5.1.2010 | 11:21
Kuldatíð og hnattræn hlýnun
Í nýlegri færslu á loftslag.is er velt upp spurningunni:
Ef það eru miklir kuldar á ákveðnum stað á ákveðnum tíma, afsannar það ekki að um hnattræna hlýnun sé að ræða?
Spurningin virðist stundum koma upp á tímum sem þessum. Það er jú vetur á norðurhveli jarðar og vetri fylgir oftast nær kuldatíð, eins og t.d. Skandinavar og fleiri hafa fundið fyrir undanfarna daga og ekki sér fyrir endan á.
Í færslunni er meðal annars fjallað um muninn á veðri og loftslagi, tíðni kulda- og hitameta og reynt að svara spurningunni hér fyrir ofan.
Sjá á loftslag.is: Kuldatíð og hnattræn hlýnun
Spáð yfir 40 stiga frosti í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Þegar óvenju hlýtt er einhversstaðar, þá er það vegna hnattrænnar hlýnunnar. Þegar óvenju kalt er einhversstaðar.... þá er það veðrið
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.1.2010 kl. 21:10
Það er fullkomlega rangt hjá þér Gunnar.
Höskuldur Búi Jónsson, 5.1.2010 kl. 21:17
Ætli það sé ekki hægt að segja að einhverskonar skilgreining á hnattrænni hlýnun sé að hitastig jarðar hækki að jafnaði og sé mælanleg um allan heim að meðaltali. Þannig að þó það mælist hita- eða kuldakast svæðisbundið þá er það ekki rétt skilgreining á hnattrænni hlýnun.
Sveinn Atli Gunnarsson, 5.1.2010 kl. 21:36
Það er ekkert að því að hugsa vel um umhverfið. En að ljúga til um hitatölur og falsa rannsóknargögn til þess að skattleggja venjulegar athafnir fólks er verulega sjúkt. Skattur sem fer til vel valdra erlendra svikahrappa og félega þeirra út um allan heim.
Björn Heiðdal, 5.1.2010 kl. 23:49
Björn, hvaða fals á hitatölum og rannsóknargögnum ert þú að tala um? Það er ekki að mínu mati nóg að koma og halda fram staðhæfingum sem þessum án þess að í það minnsta geta þess í hvað er verið að vitna.
Sveinn Atli Gunnarsson, 6.1.2010 kl. 00:00
Í fréttaskýringaþætti á RT stöðinni var bent á tölur frá Síberíu sem ekki hefðu ratað inn í einhverja útreikninga. Tölurnar hefðu ekki passaði inn í þær niðurstöður sem UN vill að séu "réttar". Fjölmörg önnur dæmi hafa ratað inn í umræðuna á síðustu misserum. Ég hef engar forsendur til að meta hvaða tölum hefur verið hagrætt eða sleppt úr einhverjum líkönum. En þegar tilgangurinn með þessum yfirgengilega hræðsluáróðri virðist vera að fylla vasa Al Gore og yfirmanns IPPC og miklu fleiri í gegnum fjárfestingasjóði sem þeir eiga hlut í. Þá er þetta eitthvað gruggugt.
Hitastig í Evrópu var t.d. hlýrra fyrir nokkrum öldum og var ekki Grænland grænt þegar Norrænir menn settust þar að?
Eins og ég hef sagt þá er mikill munur á að hugsa vel um umhverfið og náttúruna og síðan líta á fólk sem plágu sem þurfi að skattleggja. Fáum útvöldum til hagsældar og almenningi til vesældar.
Björn Heiðdal, 6.1.2010 kl. 23:37
Heyr, heyr, Björn!
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2010 kl. 23:45
Geturðu bent á heimildir fyrir þessu Björn, erfitt að svara án þess að sjá heimildir, t.d. væru tenglar fínir. Það getur hver sem er komið og sagt að það sé verið að ljúga hinu og þessu, en án gagna eru það gagnslaus rök.
Hér er svo smá fróðleikur um hitastig fyrir nokkrum öldum, grein eftir Einar Sveinbjörnsson.
Sveinn Atli Gunnarsson, 7.1.2010 kl. 00:13
http://gullvagninn.blog.is/blog/hin_nyja_heimsyn/image/934390/
http://gullvagninn.blog.is/blog/hin_nyja_heimsyn/entry/988084/
Ég fann því miður ekki þessa umfjöllun sem ég er að vísa í en þetta var bara frétt og tölurnar sáust aldrei. En allt tal um að smokkar vinni gegnum hlýnun og rolluprump í Ástralíu sé stórt vandamál fær mig til að hugsa hvort fólk meini í alvöru það sem það segir.
Björn Heiðdal, 7.1.2010 kl. 19:09
Björn: Gullvagninn verður seint talin vera vísindaleg heimild. Það má þó segja að það séu rök sem standist skoðun að halda því fram að færri manneskjur losi minna af gróðurhúsalofttegundum.
Við á Loftslag.is viljum reyna að benda á hvað vísindin hafa að segja um hlutina og vitnum í heimildir fyrir mörgu af því sem við skrifum.
Að hafa skoðun á málinu er ágætt, en betra er að hafa að hafa skoðun sem byggð er á þekkingu á hlutunum. Það að tala um loftslagsvandann og huga að lausnum til framtíðar telst ekki vera vandamál að mínu mati, frekar er það vandamál að stinga höfðinu í sandinn og halda að þetta reddist.
Sveinn Atli Gunnarsson, 7.1.2010 kl. 19:51
Ég held að þú þurfir að skoða þína afstöðu til manna og málefna. "Gullvagninn verður seint talin vera vísindaleg heimild." Var ég að segja það? En mér sýnist þú ekki einskorða þig við "vísindalegar" heimildir í skrifum þínum. Vitnar í fréttaskot blaða og blaður stjórnmálamanna máli þínu til stuðnings.
Síðan er ákveðin þversögn í málflutningi ykkar á loftslag.is. Af skrifum ykkar, hef reyndar ekki lesið allt sem þar stendur, má ráða að þið teljið hlýnun af mannavöldum vera mjög alvarlegt vandamál. Sem þurfi að stöðva með öllum tiltækum ráðum. En síðan eru kenniningar í gangi að án þessara áhrifa væri ísöld byrjuð og Norður Evrópa vart byggileg lengur.
Stendur þá valið milli þess að frjósa í hel eða kaupa sólgleraugu?
En svona í alvöru þá er þekking á vísindum ágæt, en ekki nauðsynleg til að sjá í gegnum allt bullið sem Al Gore lætur út úr sér. Prumpa minna :)
Björn Heiðdal, 8.1.2010 kl. 01:37
Við höfum ekki vitnað í Al Gore sérstaklega og mér finnst af því sem þú skrifar hér að ofan þú hafir lítið sem ekkert lesið það sem við skrifum. Þú hefur slegið fram óljósum ásökunum á vísindaheiminn, í athugasemdunum, án þess að geta stutt mál þitt með minnstu rökum og svo heldur þú því fram að við séum að skrifa um að ísöld væri byrjuð eða að Norður Evrópa væri vart byggilegt án aukningar gróðurhúsalofttegunda, sem er alrangt.
Við teljum hnattræna hlýnun mögulegt vandamál og þ.a.l. reynum við að upplýsa um það sem vísindin hafa um málið að segja, hvort sem þér líkar betur eða ver, þá er almennt talið að loftslagsvandinn geti til lengri tíma valdið ákveðnum vandamálum. Má að þínu mati ekki ræða það? Og ef ekki, hvers vegna?
Sveinn Atli Gunnarsson, 8.1.2010 kl. 08:57
Góður punktur frá George Monbiot:
Höskuldur Búi Jónsson, 8.1.2010 kl. 09:45
Það er sjálfsagt að ræða allar hliðar á þessu máli en láta eins og vísindamenn séu alvitrir er ekki góð latína. Það hjálpar heldur ekki umræðunni þegar Al Gore og félagar opna munninn og nánast ekkert nema ósannandi koma þaðan út.
Síðan þætti mér gaman að vita hvernig það hjálpar umhverfinu að slökkva ljósin og taka heimilistæki úr sambandi.
Björn Heiðdal, 8.1.2010 kl. 16:58
Það er engin að segja að allir vísindamenn séu alvitrir, enda eru þeir mannlegir eins og allir aðrir.
Þetta með að slökkva ljósin og taka heimilistæki úr sambandi er mikilvægt (þ.e. m.t.t. gróðurhúsalofttegunda) þar sem rafmagnið er framleitt með brennslu jarðefnaeldsneytis, það á t.d. ekki við á Íslandi. Það má því segja að þar sem svo er, þar sé hægt að færa rök fyrir því að betra sé að nota minna rafmagn.
Sveinn Atli Gunnarsson, 8.1.2010 kl. 17:42
Ég myndi beita líkingu við hagþróun Íslands.
Síðan 1904 og fram til 2004, var hér samfelldur hagvöxtur ef meðaltal allra áranna er tekið.
En, það voru einnig hagsveiflur eða með öðrum orðum, smærri sveiflur innan í stærri sveiflunni.
Þetta er einfaldlega þ.s. er að gerast, að þ.s. margar sveiflar veðrinu, og það eru margar sveiflur í gangi á sama tíma, með mismunandi hrynjanda og tímaleng, þá er ekkert undarlegt t.d. að stutt kólnunartímabil komi innan í stórri hitasveiflu.
Það er þá sambærilegt, við það að það hafa komið efnahagslegir öldudalir innan í stóru ísl. hagsveiflunni á milli 1904 og 2004. Við þekkjum þær undir orðinu kreppur.
Þannig séð, getur skollið á kreppa í veðrinu líka, og jafnvel staðið í nokkur ár, án þess í reynd hafa nein veruleg áhrif á heildarsveifluna, né það að slík sveifla afsanni stóru sveifluna.
En, kreppurnar ísl. sannarlega afsönnuðu ekki, að ísl. hagkerfið var að meðaltali að vaxa allt það tímabil.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.1.2010 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.