Bloggfærslur mánaðarins, september 2012

Hafíslágmarkið 2012 - nýtt met, 18% undir metinu frá 2007

Það eru liðnar þó nokkrar vikur síðan ljóst varð að hafíslágmarkið í ár myndi slá öll fyrri met, með minni útbreiðslu en áður hefur mælst. Það stendur heima og vel það, þar sem metið frá því 2007 var slegið rækilega og var hafís útbreiðslan í ár 18% undir metinu frá því þá, eða 3,41 milljón ferkílómetrar (metið árið 2007 var 4,17 milljón ferkílómetrar) – sjá töflu hér undir.

Þann 16. september 2012 fór hafísútbreiðslan í 3,41 milljón ferkílómetra. Þetta virðist vera lágmark ársins í ár. Vegna kólnandi veðurs og lækkandi sólarstöðu mun hafísútbreiðslan líklega byrja að aukast að venju, þó slá megi þann varnagla að veður og vindar gætu enn ýtt lágmarkinu aðeins neðar.

Sjá ítarlega umfjöllun á loftslag.is: 

Hafíslágmarkið 2012 – nýtt met, 18% undir metinu frá 2007

..

Nánari upplýsingar, heimildir og ítarefni:

Tengt efni á loftslag.is:

 

 


Öfgavetur í kjölfar mikillar bráðnunar hafíss á norðurslóðum

Í kjölfar mikillar bráðnunar hafíssins á Norðurskautinu nú í sumar, má búast við röskun í veðrakerfi norðurhvelsins í vetur og þá sérstaklega í Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta er mat Jennifer Francis sem er sérfræðingur í lofthjúpi jarðar í háskólanum Rutgers í New Jersey. Aukinn hiti á Norðurskautinu er þannig talinn geta haft áhrif á skotvinda (e. jet stream) sem gæti aukið tíðni öfgaatburða á fyrrnefndum svæðum.

Hin mikla bráðnun sem orðið hefur á þessu ári, svo slegið hefur fyrri met, er að auka hitainnihald Norður-Íshafsins og andrúmsloftsins, að sögn Jennifer og líkt og að bæta við nýrri orkuuppsprettu fyrir lofthjúpinn.

Sjá nánar á loftslag.is: Öfgavetur í kjölfar mikillar bráðnunar hafíss á norðurslóðum

 ...

Heimildir og ítarefni

Þýtt og staðfært úr frétt Climate Central:  ‘Astonishing’ Ice Melt May Lead to More Extreme Winters

Hafísmetið fellur: Arctic sea ice extent breaks 2007 record low

Ástand hafíssins í ágúst: Arctic sea ice falls below 4 million square kilometers

Áhugavert viðtal við Jón Egil Kristjánsson í speglinum um öfgakennt veðurfar

Tengt efni á loftslag.is


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband