það fer ekki mörgum sögum af efndum og þ.a.l. er það kannski rétt mat að setja sér ekki of miklar væntingar á COP16 í Mexíkó. 

Tengt efni á loftslag.is - um COP15:

 


mbl.is Svartsýni í loftslagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áskoranir rafbílavæðingar

Á næstu árum munu, ef áform ganga eftir, rafmagnsbílar (og einnig bílar með aðra orkugjafa) hefja innreið sína á bílamarkaðinn. Það er þó ýmislegt sem þarf að huga að í því sambandi. Það má kannski komast þannig að orði, að það þurfi að verða breyting á hugarfari varðandi notkun og áfyllingu orku á bílana.

En hvaða áskoranir bíða notenda?

Þurfum við að læra eitthvað nýtt?

Í færslu á loftslag.is er komið örlítið inn á þetta, sjá; Rafmagnsbílar 

Tengt efni á loftslag.is:

 


mbl.is Voltinn kostar frá 5 milljónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lax og silungur við loftslagsbreytingar

Á loftslag.is skrifuðum við fyrir stuttu frétt þar sem farið var yfir rannsókn á áhrifum loftslagsbreytinga á laxa og silung, sjá Lax og silingur við loftslagsbreytingar.

salmon_trout-300x207Lax og silung hefur á undanförnum áratugum fækkað – og á sumum svæðum töluvert.

Mengun, rýrnun búsvæða og ofveiði hafa hingað til verið taldir helstu sökudólgarnir, en nýjar vísbendingar benda til þess að loftslagsbreytingar geti verið helsti þátturinn og að þær ógni báðum tegundunum.

Vísindamennirnir rönnsökuðu stofn ungra laxa og silungs í ánni Wye í Wales, sem er ein af bestu stangveiðiám Bretlandseyja. Þeir fundu út að á milli áranna 1985 og 2004, þá fækkaði lax um 50% og silung um 67% – þrátt fyrir að áin sjálf yrði hreinni á þeim tíma.

Harðast urðu fiskarnir úti eftir heit og þur sumur, líkt og árin 1990, 2000 og 2003. Niðurstaðan bendir til þess að heitara vatn og lægri vatnsstaða hafi hvað mest áhrif á báðar tegundirnar. Þar sem kalt vatn er kjörsvæði laxa og silungs, þá gæti áframhaldandi hlýnun skapað enn meiri vanda fyrir þessar tegundir.

Vísindamennirnir notuðu gögn um stofnstærðir fiskanna, sem breska Umhverfisstofununin (British Environment Agency) hafði safnað á yfir 50 stöðum í ánni Wye. Hitastig vatnsins jókst á þessu tímabili um 0,5-0,7°C yfir sumartíman og 0,7-1,0°C yfir vetrartíman – en hitinn um vetrartíman ásamt minna rennsli í ánni hafði mest áhrif. Vitað er að vatnshiti hefur áhrif á vöxt og hversu viðkvæmur fiskurinn er gagnvart sjúkdómum – en minna rennsli í ám hindrar að hann komist á kaldari búsvæði.

Samanburður á laxi og silung eykur gildi þessarar rannsóknar, þar sem silungur – ólíkt laxinum – dvelst ekki í sjó. Því eru það eingöngu aðstæður í ánni sem hafa áhrif á hann.

Heimildir og ítarefni

Greinin sjálf birtist í Global Change Biology og er eftir Clews o.fl. 2010:  Juvenile salmonid populations in a temperate river system track synoptic trends in climate

Unnið upp úr frétt af Science Daily: Climate Threatens Trout and Salmon

Tengdar færslur á loftslag.is


mbl.is Laxar drepast vegna súrefnisskorts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vindorka er ekki ný af nálinni

Að það sé orka í vindinum er ekki ný uppgötvun, maðurinn hefur verið að nota hana í þúsundir ára. Það sem fólk veit þó almennt ekki, er hversu mikið hefur verið að gerast undanfarin 100 ár í rannsóknum á henni.

Okkur langar að benda á 2 myndbönd um vindorku á loftslag.is:

 

 


mbl.is Smíða risavindorkumyllur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hitinn eykst og metin með

Á komandi áratugum mun hitastig halda áfram að aukast, eins og flestir virðast vera búnir að átta sig á. En hverjar verða afleiðingarnar af hnattrænni hitastigshækkun upp á 4°C, sjá færslu af loftslag.is Gagnvirk kortaþekja fyrir Google Earth:

Við höfum áður fjallað um gagnvirkt kort frá Met Office, þar sem farið er yfir hugsanlegar afleiðingar þess ef hnattrænn hiti jarðar fer yfir 4°C, eins og sumar spár benda til að geti gerst á þessari öld.

Nú er hægt að skoða þetta gagnvirka kort í forritinu Google Earth (sem margir eru með í sínum tölvum) og búið að bæta við myndbönd sem hægt er að skoða í gegnum forritið með því að smella á tákn á kortinu. Myndböndin eru viðtöl við sérfræðinga þar sem þeir ræða afleiðingar þær sem 4°C hækkun getur mögulega haft.

Fleira er hægt að skoða með þessari kortaþekju og mælum við með að fólk kynni sér það nánar.

Hér er hægt að niðurhala kortaþekjunni(kml), nauðsynlegt er að hafa Google Earth í tölvunni til að skoða (Hægt er að hala niður Google Earth hér)

Ítarefni

Umfjöllun um fyrrnefnt gagnvirkt kort

Fyrir tíma loftslag.is birtum við á loftslagsblogginu upplýsingar um aðra viðbót fyrir Google Earth, til að skoða sjávarstöðubreytingar – sjá Sjávarstöðubreytingar

Þeir sem vilja eingöngu skoða myndböndin geta gert það á Youtube – MetOffice

Tengt efni af loftslag.is


mbl.is Hitamet féll í Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband