Rannsókn á svokölluðu Climategatemáli

Opinber rannsókn í hinu svokallaða climategatemáli er hafin. Sérfræðingar, undir forystu Sir Muir Russell, munu rannsaka hvers vegna tölvupóstar frá CRU höfnuðu á netinu. Þeir munu einnig athuga hvort hægt sé að finna gögn í tölvupóstunum um að rannsóknarfólk hafi hagrætt gögnum eða falið gögn á skjön við viðteknar venjur vísindalegra aðferða.

Rannsóknarnefndin vonast til að geta kynnt bráðabirgðaniðurstöðu vorið 2010. Samkvæmt Sir Muir, þá hefur rannsóknarnefndin frjálsar hendur varðandi það hvernig rannsóknin fer fram.

Ýmislegt varðandi tölvupóstana

Í nóvember voru meira en 1.000 tölvupóstar á milli vísindamanna CRU og samstarfsmanna þeirra um allan heim, birtir á netinu ásamt öðrum skjölum. CRU sér m.a. um mikilvægan gagnabanka varðandi breytingar á hitastigi á heimsvísu. Prófessor Phil Jones, sem var forstöðumaður deildarinnar hjá CRU, vék úr starfi á meðan á rannsókn málsins stendur, en hann segir að hann standi við öll sín gögn.

Sir Muir var settur yfir rannsóknina í desember, til að rannsaka ýmsar staðhæfingar og fullyrðingar sem komu upp í kjölfar þess að tölvupóstunum var stolið.

Nánar er hægt að lesa um þetta mál á Loftslag.is, þar sem m.a. kemur fram hvað rannsóknarnefndin leggur áherslu á í rannsókninni. Einnig bendum við þar á ítarefni varðandi þetta mál:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sælir félagar.

Til fróðleiks:

Channel-4 News:

http://www.channel4.com/news/articles/science_technology/aposclimategateapos+review+member+resigns/3536642

'Climate-gate' review member resigns

Updated on 11 February 2010

By Tom Clarke

Within hours of the launch of an independent panel to investigate claims that climate scientists covered up flawed data on temperature rises, one member has been forced to resign after sceptics questioned his impartiality....
...

Ágúst H Bjarnason, 12.2.2010 kl. 11:27

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Takk fyrir það Ágúst.

Höskuldur Búi Jónsson, 12.2.2010 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband