Svar við undarlegum ályktunum

Þar sem lokað var á athugasemdir frá okkur ritsjórum á loftslag.is á bloggi Kristins Péturssonar, fyrir það eitt að benda honum á vísindagreinar sem stönguðust á við skoðun hans, þá finnst okkur rétt að setja hér á blað nokkra punkta sem svar við ályktunum hans vegna frétta um breytingar á snjóalögum á Snæfellsjökli.

Myndirnar sem Kristinn sýnir eru ágætar til síns brúks, þ.e. til að sýna hvernig útbreiðsla jökla gæti hafa verið fyrr á öldum hér á landi. Þær eru þó alls ekki nákvæmar og enginn heldur því fram að þar sé einhver heilagur sannleikur á ferð - nema kannski Kristinn?

Nokkrir punktar, sem mótsvar við ályktunum og rökleiðslu Kristins við þessar myndir:

  • Hlýnunin nú er ekki staðbundin líkt og hún var í kringum landsnámsöld, hún er hnattræn.
  • Ástæða þess að jöklar voru minni, meðal annars hér á landi, var að hitastig var smám saman búið að fara lækkandi frá hámarki nútíma (fyrir 6-8 þúsund árum).
  • Þær hitastigsbreytingar voru vegna breytingu í legu og möndulhalla jarðar samanborið við sólina, breytingar nú eru vegna styrkaukningar gróðurhúsalofttegunda.
  • Hitastig nú er hnattrænt orðið hærra en það hefur áður verið á þessu hlýskeiði ísaldar. 
  • Hitastig á Íslandi er nú að öllum líkindum orðið hærra en það var við landnám Íslands. 
  • Loftslagsbreytingar eru nú þegar farnar að hafa áhrif víða um heim staðbundið, með ofsafengnum hitabylgjum, úrkomu og flóðum, sem og öðrum öfgum í veðri.
  • Meiri hiti er í pípunum miðað við þá losun CO2 sem nú þegar hefur orðið.

Ályktanir hans um að það megi því hlýna meir þannig að hitinn verði (á Íslandi) eins og hann var um landnám fellur því um sjálft sig.

 

GWAHolocene

Tengt efni af loftslag.is

Miðaldahlýnunin – staðreyndir gegn tilbúningi

Taktur loftslagsbreytinga síðastliðin 20 þúsund ár, á norður- og suðurhveli jarðar

Hokkíkylfa eða hokkídeild?

Sjá einnig:

Svar við rangtúlkun


mbl.is Þúfan í jöklinum er íslaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Hvernig væri að þið læsuð Heidelberg Áskorunina frá Rio ráðstefnuni 98.

Einig væri ekki úr vegi að þið læsuð og kyntuð ykkur Thermometriuna eftir

Enriko Fermi Nobels verðlauna hafa í eðlisfræði, þá væri einhver von til

þess að Þess að þið hættuð þessu bulli um Gróðurhúsa áhrifin.

Leifur Þorsteinsson, 30.8.2012 kl. 15:20

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Við höfum kynnt okkur helstu aðferðafræði afneitunar á vísindum (sér í lagi afneitun á loftslagsvísindum) Leifur og það er ekki nokkuð í þeirri afneitun (hvorki innantómar áskoranir þeirra eða Thermometria Fermi) sem breytir staðreyndum varðandi gróðurhúsaáhrifin eða rannsóknum byggðum á vísindalegum aðferðum varðandi það efni - því miður þá er það innihalds laust hálmstrá Leifur.

En ef þú vilt kynna þér vísindin varðandi gróðurhúsaáhrifin og hvernig athafnir manna hafa áhrif þar á, þá er ágætis byrjun að skoða ýmislegt efni á loftslag.is, sjá t.d. leiðarvísinn Efasemdir um hnattræna hlýnun – Leiðarvísir - en þar er einmitt m.a. komið inn á aðferðafræði afneitunarinnar - gangi þér vel Leifur... - Það er hægt að prenta hann út og lesa hvar sem er - ef það skildi henta

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.8.2012 kl. 15:43

3 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Það efast eingin að það er að hlýna á jörðinni eftir litlu ísöld sem byrjaði um

