14.1.2010 | 12:22
Eru tengsl milli hlýnunar jarðar og sólar?
Skemmtilegt að fá grein um hugmyndir um loftslagsbreytingar og á mbl.is lof skilið fyrir það.
Það er þó sumt sem hefði mátt vera skýrara í þessari grein:
1: Vísindamenn tala um að á ísöld þá séu hlýskeið (eins og við erum á núna) og kuldaskeið. Á kuldaskeiðum þá er Norður Evrópa og Norður Ameríka mikið til þakin jökulís. Í þessari grein byrjar greinarhöfundur að tala um þær kenningar að lítil virkni sólar valdi tímabundnum kuldaskeiðum á jörðu (og er þar væntanlega t.d. að meina litlu ísöldina) og svo síðar ræðir hann að undanfarið hafi verið kuldaskeið í Evrópu, Bandaríkjunum Kína og víðar - ruglingslegt, er það ekki.
Þetta er samt eiginlega bara spurning um að nota réttu skilgreiningarnar, en eitt er pottþétt og það er að þessir tímabundnu vetrarkuldar í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar eru ekki kuldaskeið og eru í raun ekki skilgreindir sem loftslag - þetta er veður. Sjá t.d. færslu á loftslag.is: Kuldatíð og hnattræn hlýnun
2: Hitt er annað að greinarhöfundur hefði mátt skerpa á því að kenningar þær sem eru uppi um að sólin hafi ráðið hlýnun jarðar undanfarna áratugi hafa ekki hlotið náð hjá vísindamönnum þar sem gögn styðja þær kenningar ekki. Sjá t.d. færslu á loftslag.is: Mýta: Hlýnunin nú er af völdum sólarinnar. Vegna þess að rætt er um geimgeislakenninguna, sem að vísindamenn telja nú að hafi verið þokkaleg hugmynd sem ekki var hægt að sanna þá er á loftslag.is einnig fjallað um hana: Sjá t.d. færslu á loftslag.is: Mýta: Hlýnun jarðar er af völdum geimgeisla
Að sama skapi og þessar kenningar skýra ekki hlýnunina sem að orðið hefur undanfarna áratugi, þá er ólíklegt að núverandi ládeyða í sólinni muni hafa mikil áhrif til kólnunar - enda hefur ekki orðið vart við þessa kólnun enn. Sjá t.d. færslu á loftslag.is: Mýta: Það er að kólna en ekki hlýna
Ládeyða í virkni sólar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:11 | Facebook
Athugasemdir
Í allri þessari hlýnunar/kólnunar umræðu (rifrildi) finnst mér menn einblína um of við að finna einhvern einn þátt sem veldur.
Engum(sem kemst að í fjölmiðlum) eða fáum virðist detta í hug að þetta sé samspil margra þátta.
Arnar, 14.1.2010 kl. 13:38
Það sem mér finnst vanta í þessa mbl grein varðandi lið 1 er áhrif polar-night jet stream á tímabundna vetrarkulda í USA og Evrópu. Þessi háloftastraumur heldur oftast köldu lofti yfir pólnum og alveg niður að 45° breiddargráðu. Núna er hann mjög veikur og kalt loft lekur lengst niður USA og Evrópu á meðan það er mjög milt veður á norðurslóðum. Kemur þetta sólinni eitthvað við?
Guðný (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 13:58
Já það má til sannsvegar færa hjá þér Arnar.
En þegar verið er að tala um hlýnun jarðar (og þá loftslagsbreytingar) þá er yfirleitt verið að skoða það sem drífur það áfram til lengri tíma (að mínu viti). Til skamms tíma þá eru mjög margir þættir sem geta haft áhrif, t.d. El Nino, NAO og svo blessuð sólin svo einhver dæmi séu tekin. En þegar horft er til aukins styrk gróðurhúsalofttegunda þá er talið að það eitt og sér muni til lengri tíma valda hækkandi hitastigi. Svo eru sumir þættir í umræðunni (rifrildinu) sem ekki eru rökréttir að mínu mati og þar tel ég, persónulega, að umræðan sé á villigötum á köflum.
Sveinn Atli Gunnarsson, 14.1.2010 kl. 14:02
Guðný: Mér sýnist greinarhöfundur einmitt vera að rugla saman veðri og loftslagi. Því tekur hann dæmi um kuldana sem verið hafa í USA og Evrópu. Ég vil benda þér á að Einar Sveinbjörnsson fjallar nokkuð vel um þetta fyrirbæri á síðunni sinni, Veðurvaktinni.
Mér vitanlega er enginn tenging milli ládeyðunnar í sólinni og veðursins á þessum slóðum nú.
Það er samt önnur tenging þar á milli - það er vetur og styttri sólargangur - Vetrarveður (þótt þetta sé ekki alvanalegt vetrarveður)
Höskuldur Búi Jónsson, 14.1.2010 kl. 14:15
Þó svo að sólin sé risastór áhrifavaldur þá er það fleirra sem hefur hér áhrif. Sporbaugur jarðar um sólu er missporöskjulaga, sveiflur sem gerast á þúsundum ára. Möndulhalli jarðar er breytilegur, breytingar sem gerast einnig á mjög löngum tíma.
Jóhannes (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 20:34
Jóhannes, þetta er hárrétt hjá þér, þessi mismunur á sporbaug og möndulhalla er áhrifavaldur varðandi hitastig á jörðu. Þetta sem þú nefnir eru sveiflur Milankovitch. Við útskýrum sveiflur Milankovitch ásamt fleiri orsakavöldum fyrri loftslagsbreytinga nánar á heimasíðunni Loftslag.is.
Sveinn Atli Gunnarsson, 14.1.2010 kl. 20:51
Bíddu..... hva?? eru allir búnir að gleyma Global Warming??? var ekki verið að tala um það að jörðin væri of heit bara í fyrradag? Á ekki að fara að skattpína okkur fyrir notkun á efnum sem hvarfast í form koltvísýrings til að koma í veg fyrir einhver ragnarök af völdum hlýnunar?
Heimir (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 23:36
Morgunblaðið er búið að gleyma því - að því er virðist vera. En það þarf meira en vetrarkulda í Evrópu og Bandaríkjunum til að vísindamenn fari að spá því að það fari að kólna.
Höskuldur Búi Jónsson, 15.1.2010 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.