Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012

Svar við undarlegum ályktunum

Þar sem lokað var á athugasemdir frá okkur ritsjórum á loftslag.is á bloggi Kristins Péturssonar, fyrir það eitt að benda honum á vísindagreinar sem stönguðust á við skoðun hans, þá finnst okkur rétt að setja hér á blað nokkra punkta sem svar við ályktunum hans vegna frétta um breytingar á snjóalögum á Snæfellsjökli.

Myndirnar sem Kristinn sýnir eru ágætar til síns brúks, þ.e. til að sýna hvernig útbreiðsla jökla gæti hafa verið fyrr á öldum hér á landi. Þær eru þó alls ekki nákvæmar og enginn heldur því fram að þar sé einhver heilagur sannleikur á ferð - nema kannski Kristinn?

Nokkrir punktar, sem mótsvar við ályktunum og rökleiðslu Kristins við þessar myndir:

  • Hlýnunin nú er ekki staðbundin líkt og hún var í kringum landsnámsöld, hún er hnattræn.
  • Ástæða þess að jöklar voru minni, meðal annars hér á landi, var að hitastig var smám saman búið að fara lækkandi frá hámarki nútíma (fyrir 6-8 þúsund árum).
  • Þær hitastigsbreytingar voru vegna breytingu í legu og möndulhalla jarðar samanborið við sólina, breytingar nú eru vegna styrkaukningar gróðurhúsalofttegunda.
  • Hitastig nú er hnattrænt orðið hærra en það hefur áður verið á þessu hlýskeiði ísaldar. 
  • Hitastig á Íslandi er nú að öllum líkindum orðið hærra en það var við landnám Íslands. 
  • Loftslagsbreytingar eru nú þegar farnar að hafa áhrif víða um heim staðbundið, með ofsafengnum hitabylgjum, úrkomu og flóðum, sem og öðrum öfgum í veðri.
  • Meiri hiti er í pípunum miðað við þá losun CO2 sem nú þegar hefur orðið.

Ályktanir hans um að það megi því hlýna meir þannig að hitinn verði (á Íslandi) eins og hann var um landnám fellur því um sjálft sig.

 

GWAHolocene

Tengt efni af loftslag.is

Miðaldahlýnunin – staðreyndir gegn tilbúningi

Taktur loftslagsbreytinga síðastliðin 20 þúsund ár, á norður- og suðurhveli jarðar

Hokkíkylfa eða hokkídeild?

Sjá einnig:

Svar við rangtúlkun


mbl.is Þúfan í jöklinum er íslaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opinbert met - Hafís á Norðurhveli hefur aldrei mælst minni - 2-3 vikur eftir af bráðnunartímabilinu

Nýtt met í útbreiðslu hafíss var opinberlega staðfest af NSIDC í dag (Arctic sea ice extent breaks 2007 record low). Útbreiðsla hafíss hefur aldrei mælst minni og enn ættu alla jafna að vera 2-3 vikur eftir af bráðnunartímabilinu. Það er því líklegt að metið frá því 2007 verði slegið rækilega í ár.

Hafísútbreiðslan fór í 4,1 miljón ferkílómetra þann 26. ágúst 2012. Það er um 70.000 ferkílómetrum undir metinu frá því 18. september 2007, þegar útbreiðslan fór í 4,17 ferkílómetra þegar minnst var. Það virðast því vera nokkrar vikur eftir að bráðnunartímabilinu.

Sjá nánar á loftslag.is: 

 Opinbert met – Hafís á Norðurhveli hefur aldrei mælst minni – 2-3 vikur eftir af bráðnunartímabilinu

 

Nánari upplýsingar, heimildir og ítarefni:

Tengt efni á loftslag.is:


mbl.is Aldrei mælst eins lítið af hafís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líkur á öfgum í hita hafa aukist

Ný rannsókn sem gerð var af vísindamönnum NASA sýnir að líkur á öfgum í hita eru mun meiri en fyrir hálfri öld síðan, en vísindamenn telja ljóst að þessar auknu líkur séu vegna loftslagsbreytinga.

Við greiningu á langtíma leitnilínum hitastigs, þá lýstu höfundar því hvernig öfgaheit sumur höfðu einungis áhrif 1% yfirborð jarðar milli áranna 1951 og 1980 - en hafa stækkað áhrifasvæði sitt undanfarna þrjá áratugi. Samkvæmt greiningu þeirra, þá hefur um 10% landmassa norðurhvels jarðar orðið fyrir öfgaheitum sumrum frá árinu 2006 og til dagsins í dag.  Líkurnar á slíkum sumrum voru 1:300 milli 1951 og 1980 - en nú eru líkurnar 1:10.


Öfgar í veðri - í þessu tilfelli mjög heitt eða kalt veður - eru sjaldgæfir. En lítil hækkun í meðalhita jarðar vegna gróðurhúsaáhrifa getur aukið tíðni öfga í hitastigi.

 

Heimildir og ítarefni

Greinina má lesa á heimasíðu PNAS:  Hansen o.fl. 2012: Perception of climate change

Umfjallanir um greinina má lesa á heimasíðu Tamino (Hansen Et.al.2012) og á Climate Central (Hansen Study: Extreme Weather Tied to Climate Change).

Tengt efni á loftslag.is


Svar við rangtúlkun

Þar sem lokað er á athugasemdir frá okkur ritsjórum á loftslag.is á "vísinda"bloggi Ágústar Bjarnasonar þá finnst okkur rétt að rita stutta athugasemd við nýjustu rangtúlkun hans á þróun sjávarstöðubreytinga. Ath, þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ágúst rangtúlkar skammtímasveiflur sjávarstöðubreytinga í baráttu sinni gegn loftslagsvísindunum. 

Að þessu sinni hefur Ágúst rekist á skammtímaniðursveiflu í hækkun sjávarstöðu sem átti hámark sitt á árunum 2010-2011. Eins og Ágúst myndi vita ef hann hefði lesið fyrsta tengilinn sem hann vísar í (neðst á síðunni), þá tengist sú niðursveifla óvenjukröftugum La Nina atburði í Kyrrahafinu.

earth20110823-640

 

Óvenjulega mikil úrkoma hafði þá fallið á land umhverfis Kyrrahafið sem útskýrir þessa sveiflu. Þessi skammtímaniðursveifla hefur enn áhrif á meðaltal sjávarstöðubreytinga síðustu missera, eins og kemur fram á línuritunum sem hann birtir á sínu bloggi. Það er þó algjör rangtúlkun að ætla að þar með dragi úr hækkun sjávarstöðu - með slíkri túlkun er einfaldlega verið að sérvelja gögn (e. Cherry Picking). 

S%C3%A9rvalin-kirsuber

Með því að sérvelja kirsuberin á þessu tré, væri hægt að halda því fram að á því vaxi aðallega blá ber. 

Ef þess er gætt að skoða gögn lengra aftur í tíman, þá sést greinilega að hækkun sjávarstöðu hefur aukist ásmegin eftir því sem nær dregur nútímanum:

sea-level-tidal-satellite

 

Hvað sem líður skammtímasveiflum (sem alltaf verða), þá er ljóst að hækkun sjávarstöðu heldur áfram af miklum þrótti og ef miðað er við fréttir af mikilli bráðnun jökla víða um heim og hækkun hitastigs þá er ljóst að ekkert lát verður á þeirri hækkun sjávarstöðu sem við sjáum og búist er við á næstu áratugum og öldum.

 

 Sjá einnig á loftslag.is:

 Eru einhverjar sjávarstöðubreytingar í gangi?

 Spurt og svarað um sjávarstöðubreytingar


Miðaldahlýnunin - staðreyndir gegn tilbúningi

Miðaldahlýnunin hefur oft á tíðum (sérstaklega á bloggsíðum “efasemdamanna”) verið sögð hlýrri en þau hlýindi sem við upplifum í dag og reynt er að spinna út frá því einhvern spuna um hvað það þýðir varðandi núverandi hlýnun (til að mynda spurningar um hvort eitthvað sérstakt sé í gangi?). Stundum hafa flökkusögur um hina meintu mjög svo hlýju miðaldahlýnun farið af stað í bloggheimum (meðal annars hér á landi) og stundum átt uppruna sinn í tilbúning sem finnst víða um veraldarnetið og er erfitt fyrir almenna lesendur að flokka frá staðreyndum. Stundum er skrifað um þessi mál með huga afneitunar á loftslagsvísindum og þá virðist auðvelt fyrir “efasemdamenn” að finna tilbúning sem passar við málatilbúnað þeirra (til að mynda heimildir sem notaðar eru hér) – enda er nóg til af innihalds rýru efni á netinu (prófið bara að gúgla “global warming hoax”). Í eftirfarandi myndbandi er farið yfir staðreyndir og tilbúning varðandi miðaldahlýnunina, enn ein fróðleg greining frá Potholer54 um loftslagsmál út frá vísindalegri nálgun.

Eftirfarandi lýsing á myndbandinu (sem sjá má á loftslag.is) er gerð af Potholer sjálfum (lausleg þýðing – sjá má textann á ensku með því að skoða myndbandið á youtube.com):

Í eftirfarandi myndbandi eru skoðaðar vísindalegar rannsóknir til að finna svarið við þremur grundvallar spurningum: 1) Var miðaldarhlýnunin hnattræn? 2) Voru miðaldarhlýindin hlýrri en í dag? 3) Og hvað þýðir það hvort sem er? Ég kanna ýmsar upphrópanir af veraldarvefnum varðandi hokkíkylfuna ásamt ýmsum mýtum og mistúlkunum varðandi miðaldahlýnunina sem þrífast á veraldarvefnum. Heimildir mínar fyrir mýtunum og tilbúninginum eru blogg og myndbönd af veraldarvefnum; heimildir mínar fyrir staðreyndunum eru vísindalegar.

Sjón er sögu ríkari, verði ykkur að góðu - myndbandið má sjá á loftslag.is: 

Tengt efni á loftslag.is:


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband