Er lítil ísöld eða kuldaskeið að skella á?

global-warming-arctic-ice-sheetsÍ nýrri færslu á Loftslag.is er borin upp spurningin: Er lítil Ísöld eða kuldaskeið Ísaldar í vændum á næstunni?

Það virðast nefnilega rúmast vel innan marka rökfræðilistarinnar hjá þeim sem efast um hlýnun jarðar af mannavöldum að halda tvennu fram: Annars vegar að vísindamenn hafi spáð ísöld á áttunda áratugnum og því hafi þeir rangt fyrir sér nú og hins vegar að halda því fram að það muni ekki hlýna – heldur kólna og að jafnvel sé yfirvofandi önnur Litla Ísöld eða jafnvel nýtt kuldaskeið Ísaldar. Hvort tveggja eru mýtur sem eru misvinsælar.

Í færslunni eru skoðaðar sveiflur í sólvirkni sem sumir hafa túlkað sem svo að sambærilegt kuldatímabil og Litla Ísöldin sé í vændum - við skoðum hvort eitthvað er til í því.

Einnig eru skoðaðar sveiflur á milli kuldaskeiða og hlýskeiða Ísaldar og skoðaðar ástæður fyrir þeim og rýnt í framtíðina. Hvenær lýkur núverandi hlýskeið og kuldaskeið ísaldar skellur á?

Sjá meira á Loftslag.is: Er lítil ísöld eða kuldaskeið að skella á? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Hlýnar ekki fyrsu árin og svo snarkólnar þegar varmafæribandið sem skaffar varma í N-Atlandshafi truflast.Hnatthlýnun gæti kælt N-Atlandshafið svo mótsagnakennt sem það er.

Hörður Halldórsson, 30.1.2010 kl. 20:58

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Hörður: Það fer tvennum sögum af því. Flestir halda því fram að varmafæribandið muni þola álagið, en þeir hinir sömu gera ekki ráð fyrir mikilli bráðnun Grænlandsjökuls (auk þess sem loftslagslíkön ráða illa við að greina hvort það færibandið raskast). Það er þá spurning hvað gerist ef bráðnun Grænlandsjökuls verður mun hraðari en menn gerðu ráð fyrir - eins og útlit er fyrir miðað við bráðnun undanfarið (sjá næstneðsta línuritið hér).

Það er rétt að minnast á það að við lok síðasta jökulskeiðs (Yngra Dryas), kom bakslag í hlýnunina sem þá var - og er það talið vera vegna mikillar bráðnunar jökla Norður Ameríku meðal annars. Þá er einmitt talið að slokknað hafi á færibandinu. Spurning hvort slíkt bakslag geti orðið.

Lenton o.fl 2008 telja að vendipunktur (e. tipping point) fyrir varmafæribandið geti verið við 3-5 °C hlýnun (sem gæti orðið á þessari öld). Sjá Tipping elements in the Earth’s climate system

Það er á dagskránni að fjalla um þetta einhvern tíman á næstu vikum.

Höskuldur Búi Jónsson, 30.1.2010 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband