Það er kalt, þ.a.l. er engin hnattræn hlýnun...eða hvað

Nú er komið nýtt myndband frá YouTube notandanum Greenman3610. Nú skoðar hann kuldahretið sem verið hefur víða um heim að undanförnu. Hvað segir það okkur um hnattræna hlýnun ef eitthvað. Að venju eru myndbönd úr myndbandaséríunni, sem hann kallar “Climate Denial Crock of the Week” full af kaldhæðni. Greenman3610 segir sjálfur í lýsingu á myndbandinu, eftirfarandi:

“Við höfum heyrt mikið tal að undanförnu frá afneitunarsinnum um að lágt hitastig sé sönnun þess að ekki sé um neina hnattræna hlýnun að ræða. Það lítur út fyrir að það sé að verða að árlegum viðburði hjá mér, að minna fólk á að það komi vetur eftir sumri. Þar sem það lítur út fyrir að afneitunarsinnar vilji trúa því að hlýnunin sé öll lygi, er hugsanlega gott að koma með smá upprifjun.”

Það má taka það fram að við höfum einnig skoðað þetta kuldakast á Loftslag.is, t.d. í færslunni “Kuldatíð og hnattræn hlýnun“. Einnig er ekki úr vegi að benda á ágæta umfjöllun Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings um þetta kuldakast, “Kuldarnir í Evrópu og Norður-Atlantshafssveiflan“. Það má nálgast fleiri myndbönd Greenman3610 á Loftslag.is.

Til að sjá myndbandið er hægt að smella á eftirfarandi krækju [Það er kalt, þ.a.l. er engin hnattræn hlýnun...]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nú var að uppgötvast enn eitt "trikkið" hjá loftslagsalarmistunum, þ.e. Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna. Sjá fréttina: "Bullspár um bráðnun jökla"

Sjá: http://www.visir.is/article/20100118/FRETTIR02/877981067/-1 

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.1.2010 kl. 18:05

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sælir,

Hér á vesturströnd Ameríku hefur verið óvenju hlýtt undanfarnar vikur, svo hlýtt að stjórnvöld í Kanada eru að verða uggandi um snjóalög fyrir Ólympíuleikana í næsta mánuði.  Hér í Port Angeles hefur hitinn rólað í kringum 10 stig miðað við um eða undir frostmarki í fyrra á sama tíma.  Þetta hlýtur því að vera merki um mikla og skjóta hnatthlýnun alveg eins og kuldakastið í Evrópu hlýtur að vera merki um mikla og skjóta hnattkólnun;)

Að sjálfsögðu hefur staðbundið og tímabundið veðurfar lítil áhrif á heildarmyndina fyrir allan hnöttinn.

Hvað varðar bráðnun jökla þá hefur verið fylgst vel með þessu í Bandarísku Klettafjöllunum þar sem úrkoma og jöklar í Klettafjöllunum sjá stórum hluta vesturhlutans fyrir vatni.  Flestir jöklar í Klettafjöllunum eru á undanhaldi og sumir á hröðu undanhaldi, sem getur leitt til minna vatns í fljótum svo sem Colorado ánni sem sér nokkrum fylkjum fyrir nánast öllu vatni.  Ég rakst á þessa grein frá 2001 um jöklabráðnun í Klettafjöllunum (http://employees.oneonta.edu/baumanpr/geosat2/Big_Melt_Down/Big_Melt_Down.htm)

Wikipedia hefur líka góða grein um hop jökla frá 1850: http://en.wikipedia.org/wiki/Retreat_of_glaciers_since_1850

M.a. þessi mynd frá NASA sem sýnir jökullón sem hafa myndast við hop jökla í Bhutan í Himalaya fjallgarðinum.  Ef skoðaðar eru myndir af jöklum í kringum Mt. Everest þá hafa þeir hopað mikið undanfarna áratugi.

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 18.1.2010 kl. 18:29

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir þessa tengla Arnór. Bráðnun jökla er eitt af málunum varðandi hnattræna hlýnun, við höfum aðeins komið inn á þetta á Loftslag.is, t.d. má benda á fróðlegan gestapistil Tómasar Jóhannessonar jarðeðlisfræðings á Veðurstofu Íslands um Jöklabreytingar og hækkun sjávarborðs heimshafanna.

Sveinn Atli Gunnarsson, 18.1.2010 kl. 18:47

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gunnar, ég er búinn að sjá þessa umfjöllun á visir.is, og ég sé að efasemdarmenn eru byrjaðir að nota þetta við málflutning sinn. Við munum væntanlega fjalla um þetta á málefnalegan hátt fljótlega.

Sveinn Atli Gunnarsson, 18.1.2010 kl. 18:51

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Indverski vísindamaðurinn Syed Hasnian hefur viðurkennt að hann hafi aðeins verið með vangaveltur um bráðnun jöklanna. Engar formlegar rannsóknir hafi legið þar að baki.

Erfitt er að útskýra hvernig í ósköpunum Loftslagsnefndin ákvað allt í einu að taka þessu sem heilögum sannleika.

Rétt er að geta þess að jöklafræðingar tóku spá Loftslagsnefndarinnar með mikilli vantrú á sínum tíma. Hún varðist hinsvegar með kjafti og klóm"

Já, þið getið eflaust kjaftað ykkur á gáfumannlegan hátt út úr þessu

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.1.2010 kl. 19:37

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ætli það megi ekki gera ráð fyrir því að við verðum málefnalegir í okkar málflutningi. En Gunnar, þú verður að bíða eftir umfjöllun okkar aðeins lengur...

Sveinn Atli Gunnarsson, 18.1.2010 kl. 19:44

7 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Gunnar: Meðan þú bíður spenntur eftir skrifum okkar um Himalaya, þá vil ég benda þér á færslu á loftslag.is þar sem minnst er á tvennt annað sem að IPCC hafði rangt fyrir sér um: Samhengi hlutanna (skoðaðu t.d. síðustu tvær myndirnar).

Höskuldur Búi Jónsson, 18.1.2010 kl. 22:36

8 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Jæja Gunnar þá er biðin á enda, þú getur núna lesið hvernig við "kjöftum okkur út úr þessu", sjá Jökla Himalaya og álitshnekkir IPCC.

Sveinn Atli Gunnarsson, 19.1.2010 kl. 21:08

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég kláraði nú ekki alla greinina, Svatli (geri það seinna), en það er augljóst að þetta er yfirklór.

Staðreyndin er sú að alarmistarnir grípa allt eins og hálmstrá til að sannfæra aðra um ágæti kenninga sinna. Hver treystir svoleiðis "vísindamönnum"? Það er augljóst miðað við svona vinnubrögð, að þetta er trú en ekki vísindi, að hluta.

Annað, sem gjarnan fylgir dómsdagsspánum um bráðnun jökla:

Þá þorna allar ár upp  !!

Hvernig ætlið þið að sanna það? Eru allar ár úr jöklum? Hættir að rigna þegar jöklarnir hverfa?

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2010 kl. 23:48

10 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gunnar: Mig langar að ráðleggja þér að lesa það sem þú vilt gera athugasemd við, áður en þú gerir athugasemdir. Reynum að fá umræðuna á hærra plan, og þá er kannski möguleiki á málefnalegri umræðu. Umræðan þokast ekkert áfram með upphrópunum og gífuryrðum.

Sveinn Atli Gunnarsson, 20.1.2010 kl. 00:03

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Bíddu nú við. Hér eru engar upphrópanir á ferð heldur segi ég að greinin sé yfirklór á neyðarleg mistök og athæfi "vísindamanna" loftslagsnefndarinnar. Þetta er staðreynd.

Í lokin set ég fram þrjár spurningar. Eru þær ekki á nógu háu plani fyrir þig til að svara þeim?

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.1.2010 kl. 04:59

12 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það var ekki verið að ræða þessar spurningar í greininni Gunnar, og þar að auki höfum við ekki haldið neinu af þessu fram, enda alrangt, þ.e. að allar ár þorni upp, að allar ár séu frá jöklum og að það hætti að rigna þegar jöklar hverfir. Þá er ég búinn að svara því.

Sveinn Atli Gunnarsson, 20.1.2010 kl. 07:44

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

“jöklar á svæðinu muni hverfa innan 40 ára vegna hlýnunar jarðar” og að fljót sem renna frá Himalaya muni “að lokum verða hverfandi, svo það verður viðamikill vatnsskortur”

Þetta setur IPCC inn í skýrslu sína og þið gerið lítið úr þessu og segið að þetta sé "röð mistaka".

Ég hef einnig séð ykkur fullyrða að hlýnunin valda hamförum og mannlegum hörmungum, þurrkum og flóðum, vatnsskorti og ofsaveðrum.

Mín spá er svona, ef spárnar um hinu miklu væntanlega hlýnun gangur eftir:

Lífsskilyrði munu víða batna og lífríkið mun aukast til muna á kaldari svæðum. Ræktunarskilyrði munu batna á stórum svæðum, þar sem áður var köld og tiltölulega lífvana túndra.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.1.2010 kl. 12:52

14 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það mun valda ýmsum vandræðum ef jöklar hverfa þarna, hvenær sem það verður, enda er þetta stórt vatnasvæði. Það má ekki gera lítið úr því.

Gunnar þú mátt gjarnan benda á eitthvað þar sem við fullyrðum um hamfarir og mannlegar hörmungar o.s.frv.

Við skulum vona að þín spá gangi eftir...

Sveinn Atli Gunnarsson, 20.1.2010 kl. 13:13

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef þið hafið ekki áhyggjur af hamförum og mannlegum hörmungum.... hvað er það þá sem knýr ykkur áfram? Hverjar eru áhyggjurnar?

Að þið komist ekki á skíði?

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.1.2010 kl. 13:19

16 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Við segjum frá mörgum þáttum varðandi loftslagsvísindin, þar á meðal að hlýnun geti valdið hækkandi sjávarmáli, sem getur haft áhrif á líf manna, en að við persónulega séum almennt að fullyrða um hamfarir og mannlegar hörmungar er rangt hjá þér að mínu mati.

Ég get einungis talað fyrir sjálfan mig, og ég tel að við getum lent í vandræðum með hækkandi hitastig ef ekkert verður gert í því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Og það getur haft áhrif á búsetu skilyrði fólks (bæði jákvætt og neikvætt) ef hitastigið hækkar of mikið á jarðfræðilega stuttum tíma. Það er einmitt það sem hætt er við, ef við stingum höfðinu í sandinn og hlustum ekki á það sem vísindin hafa um málið að segja. Ég tel þó að það sé mikil einföldun hjá þér að við séum að velta okkur uppúr hamförum og mannlegum hörmungum á Loftslag.is.

Sveinn Atli Gunnarsson, 20.1.2010 kl. 13:30

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er a.m.k. eitt sem við getum verið sammála um en það er að umræðan eflir umhverfisvitund fólks m.t.t. mengunar. Mengun er aldrei góð og ef hægt er að minnka hana, þá er það jákvætt. En það á ekki að minnka mengun með efnahagslegum/skattalegum þvingunum, eins og alheimskratinn vill.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.1.2010 kl. 13:42

18 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég er sammála þér að umræðan eflir vitund fólks, hvort sem það er um umhverfismál eða annað.

Við höfum ekki (hingað til) komið beint inn á leiðir (skatta og þ.h.) til að draga úr losun, meira sagt frá því að talið er að draga þurfi úr losun, til að draga úr líkum á því að hlýnun verði of mikil af manna völdum.

Sveinn Atli Gunnarsson, 20.1.2010 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband