25.1.2010 | 08:54
Gestapistlar á Loftslag.is
Á Loftslag.is höfum við fengið til liðs við okkur gestapenna. Þetta hafa verið bæði sérfræðingar og áhugamenn um loftslagsmál. Á síðustu vikum hefur verið tiltölulega rólegt meðal gestapislahöfunda á síðunni, en við eigum þó von nýju efni frá gestapistlahöfundum á næstunni. Það verður fróðlegt að sjá hvað þar verður fjallað um, enda fá gestapistlahöfundar frjálsar hendur um efnistök í sínum pistlum og við sjáum þá ekki persónulega fyrr en þeir berast okkur til birtingar.
Áður en næstu gestapistlar berast í hús, er ekki úr vegi að vera með upprifjun á þeim gestapistlum sem birst hafa hingað til á Loftslag.is.
- Um gróðurhúsaáhrif og afleiðingar þeirra - Eftir Halldór Björnsson sem er sérfræðingur á Veðurstofu Íslands
- Er hafísinn á hverfanda hveli? - Eftir Emil Hannes Valgeirsson sem er bloggari og grafískur hönnuður
- Veðurfar Norðurheimsskautsins frá upphafi okkar tímatals - Eftir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing og bloggara
- Er almenningi sama um loftslagsmál? - Eftir Stefán Gíslason bloggara og framkvæmdastjóra
- Fuglar og loftslagsbreytingar - Eftir Tómas Grétar Gunnarsson sem er forstöðumaður Háskólaseturs Suðurlands (HÍ)
- Jöklabreytingar og hækkun sjávarborðs heimshafanna - Eftir Tómas Jóhannesson sem er jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands
- Eru loftslagsmálin einföld eða flókin? - Eftir Emil Hannes Valgeirsson, sem er bloggari og grafískur hönnuður
- Að sannreyna staðhæfingar - Eftir Halldór Björnsson sem er sérfræðingur á Veðurstofu Íslands
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.