1710-20 og stóð til byrjunar 2o aldar. En að manskepnan hafi eithvað að

gera með þá hlýnun er eins og aðhalda því fram að hægt sé að búa til eilíðar

vél se gengur fyrir eingu en framleiðir eigin orku. það er ekkert til sem virkar

sem gróðurhús í lofthjúpnum öll orka stafar frá sólu og kemur og fer eins og

jökuskeið og hlýindaskeið. Fermi útsríðo me kenningum sínum hvers vegna

ekki er sami munur á nót sem deg hjér á jörðinni og á tunglinu. þessi vísindi

útskíra hvað skeður þegar efni taka til sín hitaorkuog mældi getu efna til að

taka til sín orku, þessi þeking hafa sanast í raun og við íslendinga

Leifur Þorsteinsson, 30.8.2012 kl. 20:31

4 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

hefur sannast í raun og við Íslendingar nýtu okkur þessa kunnátu í gerð hitaveitna. (þetta áti að vera niðurlagið) Afneitun á staðreyndum breytir engu um Raunveruleikan.

Leifur Þorsteinsson, 30.8.2012 kl. 20:36

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Svona smá útúrdúr - geturðu vinsamlega útskýrt Leifur, hvað það er í fræðum Fermi (sem ég efast ekki um að eru fróðleg fræði og hef skoðað lítillega sjálfur) sem fellir kenninguna um gróðurhúsaáhrif (sem ekki má rugla við venjuleg gróðurhús)..? Það væri fróðlegt að vita hvað það er í hans fræðum sem þú telur að felli gróðurhúsakenninguna...þú getur kannski líka sagt mér hvers vegna það er ekki almennt viðurkennt í heimi alvöru vísindamanna að fræði Fermi felli gróðurhúsakenninguna...

Ég hlakka til að heyra hvað þú hefur að segja um þetta Leifur - ég geri ráð fyrir að þú hafir skoðað þetta vel, en sért ekki með innantómar fullyrðingar um kenningar Fermi og hvað þær þýða.

PS. Gróðurhúsaáhrifin eru raunveruleg - sættu þig við það Leifur ;)

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.8.2012 kl. 21:55

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Smá útúrdúr - ég er búinn að gera 2 athugasemdir við færslu Kristins Péturssonar um jöklana (sem um er rætt hér að ofan). Þeim hefur báðum verið eytt út úr athugasemdakerfinu hjá honum. Það er greinilega einhver hræðsla hjá honum að ræða málin og sérstaklega þegar hann er gagnrýndur...alla vega er síðan hans ritskoðuð... Það var svo sem vitað.

Sveinn Atli Gunnarsson, 31.8.2012 kl. 08:58

7 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ég hef ekki getað skrifað hjá Kristni - enda vísa ég venjulega beint í heimildir vísindamanna, sem er pirrandi ef maður er í afneitun eins og Kristinn.

Höskuldur Búi Jónsson, 31.8.2012 kl. 09:49

8 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Text of the Heidelberg Appeal

Addressed to the chiefs of state and governments

Heidelberg, April 14, 1992

"We want to make our full contribution to the preservation of our common heritage, the Earth.

"We are, however, worried at the dawn of the twenty-first century, at the emergence of an irrational ideology which is opposed to scientific and industrial progress and impedes economic and social development.

"We contend that a Natural State, sometimes idealized by movements with a tendency to look towards the past, does not exist and has probably never existed since man's first appearance in the biosphere, insofar as humanity has always progressed by increasingly harnessing Nature to its needs and not the reverse.

"We fully subscribe to the objectives of a scientific ecology for a universe whose resources must be taken stock of, monitored and preserved. But we herewith demand that this stock-taking, monitoring and preservation be founded on scientific criteria and not on irrational pre-conceptions.

"We stress that many essential human activities are carried out either by manipulating hazardous substances or in their proximity, and that progress and development have always involved increasing control over hostile forces, to the benefit of mankind. We therefore consider that scientific ecology is no more than an extension of this continual progress toward the improved life of future generations. We intend to assert science's responsibility and duty towards society as a whole. We do however forewarn the authorities in charge of our planet's destiny against decisions which are supported by pseudo-scientific arguments or false and non-relevant data.

"We draw everybody's attention to the absolute necessity of helping poor countries attain a level of sustainable development which matches that of the rest of the planet, protecting them from troubles and dangers stemming from developed nations, and avoiding their entanglement in a web of unrealistic obligations which would compromise both their independence and their dignity.

