Færsluflokkur: Blogg

Hvað segja vísindamenn um loftslagsbreytingar?

Við viljum benda á áhugaverða síðu sem er hluti af heimasíðu National Science Foundation, en þar má finna hafsjó fróðleiks um ýmislegt sem varðar loftslagsmál og vísindin þar á bakvið.

Tekin eru viðtöl við fremstu loftslagsvísindamenn heims og fræðin útskýrð á einfaldan hátt. Smellið á myndina hér fyrir neðan til að fara inn á síðuna og njótið:





Hvenær fer bráðnun Grænlandsjökuls á fullt?

Bloggfærsla þýdd af Skeptical Science og einnig birt þar

Eitt af því sem vísindamenn hafa áhyggjur af er óstöðugleiki jökulbreiðanna á Grænlandi og á Suðurskautinu. Ef Grænlandsjökull bráðnar að fullu, þá þýðir það allt að 7 m hækkun sjávarstöðu. Að sama skapi þá myndi Vestur Suðurskautið valda um 6 m sjávarstöðuhækkun. Austur Suðurskautið myndi síðan valda um 70 m hækkun sjávarstöðu, en sú jökulbreiða er ólíklegust til að verða fyrir mikilli bráðnun. Því er mikilvægt að rannsaka viðbrögð þessara jökulbreiða við hlýnun jarðar.

Nýlega kom út grein (Stone 2010), en höfundar hennar áætla að styrkur CO2 í andrúmsloftinu, sem yrði til þess að bráðnun Grænlandsjökuls færi á fullt, sé á bilinu 400-560 ppm. Við núverandi losun CO2 út í andrúmsloftið þá verður styrkur þess orðið 400 ppm innan 10 ára.

Þó það sé ákveðin óvissa um eðli jökulbreiðanna, þá eru ýmsar vísbendingar um það hvernig jökulbreiður hegði sér við hlýnun jarðar. Ef við skoðum Grænlandsjökul nánar, hvað segja mælingar okkur þá að sé að gerast á Grænlandi? Þyngdarmælingar frá gervihnöttum sem mæla massajafnvægi hafa sýnt að Grænlandsjökull er að missa massa hraðar og hraðar (Velicogna 2009).


Mynd 1: Breytingar í jökulmassa Grænlandsjökuls áætlað út frá þyngdarmælingum úr gervihnettinum GRACE.Ósíuð gögn eru með bláa krossa og rauðir krossar þegar búið er að sía frá árstíðabundinn breytileika. Besta annars stigs leitnilína er sýnd sem græn lína (Velicogna 2009).

*******

Vinsamlega lesið alla færsluna á Loftslag.is:


Bráðnun hafíss

Áhugaverð frétt hjá mbl.is, þó sumar fullyrðingar í fréttinni stangist á við aðrar fullyrðingar hennar. Við leit að upprunalegu greininni fundum við á Loftslag.is ekki greinina sjálfa, þannig að við verðum að áætla að rétt sé sagt frá í grein Guardian sem mbl.is segir frá. 

Árið 2007 var að mörgu leiti frekar óvenjulegt hvað varðar útbreiðslu hafíss, en á þeim tíma héldu menn að hafísinn væri jafnvel kominn að ákveðnum mörkum og bjuggust sumir við að hann gæti horfið innan áratugs yfir sumartímann. En þótt horfið sé framhjá þessari miklu bráðnun árið 2007, þá má ljóst vera að það styttist í hafíslaust Norðurskaut - hvort svo verði eftir áratug eða öld, er erfitt að spá um. 

Ef ég skil þessa frétt rétt, þá hafa óhagstæðar vindáttir ýtt undir bráðnun á Norðurskautinu á þessum tíma og telja höfundar að allt að helmingur bráðnunarinnar þá hafi verið af völdum vinda (reyndar ber fréttinni í Guardian ekki saman hvað þetta varðar - því höfundurinn sjálfur segir þriðjungur).

Svo virðist sem að sífellt fleiri séu að átta sig á því að það sé margt sem spilar inn í varðandi bráðnun hafíssins á Norðurskautinu. Fyrir stuttu kom út grein í Geophysical Research Letter um að ísblokkir, eða ísstíflur (e. ice arch) hefðu náð að bráðna árið 2007 (Kwok o.fl. 2007) - svo auðveldara varð fyrir hafísinn að reka og bráðna.

Hafís Norðurskautsins og bráðnun hans er því flóknari en virðist vera við fyrstu sýn - en eitt er víst að undanfarna áratugi þá hefur hafís hnignað töluvert og greinilegt að það er ekki bara hlýnunin sem veldur - heldur samspil margra þátta. Hvort þessar breytingar í vindakerfum séu komnar til að vera eða hvort þetta hafi verið tímabundið, næ ég ekki að lesa út úr þessari frétt - en ljóst er að loftslagsbreytingar eiga enn eftir að hafa áhrif á þróunina á Norðurskautinu.

Af loftslag.is:

Útbreiðsla hafíssinn á Norðurskautinu hefur dregist saman á síðustu áratugum. Hafís Norðurskautsins er í lágmarki í september ár hvert og eins og sjá má á efri myndinni hérundir, þá hefur útbreiðsla hafíss síðan mælingar með gervihnöttum hófust minnkað úr u.þ.b. 8 miljónum ferkílómetra í um 5,5 miljón ferkílómetra árið 2009. Árið 2009 var 3. minnsta útbreiðsla hafíss síðan gervihnattamælingar hófust. Hafísinn á Norðurskautinu hefur verið að minnka um 11 % á áratug, miðað við meðaltal 1979-2000. Neðri myndin sýnir hvernig þróunin er núna, brotalínan er veturinn 2006-2007, sú bláa er veturinn núna og sú gráa þykka er meðaltal áranna 1979-2000. En auk útbreiðslu hafíssins þar einnig að skoða rúmmál, sem hefur farið minnkandi, þ.e. þykkt hafíssins, sem er þynnri en áður. 

 

Septemberútbreiðsla hafíss á Norðurskautinu í milljónum ferkílómetra. Rauða línan sýnir beinar mælingar, en svarta línan spár loftslagslíkana IPCC ásamt óvissu. Eins og sést þá hefur bráðnun hafíss farið fram úr svörtustu spám IPCC. 2009 gildið var ekki teiknað inn, en það var hærra en 2008 gildið - eða um 5,1 milljón ferkílómetrar sem er töluvert neðan við spá IPCC.

Septemberútbreiðsla hafíss á Norðurskautinu í milljónum ferkílómetra. Rauða línan sýnir beinar mælingar, en svarta línan spár loftslagslíkana IPCC ásamt óvissu. Eins og sést þá hefur bráðnun hafíss farið fram úr svörtustu spám IPCC. 2009 gildið var ekki teiknað inn, en það var hærra en 2008 gildið - eða um 5,1 milljón ferkílómetrar sem er töluvert neðan við spá IPCC.

Ítarefni

Við fundum ekki greinina sjálfa sem fjallað er um í fréttinni á mbl.is sem að bloggað er við, en frétt Guardian um málið virðist nokkuð góð:  Wind contributing to Arctic sea ice loss, study finds

Athyglisverð grein um ísblokkir: Kwok o.fl. 2010 -  Large sea ice outflow into the Nares Strait in 2007

Íssíða NSIDC: Arctic Sea Ice News & Analysis

Ýmislegt efni má finna á loftslag.is þar sem fjallað er um hafís á einn eða annan hátt: Hafís


mbl.is Vindar valda minnkun hafíss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við minni virkni sólar

Í nýrri grein sem birtist í Geophysical Research Letters er velt upp þeirri spurningu hvaða áhrif það myndi hafa á loftslag ef sólin færi yfir í tímabil lítillar virkni, líkt og gerði á sautjándu öld og hafði áhrif til kólnunar (ásamt öðrum þáttum) á svokallaðri Litlu Ísöld. Samkvæmt höfundum þá hefði sambærilegt skeið á næstu áratugum og öld, væg áhrif til mótvægis við hlýnun jarðar.

Hægt er að lesa nánar um þetta á Loftslag.is:

 


Tengsl El Nino og langtíma hlýnunar hrakin

Í fyrra kom út grein þar sem haldið var því fram að mikill meirihluti loftslagsbreytinga mætti tengja við El Nino sveifluna (ENSO) (McLean o.fl. 2009). Þessi grein fékk mikla umfjöllun fyrst um sinn, meðal annars á íslenskri bloggsíðu

Einn höfunda, Bob Carter, er þekktur efasemdamaður og oft á tíðum vísað í hann af þeim sem efast um það að hlýnun jarðar sé af mannavöldum. Samkvæmt Carter þá sýndi greinin “náin tengsl milli ENSO og hnattræns hitastigs jarðar, eins og stendur í greininni, sem gefur lítið svigrúm til hlýnunar af völdum losunar manna á koldíoxíði”.  Þær niðurstöður voru í miklu ósamræmi við tveggja áratuga rannsóknir vísindamanna, sem hafa fundið út að ENSO hafi lítil áhrif á langtímaleitni hitastigsbreytinga.

Fljótlega komu í ljós glufur í greininni og ljóst að McLean o.fl. höfðu notað undarlegar tölfræðiaðferðir til að taka út langtímaleitni gagnanna og álykta síðan sem svo að það væri engin langtímaleitni (sjá t.d. bloggfærslu af DeepClimate – Is ENSO “responsible for recent global warming?” No), en ritrýnt svar hefur nú verið samþykkt til birtingar í tímaritinu Journal of Geophysical Research (Foster o.fl. 2010) þar sem útskýrt er af hverju grein McLean o.fl. ber ekki saman við niðurstöður annarra vísindamanna.

---

Hægt er að lesa nánar um þetta mál á Loftslag.is;


19. mars - Tímamót

Nú eru þau tímamót að hálft ár er liðið síðan Loftslag.is fór í loftið, sem var þann 19. september 2009. Að því tilefni ætlum við að taka saman yfirlit yfir það helsta frá þessu fyrsta hálfa ári, t.d. hvaða færslur og hvaða föstu síður hafa verið vinsælastar. Fyrst lítum við til bloggfærslna, frétta og gestapistla, þar sem við lítum á hvað hefur verið vinsælast hingað til.

RöðHeiti færsluTegund færslu
1.Að sannreyna staðhæfingarGestapistill
2.Jöklar Himalaya og álitshnekkir IPCCBlogg
3.Að stela bíl og nota fyrir sjónvarpBlogg
4.Er jörðin að hlýna?Blogg
5.Hakkarar afrita tölvupósta og skjölHeit málefni
6.Vegur niðursveifla í virkni sólar upp á móti hlýnun jarðar af mannavöldum?Frétt
7.19. september – Opnun Loftslag.is – 55.000 dagarFrétt
8.Hitahorfur fyrir árið 2010Blogg
9.Mikil bráðnun Grænlandsjökuls fyrir 6000-9000 árumFrétt
10.Meðalsjávarhiti í ágúst sá hæsti fyrir mánuðinn síðan mælingar hófustFrétt

Það er mjög passandi að það sé gestapistill eftir Halldór Björnsson sem er mest lesna færslan. Við viljum að sjálfsögðu þakka öllum hinum frábæru gestapistla höfundum fyrir góða gestapistla.

En það eru einnig ýmsar fastar síður hjá okkur, m.a. mýtusíðan, kenningarnar ásamt fleiru. Hér undir má sjá hvað var vinsælast af þeim.

RöðHeiti síðuTegund
1.MýturYfirlitssíða
2.Spurningar og svörYfirlitssíða
3.KenninginYfirlitssíða
4.AfleiðingarAfleiðingar
5.Orsakir fyrri loftslagsbreytingaKenningin
6.Um okkurYfirlitssíða
7.Lausnir og mótvægisaðgerðirLausnir
8.Hlýnunin nú er af völdum sólarinnarMýta
9.Grunnatriði kenningarinnarKenningin
10.Það er að kólna en ekki hlýnaMýta

Síðuflettingar hafa verið rúmlega 37.000 á þessu tímabili. Birtar fastar síður eru 66, en fjöldi færslna, þ.e. blogg, fréttir, gestapistlar, myndbönd og þess háttar eru orðnar 222.

Það má segja að á ýmsu hafi gengið í loftslagsumræðunni. Þar má m.a. nefna ýmsar nýjar rannsóknir sem við höfum tekið fyrir, climategate málið svokallaða og COP15 sem við fylgdumst nokkuð ítarlega með. Þar fyrir utan hafa fréttir og blogg fengið sinn sess á síðunni.

Við erum með síður á Facebook, Twitter og Blog.is og langar okkur að hvetja lesendur til að fylgjast með síðunni þar. Við erum jafnframt að skoða fleiri möguleika til að koma síðunni á framfæri.

Við höfum haft 2 skoðannakannanir og er önnur þeirra í gangi, sjá hliðarstikuna á Loftslag.is.

Við ætlum að sjálfsögðu að halda okkar striki í framtíðinni og fylgjast af krafti með þróun rannsókna og vísinda varðandi loftslagsmál og þeirri, oft á tíðum, heitu umræðu sem umlykur þessi mál nú um stundir. Við hlökkum til að takast á við verkefnið og viljum þakka lesendum okkar fyrir móttökurnar á þessu fyrsta hálfa ári.

Þessi færsla birtist einnig á Loftslag.is - 19. mars - Tímamót


Vísindin hýdd

Í nýju myndbandi sem er á Loftslag.is skoðar Greenman3610 hvar best er að nálgast áreiðanlegar heimildir um loftslagsvísindin og einnig fer hann yfir mál þar sem fram kom frétt, á Daily Mail, um að Phil Jones (loftslagsvísindamaður) hefði fullyrt að engin hlýnun hefði verið síðan 1995, sem reyndist ekki sannleikanum samkvæmt, en það kom þó ekki í veg fyrir að sumir fréttamiðlar og fjöldin allur af bloggsíðum endurómuðu það sem einhverja staðreynd og reyndu að hýða vísindin, ef svo má að orði komast. En hvernig nálgast maður upplýsingar um vísindin? Eftirfarandi er lýsing Greenman3610 á myndbandinu:

Þar sem ég er ekki vísindamaður, þá dregur hið mikla magn upplýsinga um hnattrænar loftslagsbreytingar, úr mér kjarkinn þegar kemur að því að skoða þær. Ég hef komist að því að lang áreiðanlegustu heimildirnar koma úr virtum ritrýndum tímaritum. En tímarit hafa mörg löng orð, mikið af smáu letri og lítið af myndum, sem auðveldar mér ekki lífið. Það er því auðvelt að sjá hvers vegna þeir sem afneita loftslagsvísindunum líkar ekki við þau. En það er þar sem staðreyndirnar eru.

Hvernig er hægt að bera kennsl á góð vísindatímarit?

Að venju eru myndbönd Greenman3610 nokkuð kaldhæðin, en þau innihalda oft nokkuð fróðlegan vinkil á málin, sjá önnur myndbönd frá honum á Loftslag.is hér. Til að sjá sjálft myndbandið smellið á krækjuna hér undir:

 


Opið bréf vísindamanna varðandi IPCC

Nokkrir vísindamenn í Bandaríkjunum hafa tekið sig saman og skrifað opið bréf um störf IPCC og villur þær sem fundist hafa í fjórðu matsskýrslu IPCC um loftslagsmál frá 2007.

Nú þegar hafa um 250 vísindamenn skrifað undir þetta bréf og enn er verið að safna undirskriftum. Til að sjá allan lista undirskrifenda, vinsamlega skoðið þessa síðu. Föstudaginn 12. mars var bréfið afhent stjórnvöldum. Stór hluti þeirra sem skrifa undir bréfið eru vísindamenn sem rannsaka loftslagsbreytingar og vinna við leiðandi stofnanir og háskóla í Bandaríkjunum. Þar er bæði að finna höfunda efnis í skýrlsur IPCC og þá sem ekki hafa tekið þátt í þeirri vinnu. Til viðbótar má nefna undirskrifendur sem stunda rannsóknir á tengdum efnum, má þar m.a. nefna á vísindamenn á sviði eðlis-, líf- og félagsfræða.

Á Loftslag.is er bréfið birt eins og það kemur frá höfundum, á ensku, sjá hér undir:

 


Villa í sjávarstöðuútreikningum IPCC

Þessi færsla birtist áður á loftslag.is 

Einn af höfundum kaflans um sjávarstöðubreytingar í IPCC skýrslunni, skrifaði áhugaverða færslu á realclimate.org fyrir skemmstu.  

Fyrst býr hann til ímyndaða villu í IPCC skýrslunni- sem, ef hún hefði verið gerð, hefði eflaust valdið uppþoti og fjölmiðlafári. Síðan segir hann frá raunverulegri og vísvitandi villu sem er í IPCC skýrslunni og veltir því fyrir sér af hverju sú villa hefur ekki orðið að fjölmiðlafári, líkt og hin hefði eflaust gert.

Ímyndaða villan

Í síðustu skýrslu IPCC frá 2007, þá spáði IPCC að hámarki 59 sm hækkun í sjávarstöðu í lok aldarinnar. Ímyndaða villan er þessi:

Í fyrsta lagi þá eru efri mörk hlýnunar í lok aldarinnar um 6,4°C, í IPCC skýrslunni, en í ímynduðu villunni er ákveðið að miða sjávarstöðubreytingar við að efri mörk hlýnunar verði 7,6°C. Í öðru lagi, þá ákveða höfundar IPCC að reikna út sjávarstöðubreytingar fram til ársins 2105, frekar en til ársins 2100 – þá til að auka við þá ógn sem stafar af sjávarstöðubreytingum. Það sem veldur síðan mestu skekkjunni er að IPCC veit að sjávarstöðubreytingar síðustu 40 ár hafa verið 50% meiri en útreikningar sýna samkvæmt loftslagslíkönum – samt eru þessi líkön notuð, óleiðrétt, til að segja til um framtíðina. Að lokum er reiknað með mikilli bráðnun stóru jökulbreiðanna – sem er þá í andstöðu við fyrri hegðun jökulbreiðanna.

Við ímyndum okkur að vísindamenn hafi varað við þessu og að það gæti haft alvarleg áhrif á trúverðugleika IPCC, en samt væri ákveðið að nota þessa útreikninga.

Samkvæmt þessu ímyndaða dæmi, þá bætast 31 sm við sjávarstöðuhækkunina, með því að nota hlýnun upp á 7,6°C og með því að reikna fram til ársins 2105 þá er sjávarstöðuhækkunin orðin sirka 150 sm. Þegar bætt er við skekkjan, þar sem líkönin meta sjávarstöðubreytingar 50% hærri en þau í raun og veru eru, þá erum við komin upp í sirka 3 m sjávarstöðuhækkun.

Að ímynda sér viðbrögðin sem þessi villa hefði valdið, er erfitt – en víst er að bloggarar og fjölmiðlar hefðu krafist afsagnar þeirra sem að IPCC stóðu og að öll IPCC skýrslan væri uppspuni frá A-Ö.

Raunverulega villan

Í síðustu skýrslu IPCC frá 2007, þá spáði IPCC að hámarki 59 sm hækkun í sjávarstöðu í lok aldarinnar. Raunverulega villan er þessi:

Í fyrsta lagi þá eru efri mörk hlýnunar í lok aldarinnar um 6,4°C, í IPCC skýrslunni, en í spánni var ákveðið að miða sjávarstöðubreytingar við það að efri mörk hlýnunar verði eingöngu 5,2°C – sem lækkaði mat sjávarstöðubreytinga um 15 sm. Í öðru lagi, þá var ákveðið að reikna út sjávarstöðubreytingar fram til ársins 2095, frekar en til ársins 2100 – til að minnka matið um aðra 5 sm. Það sem olli síðan mestri skekkju er að sjávarstaða síðastliðin 40 ár hefur risið 50% meir en líkönin segja til um – samt eru líkönin notuð óleiðrétt, til að segja til um framtíðina. Að lokum var reiknað með að jökulbreiðan á Suðurskautinu myndi vaxa og þar með lækkka sjávarstöðu, sem er í andstöðu við fyrri hegðun jökulbreiðunnar.

Sumir vísindamenn innan IPCC vöruðu við þessari nálgun og það hún gæti haft alvarleg áhrif á trúverðugleika IPCC, en samt var ákveðið að nota þessa útreikninga.

Þessi villa gefur okkur hæstu mögulega sjávarstöðubreytingu upp á 59 sm, eins og áður segir.

Eðlilegt mat

Við eðlilegt mat á hæstu mögulegu sjávarstöðuhækkun – þ.e. ef miðað er við hæstu mögulegu hlýnun, rétt ár notað sem viðmiðun og það að líkönin vanmeta sjávarstöðubreytingar þá eru 59 sm nokkuð frá því að vera eðlilegt mat á hæsta gildi sjávarstöðubreytinga í lok þessarar aldar.

Við  þessa 59 sm getum við bætt 15 sm til að sjá efri mörkin miðað við 6,4°C hlýnun og 5 sm bætast við ef farið er til ársins 2100. Það eru um 79 sm. Síðan þarf að bæta við 50% til að bæta upp vanmat það sem líkönin gefa okkur og þá erum við komin upp í 119 sm sjávarstöðuhækkun – sem er mun nær því sem að sérfræðingar í sjávarstöðubreytingum reikna með nú (sjá heimildir neðst í þessari færslu).

Með því að skoða þessa tölu í samhengi við þá tölu sem að IPCC gaf út, þá er í sjálfu sér merkilegt að ekki hefur orðið fjölmiðlafár yfir þessari leiðu villu. Líklega er ástæðan sú að fólk sættir sig frekar við vanmat en ofmat. En þetta er samt undarlegt ef tekið er tillit til þess hversu slæmar afleiðingar þessi villa getur haft í för með sér – þ.e. ef verstu afleiðingar hlýnunar jarðar af mannavöldum myndu koma fram.

Heimildir og ítarefni

Færsluna, sem er eftir Stefan Rahmstorf, má finna á Real Climate:  Sealevelgate

Ýmsar skýrslur sem tekið hafa saman núverandi þekkingu á sjávarstöðubreytingum – frá síðustu IPCC skýrslu – reikna með því að sjávarstaða geti hækkað um og yfir einn metra fyrir árið 2100: Þ.e. skýrslur Dutch Delta CommissionSynthesis Report, Copenhagen Diagnosis auk SCAR skýrslunnar. Þetta er einnig niðurstaða nokkurra nýlegra ritrýndra greina: Rahmstorf 2007, Horton o.fl. 2008, Pfeffer o.fl. 2008, Grinsted o.fl. 2009, Vermeer og Rahmstorf 2009, Jevrejeva o.fl. 2010 (í prentun hjá GRL). Eina undantekningin – Siddall o.fl. 2009  var dregin til baka eftir að í ljós koma að útreikningar stóðust ekki (sjá umfjöllun loftslag.is um það mál Að ýta undir efann) .

Sjá einnig fasta síðu loftslags.is um sjávarstöðubreytingar og fyrri umfjallanir um sjávarstöðubreytingar


Hvað er Cap and Trade?

Cap and Trade er fyrirbæri sem mikið er rætt um í umræðunni um loftslagsmál. Hér verður ekki tekin afstaða með eða á móti þessari aðferð, heldur verður reynt að útskýra hana á einfaldan hátt. Þessi færsla er byggð á 2 færslum af vefsíðunni www.justmeans.com. En nú að efninu, hvað er þetta “cap and trade” eiginlega?

Hvað er Cap and Trade?

Cap er einhverskonar takmörkun eða þak, í þessu tilfelli á losun kolefnis út í andrúmsloftið í tonnum. Það er kannski hægt að líta á “Cap and trade” eins og það að skipta á milli sín pizzu, allir fá sneið, en takmörkunin “cap” í “cap and trade” er í því tilfelli skorðað við eina endanlega pizzu. “Trade” hlutinn af “cap and trade” skírskotar til þeirra gagnkvæmu áhrifa sem þú ættir ef þú myndir vilja meiri pizzu, en þá þyrftir þú að borga einhverjum öðrum fyrir þeirra hlut. Eitthvað af fólki myndi vilja fleiri sneiðar af pizzu en aðrir; stundum myndu margir vilja fá fleiri sneiðar af pizzu, en hafa verður í huga að það er aðeins ein pizza! Húngur er sterkt hvatningarafl, og sú persóna sem er viljug til að selja sína sneið gæti þannig hagnast.

Nú skulum við skipta pizzunni út fyrir kolefnis takmörkunina (cap) og svo skipta eigendum pizza sneiða út fyrir raunveruleg fyrirtæki. “Cap and trade” er hannað til að takmarka magn kolefnis sem er losað út í andrúmsloftið með því að takmarka hlut hvers fyrirtækis til ákveðins hluta af kolefnistakmörkuninni. Sum fyrirtæki sem nota mikið af orku/kolefnislosun gætu því valið að annað hvort að losa minna, en til þess að vega á móti því er hægt að fjárfesta í betri orkunýtingu eða endurnýjanlega orku (framleiða orkuna sem þau nota með aðferðum sem leiða til minni losunnar) eða þá að kaupa réttinn til að losa meira með því að borga öðru fyrirtæki fyrir þeirra losunarheimildir. En hvar, hvenær og hvers vegna kom þessi hugmynd eiginlega upp?

...

Nánar má lesa um Cap and Trade í færslunni Hvað er Cap and Trade ? á Loftslag.is.

Tengt efni:


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband