11.2.2010 | 08:34
Nokkur einföldun
Það verður að segjast eins og er að þetta virðist vera nokkur einföldun í þessari frétt hjá mbl.is. Vissulega stjórnast veðurfar að miklu leiti af El Nino í Ameríkunum tveimur og nánast allar sveiflur í þurrkum og flóðum má hæglega tengja við El Nino. Það á líka við nú.
Hitt er annað að hlýnun jarðar af mannavöldum er sögð auka á öfgana og hlutur þess í sumum af þeim atburðum sem mbl.is lýsir sem afleiðing El Nino hefur verið útskýrt nokkuð vel með hlýnun jarðar af mannavöldum.
Við skulum líta sem snöggvast á snjókomuna á Austurströnd Bandaríkjanna, en þekktur bloggari og veðurfræðingur (dr. Jeff Masters) lítur svo á að hlýnun jarðar sé meir um að kenna en El Nino, ef við skoðum hluta færslunnar sem vísað er í:
Of course, both climate change contrarians and climate change scientists agree that no single weather event can be blamed on climate change. However, one can "load the dice" in favor of events that used to be rare--or unheard of--if the climate is changing to a new state. It is quite possible that the dice have been loaded in favor of more intense Nor'easters for the U.S. Mid-Atlantic and Northeast, thanks to the higher levels of moisture present in the air due to warmer global temperatures.
Hann segir sem sagt að loftslag sé að breyta veðrakerfum vegna aukins raka í loftinu af völdum hlýnunar jarðar í umfjöllun sinni um snjókomu í Bandaríkjunum. En greinina í heild er alveg þess virði að lesa (sjá: Heavy snowfall in a warming world).
Annar bloggari lýsir þessu einnig nokkuð vel: Three feet of global warming, en hann segir meðal annars:
The current blizzard (NWS has issued a blizzard warning for my area), and the weekend's major snow, are indeed things expected for this area from climate change. The power failures, loss of cable tv, people trapped at home while in need of medication, and so on, that are occurring are all, also, expected things for climate. It being more common is expected from our understanding of climate change.
Á loftslag.is síðastliðið haust fjölluðum við um annan veðurfræðing og bloggara sem að hefur fundið vaxandi tengsl milli vaxandi öfgaveðurs og hlýnun loftslags, en í færslunni segir meðal annars:
Eins og oft er bent á, þá er sitthvað veður og loftslag. Það geta alltaf komið öfgar í veðrum og hafa alltaf gert. Undanfarin nokkur ár hafa raddir gerst háværari um að öfgar í veðri séu bein afleiðing af hlýnun jarðar en sjaldnast hefur verið hægt að færa sönnur fyrir því. Nú hefur bandaríski veðurfræðingurinn og fyrrum efasemdarmaður um hlýnun jarðar af mannavöldum bent á tengsl á milli öfga í veðri og hlýnun loftslags.
Sjá meira á loftslag.is: Tengsl milli öfgaveðurs og loftslagsbreytinga
En aðalástæðan fyrir þessari færslu er eiginlega sú einföldun mbl.is að kenna El Nino um alla öfgana sem eru í veðri nú í Ameríku. Það er vitað að þurrkar og flóð eru öfgakennd þegar El Nino er, en það er einnig búist við að öfgarnir vaxi með hlýnandi loftslagi. Það getur vel verið að hægt sé að tengja El Nino við hríðina sem geysir þessa dagana yfir austurströnd Bandaríkjanna - en það myndi gera þessa frétt mun raunsærri ef þeir myndu þá vísa í álit veðurfræðinga - eða einhverja heimild, svo maður geti fengið fræðilega útskýringu á því.
--
Fyrir skemmstu reyndi mbl.is að spyrða saman kalt veður í Ameríku og Evrópu, við minni virkni sólar - og reyndar gáfu þeir það í skyn að mögulega væri hægt að búast við hnattrænni kólnun jarðar. Ef einhver er enn eftir sem tekur þá umfjöllun trúanlega, þá viljum við benda á mýtu á loftslag.is sem fjallar um það mál: sjá mýtuna Lítil Ísöld eða kuldaskeið Ísaldar er á næsta leiti
El niño veldur usla í Ameríku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook
Athugasemdir
Ég rakst á mynd sem sýnir dæmigert veður fyrir El Nino.
Við erum væntanlega að spá í efri myndina - því nú er febrúar.
Áhri El Nino á Equador á þessum tíma árs virðist frekar eiga að vera meiri úrkoma heldur en þurrkar. Áhrif á austurströnd Bandaríkjanna - hlýtt veður (en kalt og blautt í Flórida sem er sunnar).
Flóðin í Mexíkó og hitinn í Brasilíu passa vel við El Nino um vetur samkvæmt þessari mynd.
Það er ekki þar með sagt að hitabylgjan í Brasilíu sé eðlileg miðað við miðlungs El Nino - samkvæmt frétt mbl.is er þetta mesta hitabylgja sem gengið hefur yfir landið í 50 ár! Ég myndi áætla að áhrif hlýnunar jarðar væri að bæta þar í að einhverju leiti.
Höskuldur Búi Jónsson, 11.2.2010 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.