19.1.2010 | 10:52
Hitahorfur fyrir árið 2010
Nú er janúar rúmlega hálfnaður og því eru komin ýmis konar yfirlit yfir síðasta ár og menn byrjaðir að velta fyrir sér árinu sem nú er byrjað.
Hér á loftslag.is höfum við birt yfirlit yfir hvað var helst að gerast í loftslagsfræðunum (sjá Annáll Loftslagsfræði ársins 2009 í hnotskurn) og um hitastig jarðar og yfirborðs sjávar 2009 samkvæmt NOAA (sjá Frétt: Hitastig ársins 2009). Þá hafa aðrir birt yfirlit fyrir veðurfar Íslands t.d. Veðurstofan, Einar Sveinbjörnsson hjá Veðurvaktinni og Emil Hannes birti einnig athyglisverða kubbamynd sem sýnir hvernig hitinn í Reykjavík var miðað við fyrri ár (sjá Meðalhiti í Reykjavík frá 1901 í kubbamynd).
Í færslunni á Loftslag.is eru pælingar varðandi hitahorfur fyrir árið 2010, sjá nánar [Hitahorfur fyrir árið 2010]
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Breytt s.d. kl. 18:33 | Facebook
Athugasemdir
Svo virðist sem janúar ætli að verða hlýjasti janúar á jörðinni frá því í sögu gervihnattamælinga UAH skv. Watts Up With That?
„By the way, it’s almost certain by now that January 2010 will also be the globally warmest January on the UAH record – the anomaly will likely surpass 0.70 °C. It may even see the highest (or at least 2nd highest) monthly UAH anomaly since December 1978. I will print more exact predictions in a week or so.“
Í leiðinni nota þeir tækifærið til að gera lítið úr hnattrænni hlýnun miðað við þær öfgar sem eru í hitafari almennt. Mætti reyndar halda að þeir hafi lesið það sem ég skrifaði: Hnattræn hlýnun og íslensk hlýnun
Annars ætlaði ég bara að minna á að linkurinn í „kubbamyndina“ virkar ekki.
Emil Hannes Valgeirsson, 19.1.2010 kl. 18:01
Komið í lag.
Kv.
Höski
Loftslag.is, 19.1.2010 kl. 18:34
Ég tek undir með Höska. Það er frábært að hnatthlýnunin sé komin í lag aftur . Nú skulum við taka gleði okkar aftur. Það má alls ekki gera lítið úr hnattrænni hlýnun, þessar guðsblessun.
Ágúst H Bjarnason, 19.1.2010 kl. 20:55
Við tökum öllum fögnuði fagnandi.
Emil Hannes Valgeirsson, 19.1.2010 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.