Fyrir stuttu var ritstjórum Loftslag.is boðið að gerast þýðendur fyrir síðuna Skeptical Science. Eins og eflaust einhverjir hér vita þá er það síða sem sérhæfir sig í að greina röksemdir efasemdamanna um hlýnun jarðar af mannavöldum og skoða hvort einhver vísindi eru á bak við þau rök. Það má því búast við því í framtíðinni að þegar skoðuð eru rök á Skeptical Science, þá fari að birtast valmöguleikar um að skoða viðkomandi síðu á íslensku.
Nú erum við búnir að þýða fyrstu færsluna, en hún fjallar um þau rök efasamdarmanna að þar sem það hafa áður orðið loftslagsbreytingar án athafna manna, þá séu loftslagsbreytingar nú ekki af mannavöldum. Sjá Does past climate change disprove man-made global warming? - en þar á nú að sjást íslenskur fáni ofarlega til hægri. Endilega skoðið og látið okkur vita ef textinn er í einhverju rugli en það hafa verið vandamál með íslenska stafi.
Við munum setja inn þýðingarnar á Loftslag.is jafn óðum og þær eru tilbúnar.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.