"The greatest evils which stalk our Earth are ignorance and oppression, and not Science, Technology and Industry whose instruments, when adequately managed, are indispensable tools of a future shaped by Humanity, by itself and for itself, overcoming major problems like overpopulation, starvation and worldwide diseases."[4]

Hér er texti Heidelberg Áskoruninar sem hefur verið undirrituð af meira en 200 vísinda mönnum

þar af yfir 50 nóbels höfum í vísindum.

Ef útskíra á hvað er rangt við þá kenningu að maðurinn hafi eihver áhrif á hitastig jarðar fyrverandi, núverandi eða komandi. Það að hér ríkir ekki það ástand sem er á Tunglinu, er að

jörðin er með lofthjúp sem tempra hitastigið milli dags og nætur og gerir lífvænt ástands á

jörðinni. Tvö efni í lofthjúpnum (eða réttar Efnasambönd) skera sig úr öðrum með sérstaklega

háum hitastuðli það eru Koltvíildi og vatn (skyld að innri gerð sameindarinnar)og hafa mjög

háan hitastuðul 158kal og 80kal, og taka upp óhemju magn hitaorku sem þau miðla þegar

sólin hverfur um nætur, magn þessaraefna er 0,04% og ca að jafnaði 20,0%. Það þarf ekki

mikla reiknings kunnáttu til að sjá það að vatn er 10þús. sinnum afkasta meiri en koltvíildi.

Eitt sem oft er nefnt hversu áhrif rakans eru mikil er sú að í Sahara eyðmörkinni sem er einn

þurasti staður á jörðini er hitastig dags 40-60 Cstig, en títt frost um nætur.

Leifur Þorsteinsson, 31.8.2012 kl. 12:55

9 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Leifur, varðandi gróðurhúsalofttegundir og þar með talið CO2 og H2O, lestu þá þetta:

Gróðurhúsaáhrifin mæld

Hvernig CO2 stjórnar hitastigi Jarðar

Öflugasta gróðurhúsalofttegundin

Höskuldur Búi Jónsson, 31.8.2012 kl. 15:59

10 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Sniðugt hjá Leifi - copy paste einhverja úrelda yfirlýsingu og útskýra ekki hið minnsta hvað það er í fræðum Femri sem fellir gróðurhúsakenninguna, en kemur með einhverja punkta (sem hugsanlega eru réttir svo langt sem það nær) sem engu máli skipta varðandi gróðurhúsaáhrifin eða aukningu þeirra...

PS. Þær eru nokkrar svona afneitunar yfirlýsingar til sem eiga að vera undirritaðar af fullt af vísindamönnum (á hvaða sviði?) sem eru ekki virði þess papírs sem þær eru skrifaðar á og eiga sennilega uppruna sinn í persónulegar skoðanir þeirra sem það skrifa...

En annars skoðaðu endilega tenglana sem Höski setur inn - þú gætir lært af því Leifur :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 31.8.2012 kl. 17:16

11 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Eru þetta ekki orðin trúarbrögð frekar en vísindalegur skilningur á eðli hlutanna.

Það er eitt alveg víst að allur hiti sem jörðin fær kemur frá sólu. Meir að segja

alvöru gróðurhús þurfa að fá hita frá öðrum hitagjöfum, eins og jarðarkúlan.

Það er eingin aukning á jörðinni á hitaorku önnur en kemur frá sólu og enn

hefur ekki fundist fullkomin skíring á kulda og hita tímabilum á jörðini. Nema ef

vera skildi mismunandi "interstellar" efni semsólkerfið fer í gegnum á ferð sinni

í vetrarbrautinn (mjö líkleg kenning en ósönnuð enn).

Eða hafið þið eihverja VÍSINDALEGA ? sönnun á Ísöldum og Hitatímabilum.

Leifur Þorsteinsson, 31.8.2012 kl. 18:07

12 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er engin sem mótmælir því að jörðin fær hita og orku frá Sólinni - en hitt er svo staðreynd að gróðurhúsaáhrif (og aukning þeirra í nútíma) hafa áhrif á hitastig - það eru til margar góðar vísindalegar heimildir um það. Kannski spurning að þú bendir á eitthvað handbært sem styður fullyrðingar þínar Leifur - t.d. heimildir eða annað...væri fínt að fá eitthvað sem styður mál þitt um að gróðurhúsaáhrifin séu bull...annað en þín eigin orð :D

Ef þú skoðar fræðin, þá eru ýmsar fínar kenningar á því hvers vegna það koma kulda og hita tímabil á jörðinni. M.a. er um að ræða misjafnan halla á möndul jarðar, sporbaugurinn er misjafn og fjarlægðin frá sólu er misjafn. Þetta er það sem kennt hefur verið við sveiflur Milankovitch...sjá t.d. á loftslag.is - Orsakir fyrri loftslagsbreytinga. En gróðurhúsaáhrifin (sem eru staðreynd) eru líka talin hafa haft áhrif, sjá sömu heimild, Orsakir fyrri loftslagsbreytinga... Gangi þér vel með að fræðast um þetta Leifur ;)

Sveinn Atli Gunnarsson, 31.8.2012 kl. 18:47

13 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Þið eruð óforbetranlegir. Halli á möndli jarðar, við vitum allt um hann enda stjórnar

hann sumri og vetri á suður og norðurhveli og auðvelt er að reikna með cosinus

kenningu hvað skeður í hita dreyfingu á yfirborði jarðar, það kólnar skarpt þegar ekki

sést til sólar, en þökk sé golfstraumi og háloftsvindum að ekki koma fram áhrif algjörar

ísaldar fjærst miðbaug.

Við höfum ritaðar heimildir fyrir því að það ríkti hitatíð hér á norðuhveli við landnám

og norrænir menn hófu búskab á vestur Grænlandi, þeir ræktuðu meðal annars korn

sem sýndi sig við nýllegar rannsókni að vera staðreynd. Hér á landi var ræktað korn

það sannar öll staðarnöfnin sem innihald akur í nafni og að lokum Klofajökull varð ekki

Vatnajökull fyrr en á litlu ísöld. Á sama tíma dó út menning norræna manna á Grænlandi.

Það er eingi nýlunda að jörðin er að koma út úr ca 250 ára tímabili kulda og CO2 innihald

lofthjúpsins hefur ekki aukist að ráði eða að áhrif þess gæti svo mikið að það hafi áhrif,

raki loftsins er aðal áhrifavaldur í því se þið kallið í fávisku ykkar "GRÓÐURHÚSAÁHRIF"

Leifur Þorsteinsson, 1.9.2012 kl. 11:13

14 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Hvaða bull er þetta í þér Leifur - lastu ekki færsluna sem þú ert hér að gera athugasemd við?

Höskuldur Búi Jónsson, 1.9.2012 kl. 11:36

15 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

ÆÆÆ eithvað eigið þið bágt með að kyngja staðreyndum. Þið eruð

eins og sá sem kom í BBC þætti um CO2 og var að mæla CO2 í

1000 og 1500 feta hæð yfir Klettafjölunum han hafð aldrei fundið!

hæra gildi fyrr eða síðar. Það gleymdist bara að reikna með að flug-

vélin sem notuð var hafði 200 hesta Lycoming bensín hreyfil í nefinu

sem dældi út tugum kílóa af CO2 ámíutu og það mæld minn maður.

Einig gleymdist að segja frá að CO2 er jarðlægt (eðlisþ.1,85-1,40

hærra en annara lofttegunda í gufuhvolfinu) og finnst varla lengi í

1000 feta hæð, heldur safnas fyrir í gjótum og lægðum eins og fjár-

bædur urðu aldeilis varir við í Heklu gosinu 47.

Leifur Þorsteinsson, 1.9.2012 kl. 13:54

16 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

... þú ert sem sagt sokkinn það djúpt í afneituninni að þú viðurkennir ekki einu sinni að CO2 sé að aukast í andrúmsloftinu?

Höskuldur Búi Jónsson, 1.9.2012 kl. 16:44

17 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hehe, Höskuldur ég held að það sé alveg óþarfi að ræða meira við Leif um þessi mál - hann er gjörsamlega út á þekju...

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.9.2012 kl. 18:05

18 identicon

Þessi kostulegu skoðanaskipti eru einstaklega upplýsandi fyrir rannsóknarrétt kolefniskirkjunnar

Þeir sem eru ekki tilbúnir til að skrifa upp á helfararkenningar Höska og Svatla eru "gjörsamlega út á þekju".

Þið félagar, og gervivísindaspjátrungar, eruð ekki fræðilegri í bullinu en svo að þíð einblínið á 100 ára tímabil í milljarða ára jarðsögu!

Það er að kólna á jörðinn félagar - sættið ykkur við það.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband