Mótrök gegn kenningunni um hlýnun jarðar af mannavöldum.

Ég var búinn að lofa smá yfirliti yfir þau mótrök sem ég tel mig vera búinn að fjalla um og að mínu áliti hef hrakið. Ég mun gera þetta að fastri síðu sem mun sjást á forsíðunni og uppfæra reglulega og jafnvel flokka eitthvað niður.

Fyrst um sinn er þetta þó bara hrá upptalning á þeim færslum þar sem ég reyni að hrekja mótrök gegn hlýnun jarðar af mannavöldum. Einhverjar færslur eiga eftir að hverfa og nýjar og ítarlegri koma í staðin, auk þess sem ég mun reyna að bæta við fleirum rökum.

Ef ykkur dettur í hug einhver sérstök mótrök sem þið viljið láta fjalla um, þá endilega látið mig vita – einnig ef ykkur finnst eitthvað óljóst (illa orðað), rangt og ef þið hafið við eitthvað að bæta. 

14.5.2009 | 00:29 - Er það virkilega ekki sólin?

- mótrök: það er sólin sem veldur hlýnun jarðar.

10.5.2009 | 17:03 - Hokkístafurinn 

-mótrök: hokkístafurinn er brotinn (þ.e. rannsóknir sem sýna að síðustu áratugir síðustu aldar og upphaf þessarar aldar, sé loftslag heitara en verið hefur í þúsund ár).

10.5.2009 | 00:22 - Annar kaldasti apríl á þessari öld! 

-mótrök: þessi mánuður er með þeim kaldari á þessari öld

5.5.2009 | 19:04 - Er yfirborð Grænlandsjökuls að hækka?-mótrök: yfirborð Grænlandsjökuls er að hækka (eða að hann er að stækka). Einnig er í athugasemdum fjallað lítillega um þau mótrök að hokkístafurinn sé brotinn 

29.4.2009 | 21:51 - Samhljóða álit vísindamanna-mótrök: hlýnun jarðar af mannavöldum er ekki lengur samhljóða álit vísindamanna 

23.4.2009 | 00:05 - Suðurskautið-mótrök: hafís á suðurskautinu er að aukast 

9.4.2009 | 00:24 - Er að kólna?-mótrök: það er ekki lengur að hlýna, það er að kólna 

6.4.2009 | 22:49 - Enn um hafís Norðurskautsins-mótrök: þetta tengist lítillega mótrökum þeirra sem segja að hafís sé að stækka og þykkna á norðurskautinu 

6.4.2009 | 00:28 - Íshellur Suðurskautsins-mótrök: þetta tengist lítillega mótrökum þeirra sem segja að ekki sé að hlýna á Suðurskautinu 

4.4.2009 | 00:07 - Hlýnun miðalda í Evrópu.-mótrök: þetta tengist mótrökum þeirra sem nota staðbundna hlýnun á miðöldum sem rök gegn hinni hnattrænu hlýnun sem nú er 

30.3.2009 | 23:25 - Hafís á norðurslóðum - Hver er staðan?-mótrök: þetta tengist mótrökunum sem segja að hafís sé að stækka og þykkna á norðurskautinu 

27.3.2009 | 23:50 - Hvað með kólnunina eftir miðja síðustu öld?-mótrök: Fyrst það var kólnun eftir miðja síðustu öld, þrátt fyrir vaxandi útblástur manna á koldíoxíði, þá er greinilegt að hitastig stjórnast ekki af koldíoxíði 

22.3.2009 | 11:24 - Ísöld spáð á áttunda áratugnum?-mótrök: vísindamenn spáðu ísöld á áttunda áratugnum 

16.3.2009 | 22:51 - ACRIM eða PMOD - deilur um útgeislun sólar-mótrök: það er sólin sem veldur hlýnun 

14.3.2009 | 00:12 - Útblástur eldfjalla-mótrök: eldfjöll hafa meiri áhrif á loftslag en menn 

13.3.2009 | 16:29 - Endajaxlakenningin-mótrök: það er að kólna 

9.3.2009 | 22:07 - Tíu mótrök gegn kenningunni um hlýnun jarðar af mannavöldum 

1: Sveiflur í sólinni valda hitnun jarðar
2: Það var heitara á miðöldum en það er í dag
3: Það hefur ekki orðið hitastigshækkun síðan 1998
4: Þetta er hluti af náttúrulegum sveiflum
5: Vísindamenn eru ekki sammála um að hitastig sé að hækka á jörðinni af mannavöldum og já þeir eru bara að kreista út pening til frekari rannsókna
6: Þeir sem eru í hópnum IPCC eru ekki vísindamenn, heldur hinir og þessir sem hafa ekkert vit á loftslagsfræðum
7: Menn hafa nefnt til sögunnar Urban heating (gæti útlagst sem þéttbýlishitaaukning)
8: Breytingarnar eru litlar og ekki mark á þeim takandi þar sem skekkjumörkin eru of mikil
9: Magn CO2 af mannavöldum er sáralítill hluti af heildarmagni CO2 í lofthjúpnum. Að auki er CO2 það lítill hluti af gróðurhúsalofttegundunum að þau geta ekki haft áhrif, öfugt við t.d. vatnsgufu
10: Aðrar plánetur og tungl í sólkerfinu eru að hitna, hvaðan kemur CO2 útblásturinn þar? Júpiter, Neptúnus, tunglið Tríton, Plútó og Mars eru öll að hitna, það hlýtur að vera sólin


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband