Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

500

Tímamótafærsla - 500. færslan á loftslag.is frá formlegri opnun vefsíðunnar, þann 19. september 2009. Þetta er orðið alls kyns fróðleikur og efni um loftslagsvísindi og tengd mál, allt frá mýtum til gegnheilla gagna og mælinga vísindamanna.

[...] 

Sjá nánar á loftslag.is, þar sem allir gestapistlarnir 21, sem birtst hafa á loftslag.is í gegnum tíðina eru m.a. listaðir upp, 500.

Athugasemdir eru velkomnar á loftslag.is. 


BBC Horicon - árás á vísindin

Nýlega var áhugaverður sjónvarpsþáttur á BBC, Horizon – þar sem Sir Paul Nurse skoðar hvort eitthvað sé til í því að vísindin séu að verða fyrir árás og hvers vegna almenningur virðist ekki treysta vísindamönnum í ákveðnum málaflokkum og þá sérstaklega hvað varðar hnattræna hlýnun af mannavöldum.

Paul Nurse er forseti Konunglegu Vísindaakademíunnar og Nóbelsverðlaunahafi. Hann ræðir við vísindamenn og “efasemdamenn” víðsvegar um heim – auk þess sem hann ræðir við Tony sem er í afneitun um að HIV sé orsökin fyrir AIDS.

Hægt er að skoða myndbandið á loftslag.is, sjá BBC Horizon - árás á vísindin


Náttúrulegur breytileiki og horfur fyrir árið 2011

Um svipað leiti í fyrra þá setti undirritaður niður á blað vangaveltur um hitahorfur fyrir árið 2010. Þetta voru vangaveltur út frá því hvernig hitastig yrði miðað við áframhaldandi hlýnun jarðar af mannavöldum og reynt að meta hvaða áhrif mismunandi náttúrulegur breytileiki í loftslagi myndi hafa fyrir það ár. Þar voru settar á blað þessar pælingar:

Eins og sést ef skoðaðar eru helstu náttúrulegar sveiflur og spár um þær, þá bendir margt til þess að árið 2010 verði heitara en árið 2009 og jafnvel talið líklegt að það geti orðið heitasta árið frá því mælingar hófust. Ástæðan fyrir því er þá helst talin vera áframhaldandi hlýnun vegna gróðurhúsaáhrifa og líkur á áframhaldandi meðalsterkum El Nino – ef aftur á móti það verða snöggar breytingar í El Nino og nægilega mikil eldvirkni til að valda kólnun, þá eru minni líkur á því að árið 2010 verði það heitasta frá upphafi mælinga.

Það hefur síðan komið í ljós að árið 2010 varð heitara en 2009 og heitast eða jafnheitasta árið frá upphafi mælinga – fer eftir hitaröð (sjá t.d. Árið 2010 hlýjast samkvæmt NASA-GISS og Árið 2010, heitt og öfgafullt).

Sjá nánar á heimasíðu loftslag.is - Náttúrulegur breytileiki og horfur fyrir árið 2011 en þar er reynt að spá fyrir um hnattrænt hitastig ársins 2011 - allt í gamni gert og athugasemdir velkomnar á loftslag.is.


Styrkur CO2 var hærri til forna

Röksemdir efasemdamanna…

Sönnun þess að CO2 hafi lítil áhrif við loftslagsbreytingar má finna á fyrri tímabilum jarðsögunnar, t.d. á Ordovisíum/Silúr og Júra/Krít. Á þeim tíma var styrkur CO2 allt að tíu sinnum meiri en hann er nú – en samt urðu ísaldir.

Það sem vísindin segja…

Þegar styrkur CO2 var þetta hár á fyrri tímabilum jarðsögunnar, þá var styrkur sólar einnig minni. Sameiginleg áhrif sólar og CO2 sýna góða samsvörun við loftslagsbreytingar.

Í gegnum sögu jarðar hafa komið tímabil þar sem styrkur CO2 var mun hærri en styrkur þess er í dag. Það vekur því furðu að á sumum þessara tímabila uxu jöklar með töluverða útbreiðslu. Er það í mótsögn við títtnefnd áhrif CO2 til hlýnunar? Nei, af einfaldri ástæðu. CO2 er ekki eini þátturinn sem hefur áhrif á loftslagsbreytingar. Til að skilja fyrri loftslagsbreytingar verðum að að taka með í dæmið aðra þætti sem hafa áhrif á loftslag. Ein rannsókn sem miðaði að því að skoða þetta, tók saman þekkingu manna á þeim gögnum sem til eru um styrk CO2 í andrúmsloftinu síðastliðin 540 milljón ár (Royer 2006). Það tímabil er kallað Phanerozoic – eða öld hins sýnilega lífs.


Mynd 1: Styrkur CO2 í andrúmsloftinu síðustu 540 milljón ár (
Phanerozoic). Brotalínan sýnir spár GEOCARB líkansins – með grárri skyggingu fyrir óvissumörk.Heil lína sýnir einfaldaða mynd samkvæmt proxí gögnum (Royer 2006).

Styrkur CO2 í andrúmsloftinu hefur verið gríðarlega hár á fyrri hluta Phanerozoic, að öllum líkindum hefur hann farið yfir 5000 ppm. Hinsvegar var útgeislun sólar einnig stöðugt minni því lengra aftur sem við förum...

[...]

Nánar á loftslag.is, þar sem einnig er listi yfir ítarefni ásamt fleiri gröfum og myndum, Styrkur CO2 var hærri til forna


Spurt og svarað um sjávarstöðubreytingar

Sjávarstöðubreytingar eru með verri afleiðingum loftslagsbreytinga og þó að óvissan sé nokkur um hvaða afleiðingar verða af þeim – hvar og hversu miklar, þá þykir nokkuð ljóst að þær munu hafa slæm áhrif víða. Talið er að þær muni hafa hvað verstar afleiðingar á þéttbýlustu svæðum heims og þar sem nú þegar eru vandamál af völdum landsigs vegna landnotkunar og þar sem grunnvatn er víða að eyðileggjast vegna saltsblöndunar frá sjó. Einnig verða ýmis strandsvæði í aukinni hættu af völdum sjávarstöðubreytinga vegna sterkari fellibylja framtíðar.

Hvernig eru sjávarstöðubreytingar mældar?

GRACE gervihnötturinn

Sjávarstöðubreytingar eru mældar á ýmsan hátt, sem síðan er samræmt til að gefa sem besta mynd. Til eru hundruðir sírita sem mæla flóð og fjöru og tengdir eru GPS mælum sem mæla lóðréttar hreyfingar landsins (landris og landsig). Einnig eru radarmælingar frá fjölmörgum gervihnöttum sem gefa upplýsingar um breytingar á sjávarstöðu yfir allan hnöttinn. Mælitæki sem mæla hitastig og loftþrýsting, ásamt upplýsingum um seltu sjávar eru einnig gífurlega mikilvæg til að kvarða gögnin, auk nýjustu og nákvæmustu gagnanna sem nú koma frá þyngdarmælingum gervihnattarins GRACE – en hann gefur nákvæmar upplýsingar um breytingu á massa, lands og sjávar.

Yfirlitsgrein eftir Merrifield o.fl. 2009 um GLOSS (Global Sea Level Observing System) gefur nokkuð góða mynd um það hversu margar og fjölbreyttar stofnanir og einstaklingar vinna að því að kortleggja sjávarstöðubreytingar. Þessar rannsóknir eru óháðar hvorri annarri og staðfesta hverja aðra.

Rís sjávarstaða jafnt og þétt yfir allan heim?

Þegar maður heyrir tölur um sjávarstöðubreytingar, þá er yfirleitt verið að tala um hnattrænt meðaltal...

[...] 

Enn nánar á loftslag.is, þar sem m.a. er reynt að fara yfir sjávarstöðu til forna, helstu ástæður núverandi sjávarstöðubreytinga, hugsanlegri framtíð og fleiru, ásamt ýmsum myndum og gröfum; Spurt og svarað um sjávarstöðubreytingar  


Árið 2010, heitt og öfgafullt

Þessa dagana eru gögn að koma í hús með yfirliti yfir hitatölur ársins 201o og nú er komið að Bresku Veðurstofunni (Met Office) í samvinnu við háskólann í East Anglia.

Samkvæmt þeirra greiningum þá er 2010 annað heitasta ár frá upphafi mælinga, en meðalhiti ársins hnattrænt séð var 14,50°C. Samkvæmt þeim er árið 1998 enn heitasta árið, þótt litlu muni á fyrsta og öðru sætinu.  Samkvæmt hinum tveimur stóru hitaröðunum (NOAA og GISS)  er árið 2010 það heitasta eða jafnt í efsta sæti yfir heitustu árin – munurinn liggur eflaust í úrvinnslumun, en þessar stofnanir vinna mismunandi úr gögnum þar sem mælistöðvar eru mikið dreifðar eins og á Norðurskautinu.

Hitastig ársins 2010 sveiflaðist mikið og réð þar nokkru að í byrjun árs var El Nino – sem hefur hlýnandi áhrif, en ekki síður La Nina í lok árs (og byrjun þessa árs), sterkasta La Nina í 30 ár,  sem hefur haft kólnandi áhrif.  Áratugurinn 2001-2010 er heitasti áratugurinn frá upphafi mælinga og um 0,2°C heitari en áratugurinn þar á undan.

En 2010 var einnig ár öfga í veðri. Yfir sumartíman á Norðurhveli urðu skelfilegir atburðir eins og rússneska hitabylgjan og flóðin í Pakistan og Kína. Í lok árs tók síðan við óvenjukalt og snjóþungur vetur, sérstaklega í Norður Evrópu. Á sama tíma urðu mikil flóð í Ástralíu. Flest svæði heims voru yfir meðaltali í hitastigi yfir árið, þótt staðbundið hafi komið óvenjukaldir mánuðir, eins og t.d. í Evrópu og Asíu í desember:

Topp tíu listi yfir ár samkvæmt hitaröðunum þremur:

HadCRUT3NOAA NCDCNASA GISSYearAnomaly *YearAnomaly *YearAnomaly *
119980.5220100.5220100.56
220100.5020050.5220050.55
320050.4719980.5020070.51
420030.4620030.4920090.50
520020.4620020.4820020.49
620090.4420060.4619980.49
720040.4320090.4620060.48
820060.4320070.4520030.48
920070.4020040.4520040.41
1020010.4020010.4220010.40

Heimildir og ítarefni

Umfjöllun bresku Veðurstofunnar um árið 2010 má lesa hér: 2010 – a near record year

Tengt efni á loftslag.is


mbl.is 2010 heitasta ár sem mælst hefur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hitahorfur fyrir árið 2010 – upprifjun

Á loftslag.is er endurbirting færslu frá því fyrir ári síðan (18. janúar 2010), þar sem farið var yfir hitahorfur ársins sem var framundan þá og skoðaðir þeir þættir sem talið var að myndu hafa áhrif á hitastigsþróun ársins 2010. Það má segja að þessar vangaveltur hafi gengið merkilega vel eftir, þar sem hitastig ársins 2010 endaði sem eitt það heitasta síðan mælingar hófust, sjá t.d. Árið 2010 hlýjast samkvæmt NASA-GISS.

En gjörið svo vel, fróðleg upprifjun, Hitahorfur fyrir árið 2010 – upprifjun

Tengdar færslur á loftslag.is:

 


Gagnrýnin hugsun og rangfærðar hugmyndir

Á loftslag.is má sjá tvö fróðleg myndbönd um nálgun við vísindi og gagnrýna hugsun. Efnið tengist ekki loftslagsvísindum beint, en fróðleg nálgun við vísindi almennt, bæði “með og á móti”.

Sjá myndböndin á loftslag.is:  Gagnrýnin hugsun og rangfærðar hugmyndir

Bæði myndböndin eru úr smiðju YouTube notandans QualiaSoup.

Tengt efni á loftslag.is:


Áhrif olíuleka á hafstrauma og endalok snjókomu…eða hvað!

Enn eitt fróðlegt myndband frá Potholer54. Núna tekur hann fyrir tvær staðhæfingar sem hafa heyrst í umræðunni. Þetta eru staðhæfingarnar um; 1) að olíulekin í Mexíkóflóa muni breyta hafstraumum og svo fullyrðingunni; 2) að kaldir vetur og snjór eigi að heyra fortíðinni til vegna hlýnunar Jarðar… Er þetta eitthvað sem rannsóknir vísindamanna styðja og/eða kemur þetta fram í rituðum heimildum vísindamanna..?

Jæja, sjón er sögu ríkari, myndbandið má sjá á loftslag.is, Áhrif olíuleka á hafstrauma og endalok snjókomu…eða hvað!

Tengt efni á loftslag.is:

 


Eru jöklar að hopa eða stækka?

Röksemdir efasemdamanna…

Stundum heyrist að jöklar séu að stækka (í framrás) víða um heim. Sums staðar í Himalaja fjöllunum séu jöklar að stækka og svipaða sögu megi segja af nokkrum jöklum í Alaska og Noregi.

Það sem vísindin segja…

Þótt einstök tilfelli heyrist af stækkandi jöklum þá er leitnin yfirgnæfandi í átt til hops (minnkunar) jökla, hnattrænt séð. Í raun þá eykst hraði bráðnunar sífellt og hefur gert það frá miðjum áttunda áratugarins.

Jöklar bregðast beint og nokkuð fljótt við breytingum í loftslagi. Þegar hitastig eykst, þá eykst sumarbráðnun. Hins vegar þá eykst að sama skapi nýmyndun íss yfir vetrartíman vegna meiri úrkomu (í formi snjókomu). Hitastig hefur þó ráðandi rullu enda er sterk fylgni milli lofthita og massajafnvægis jökla (Greene 2005). Oftast er það svo að þegar hiti eykst þá hörfa jöklar.

[...] 

Nánari lesning ásamt myndum, gröfum og heimildum á loftslag.is, Eru jöklar að hopa eða stækka? 

Tengt efni á loftslag.is

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband