Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Hnattræn hlýnun eða loftslagsbreytingar?

Í nýju myndbandi á loftslag.is, tekur Greenman3610 (Peter Sinclair) fyrir skilgreiningarnar hnattræna hlýnun og loftslagsbreytingar. Hvers vegna er stundum talað um loftslagsbreytingar og stundum um hnattræna hlýnun. Sumir “efasemdarmenn” hafa valið að misskilja þetta á einhvern hátt og telja jafnvel að það sé eitthvað samsæri í gangi… Jæja, en hvað um það, lýsing höfundar á myndbandinu er eftirfarandi – varúð þarna er talað um afneitun…

Það að nota orðið “loftslagsbreytingar” í staðin fyrir hnattræna hlýnun – er það einhver útsmogin, orvelsk afbökun á tungumálinu, einskonar sálfræðilegur orðaleikur til að ná taki á hugsunum fólks, og sem er búið til af sálfræðilegum loddurum hins Nýja Alheimsskipulags.

Loftslagsafneitarar gera sér ljóst að aðeins þeir geta séð í gegnum hin illu plön hugsanalögreglu heimsins.
Hvaða dularfulla og leynilega samsæri liggur að baki þessa tröllvaxna hugsanaspils?

Já, já, hann er ekkert að skafa utan af kaldhæðninni, það er hægt að skera út ísstyttur í þessi orð hans, en myndbandið má allavega sjá á loftslag.is, fyrir þá sem þora: Hnattræn hlýnun eða loftslagsbreytingar?

Tengt efni á loftslag.is – Greenman3610 myndbönd:


Mótvægisaðgerðir varðandi loftslagsvandann

Hluti af færslu um Lausnir og mótvægisaðgerðir af loftslag.is.

Mótvægisaðgerðir

Til að þessar lausnir séu framkvæmanlegar, þá þarf að koma til mótvægisaðgerða fólks, fyrirtækja og stofnana. Þessi aðgerðir fela m.a.  í sér ný markmið sem fela í sér breytta ákvarðanatöku í m.a. fjárfestingum. Breytingar á fjárfestingarstefnu gætu stuðlað að minnkandi losun koldíoxíðs til framtíðar. Þarna er rætt um að langtímamarkmið t.d. fyrirtækja feli einnig í sér einhverskonar losunarmarkmið á gróðurhúsalofttegundum.

Hér verða skoðuð nánar atriði sem eru athyglisverð úr þessari skýrslu, með útgangspunkti í skýrslu vinnuhóps 3. Fyrst og fremst þá eru helstu niðurstöður skýrslu vinnuhópsins varðandi mótvægisaðgerðir eftirfarandi:

  • Hægt er að ná áþreifanlegum árangri til minnkunar losunar gróðurhúsalofttegunda og kostnaður við mótvægisaðgerðir virðist vera viðráðanlegur
  • Allar stærstu losunar þjóðirnar verða að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
  • Aðgerðir þurfa að hefjast sem fyrst til að hægt sé að ná árangri til minnkunar á losun gróðurhúsalofttegunda og þar með koma í veg fyrir að hitastig stígi um of
  • Mótvægisaðgerðir snúast fyrst og fremst um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda, þá aðalega koldíoxíðs
  • Maðurinn hefur valdið hættulegum loftslagsbreytingum – maðurinn getur lagað það

Mótvægisaðgerðir í ýmsum geirum

Nokkrar mótvægisaðgerðir sem fram koma í skýrslu Vinnuhóps 3, hjá Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) og eru taldar upp í eftirfarandi upptalningu:

  • Raforkumál: Meðal atriða sem nefnd eru: Aukning í skilvirkni; skipt á milli eldsneytistegunda; notkun kjarnorku; endurnýjanleg orka (vatns-, sólar-, vindafl, o.þ.h.); byrja að dæla koltvíoxíði aftur í jarðskorpuna (CCS – carbon capture and storage). Í framtíðinni er einnig gert ráð fyrir að hægt sé að dæla fleiri efnum í jarðskorpuna; nútímalegri kjarnorku verum; nútímalegri endurnýjanleg orka (virkjun sjávarfalla og betri sólarorkuver)
  • Samgöngur: Meðal atriða sem nefnd eru: Farartæki sem eru með betri nýtingu eldsneytis; bílar sem nota hybrid tækni; notkun bio-eldsneytis; meiri notkun almenningssamgangna og miðla eins og reiðhjóla; betra skipulag samgöngumála. Í framtíðinni er einnig gert ráð fyrir enn betri bio-eldsneytis farartækjum; skilvirkari flugvélum; endurbættum útgáfum af rafmagns og hybrid farartækjum.
  • Iðnaður: Meðal atriða sem nefnd eru: Meiri skilvirkni í rafbúnaði; orku og hita nýting verði betri; endurnýting efnis; betri stjórnun lofttegunda frá iðnaðinum. Í framtíðinni: enn betri skilvirkni þar sem tæknin er betri; CCS fyrir fleiri efni.
  • Byggingar: Meðal atriða sem nefnd eru: Skilvirkni í lýsingu og öðrum rafmagnstækjum; betri einangrun bygginga; sólar upphitun og –kæling. Í framtíðinni er einnig gert ráð fyrir enn betri hönnun bygginga, m.a. þar sem gervigreindar byggingar; samþætt notkun sólarorku í nýbyggingum.
  • Landbúnaður: Meðal atriða sem nefnd eru: Notkun lands til að auka inntöku koltvíoxíðs í jarðvegi; bætt tækni við ýmiskonar ræktunar aðferðir; bætt notkun áburðar. Í framtíðinni verða væntanlega umbætur varðandi hvað uppskeran gefur af sér.
  • Skógrækt: Meðal atriða sem nefnd eru: Skógrækt, endurnýjun skóga; betri stjórnun skógarsvæða; minni eyðing skóga; notkun skógarafurða í bio-eldsneyti. Í framtíðinni er einnig gert ráð fyrir hugsanlega bættri notkun tegunda og kvæma.
- - -
 
Sjá nánar, Lausnir og mótvægisaðgerðir á loftslag.is

Vísindin sett á gapastokk

Í myndbandi á loftslag.is skoðar Greenman3610 hvar best er að nálgast áreiðanlegar heimildir um loftslagsvísindin og einnig fer hann yfir mál þar sem fram kom frétt, á Daily Mail, um að Phil Jones (loftslagsvísindamaður) hefði fullyrt að engin hlýnun hefði verið síðan 1995, sem er ekki sannleikanum samkvæmt. Það kom þó ekki í veg fyrir að sumir fréttamiðlar og fjöldin allur af bloggsíðum endurómuðu það sem einhverja staðreynd og reyndu setja vísindin á gapastokk, ef svo má að orði komast. En hvernig nálgast maður upplýsingar um vísindin? Eftirfarandi er lýsing Greenman3610 á myndbandinu:

Þar sem ég er ekki vísindamaður, þá dregur hið mikla magn upplýsinga um hnattrænar loftslagsbreytingar, úr mér kjarkinn þegar kemur að því að skoða þær. Ég hef komist að því að lang áreiðanlegustu heimildirnar koma úr virtum ritrýndum tímaritum. En tímarit hafa mörg löng orð, mikið af smáu letri og lítið af myndum, sem auðveldar mér ekki lífið. Það er því auðvelt að sjá hvers vegna þeir sem afneita loftslagsvísindunum líkar ekki við þau. En það er þar sem staðreyndirnar eru.

Hvernig er hægt að bera kennsl á góð vísindatímarit?

Að venju eru myndbönd Greenman3610 nokkuð kaldhæðin, en þau innihalda oft nokkuð fróðlegan vinkil á málin, sjá önnur myndbönd frá honum hér.

Myndbandið má sjá á loftslag.is, Vísindin sett á gapastokk

Tengt efni á loftslag.is:

 


Við minni virkni sólar

Í grein sem birtist í Geophysical Research Letters er velt upp þeirri spurningu hvaða áhrif það myndi hafa á loftslag ef sólin færi yfir í tímabil lítillar virkni, líkt og gerði á sautjándu öld og hafði áhrif til kólnunar (ásamt öðrum þáttum) á svokallaðri Litlu Ísöld. Samkvæmt höfundum þá hefði sambærilegt skeið á næstu áratugum og öld, væg áhrif til mótvægis við hlýnun jarðar.

[...] 

Nánar má lesa um þetta í færslu frá því í mars síðastliðnum á loftslag.is, Við minni virkni sólar

Tengt efni á loftslag.is:


Jólakveðja

Jol-01

Við óskum lesendum okkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Það verður rólegt á loftslag.is yfir hátíðirnar, þó stöku pistlar geti ratað inn ef tilefni gefst. Við minnum á að töluvert lesefni er að finna á loftslag.is, sjá t.d. Leiðakerfi síðunnar.


Lítil Ísöld eða kuldaskeið Ísaldar er á næsta leiti?

Mýta:  Lítil Ísöld eða kuldaskeið Ísaldar er á næsta leiti

Þessi mýta virðist fyrst og fremst miða að því að segja að maðurinn hafi ekkert með loftslagsbreytingar að gera, að hlýnunin nú sé af völdum náttúrulegra ferla og þess vegna sé það sólin sem hafi langmestu áhrifin. Við höfum fjallað áður um sólina, sjá  mýturnar Hlýnunin nú er af völdum sólarinnar og Hlýnun jarðar er af völdum geimgeisla . Það sem þessi mýta bætir í raun við fyrri mýtur er ályktunin að vegna minnkandi virkni sólar, þá bendi allt til að það verði bráðum hnattræn kólnun. Það sem virðist styrkja efasemdamenn í því að halda þessu fram eru aðrar mýtur, þ.e. Það er að kólna en ekki hlýna og Það er kalt á Klonke Dinke og því er engin hnattræn hlýnun.

- - -  

Nánar er hægt að lesa sér til um þessa mýtu á loftslag.is, þar sem m.a. sólvirkni, mæliniðurstöður og núverandi hlýnun er gert að umtalsefni, Lítil ísöld eða kuldaskeið er á næsta leiti


Hafísinn í nóvember – næst minnsta útbreiðsla fyrir mánuðinn

Útbreiðsla hafíss á Norðurskautinu jókst minna en í meðallagi síðastliðin nóvembermánuð, sem varð til þess að útbreiðslan endaði sem sú næst minnsta fyrir mánuðinn síðan mælingar hófust. Í lok nóvember var Hudsonflói næstum hafíslaus.

Í færslunni Hafísinn í nóvember – næst minnsta útbreiðsla fyrir mánuðinn á loftslag.is eru 4 myndir og gröf sem lýsa útbreiðslunni í nóvember 2010.

Tengt efni á loftslag.is:

 


Það er kalt, þ.a.l. er engin hnattræn hlýnun…

Það má sjá myndband frá Greenman3610 á loftslag.is. Myndbandið kom fyrst fram í janúar á þessu ári, en á alveg jafnvel við núna. Hann skoðar kuldahretið sem hafði verið víða um heim á þeim tíma. Hvað segir það okkur um hnattræna hlýnun ef eitthvað. Að venju eru myndbönd úr myndbandaséríunni, sem hann kallar “Climate Denial Crock of the Week” full af kaldhæðni. Greenman3610 segir sjálfur í lýsingu á myndbandinu, eftirfarandi:

“Við höfum heyrt mikið tal að undanförnu frá afneitunarsinnum um að lágt hitastig sé sönnun þess að ekki sé um neina hnattræna hlýnun að ræða. Það lítur út fyrir að það sé að verða að árlegum viðburði hjá mér, að minna fólk á að það komi vetur eftir sumri. Þar sem það lítur út fyrir að afneitunarsinnar vilji trúa því að hlýnunin sé öll lygi, er hugsanlega gott að koma með smá upprifjun.”

Það má taka það fram að við skoðuðum einnig þetta kuldakast hér á Loftslag.is, t.d. í færslunni “Kuldatíð og hnattræn hlýnun“. Einnig er ekki úr vegi að benda á ágæta umfjöllun Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings um þetta kuldakast, “Kuldarnir í Evrópu og Norður-Atlantshafssveiflan“. Það má nálgast fleiri myndbönd Greenman3610 á Loftslag.is.

Myndbandið sjálft má sjá á loftslag.is, Það er kalt, þ.a.l. er engin hnattræn hlýnun…


Ísöld spáð á áttunda áratugnum?

Mýta:  Vísindamenn voru sammála um og spáðu hnattrænni kólnun eða nýrri ísöld á áttunda áratugnum.

Þessi mýta virðist fyrst og fremst miða að því að segja að fyrst vísindamenn voru svo vitlausir að spá ísöld þá, þá eru þeir varla færir um að spá fyrir um hlýnun nú. Þeir sem halda þessu fram birta oft á tíðum ljósritaðar greinar úr vísindasíðum dagblaða og tímarita.  

Gömul grein úr tímariti um hugsanlega ísöld.

Gömul grein úr tímariti um hugsanlega ísöld.

Rétt er að gera greinamun á ritrýndum tímaritsgreinum annars vegar og svo fjölmiðlum og fréttum úr vinsælum tímaritum sem fjölluðu um vísindi hins vegar.

Ritrýndar greinar

Það er rétt að einhverjir vísindamenn spáðu kólnun, en það var ekki almenn skoðun vísindamanna að svo myndi vera – aðrir spáðu nefnilega hlýnun. 

Í greininni The Myth of the 1970s Global Cooling Scientific Consensus (Peterson og fleiri 2008), þar sem farið var í saumanna yfir birtar greinar vísindamanna um loftslagsbreytingar segir eftirfarandi:

Loftslagsfræði eins og við þekkjum þau í dag voru ekki til á sjöunda og áttunda áratugnum. Á þeim tíma voru vísindamenn hver í sínu horni. Þar voru þeir sem rannsökuðu efnafræði lofthjúpsins, CO2 og önnur gös og áhrif þeirra á loftslag jarðar í einu horni. Jarðfræðingar og fornloftslagsfræðingar voru á sama tíma að skoða hvernig jörðin gekk í gegnum ísaldaskeið og hvers vegna. Við skoðun á ritrýndum greinum kom í ljós að öfugt við mýtuna, þá voru menn þá líkt og nú að ræða hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda og þær taldar hafa hvað mest áhrif á loftslag jarðar nútímans…. þó greinin sýni villu mýtunnar, þá sýnir greinin að auki að vísindamenn þess tíma undirbjuggu þær undirstöður sem nútíma loftslagsvísindamenn byggja á enn í dag.

Hér er mynd úr greininni sem sýnir fjölda ritrýndra greina um loftslag sem sýna kólnun, hlutlaus og hlýnun.

Hér er mynd úr greininni sem sýnir fjölda ritrýndra greina um loftslag sem sýna kólnun, hlutlaus og hlýnun.

Fjölmiðlar og tímarit

Fjölmiðlar og tímarit birtu oft greinar um kólnun jarðar (oft líka greinar um hlýnun jarðar) eða eins og segir í greininni sem vísað er í hér fyrir ofan um eina fréttina sem skoðuð var:

Science Digest’s 1973 article “Brace yourself for another Ice Age” (Colligan 1973) primarily focused on ice ages and global cooling, with the warning that “the end of the present interglacial period is due ‘soon.’” However, it clarified that “‘soon’ in the context of the world’s geological time scale could mean anything from two centuries to 2,000 years, but not within the lifetime of anyone now alive.” The article also mentioned that “scientists seem to think that a little more carbon dioxide in the atmosphere could warm things up a good deal.”

Því er ljóst að jafnvel í tímaritum og fjölmiðlum þá var ekki einu sinni eingöngu fjallað um að ísöld væri yfirvofandi.

Heimildir og frekari upplýsingar

Á skeptical science er góð umfjöllun um þessa mýtu, einnig hefur Peter Sinclair gert gott myndband um hana:Climate Denial Crock of the Week – I Love the 70s!!

Greinin The Myth of the 1970s Global Cooling Scientific Consensus

- - - 

Þetta er mýta af mýtusíðu loftslag.is, sjá Mýtur 


NASA - Hlýjasti nóvember frá upphafi mælinga

Nóvember s.l. var hlýjasti nóvembermánuður frá upphafi mælinga samkvæmt tölum frá NASA GISS. Einnig var tímabilið desember 2009 til nóvember 2010 það hlýjasta samkvæmt sömu tölum, sjá myndina hér undir.

Hér undir má svo sjá hvernig hitafrávikin á heimsvísu voru fyrir mánuðinn. Þrátt fyrir kulda, m.a. í hluta Evrópu, þá mælist hitastigið í hæstu hæðum, en eins og sjá má er hitastig nokkuð hátt í norðurhluta Asíu svo og í Alaska og Kanada í mánuðinum og hefur það haft áhrif á niðurstöðuna.

Það er því enn opið fyrir að árið endi sem það hlýjast síðan mælingar hófust, samkvæmt NASA, sjá vangaveltur varðandi þann möguleika í gestapistli eftir Halldór Björnsson, Og árið verður…

Heimildir:

Tengt efni á loftslag.is:


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband