Er ís á Suðurskautinu að minnka eða aukast?

Röksemdir efasemdamanna…

Ís á Suðurskautinu er að aukast, ef að það væri að hlýna þá myndi hann minnka. Línurit sýna að hann hefur farið stöðugt vaxandi á sama tíma og hann minnkar á Norðurskautinu.

Það sem vísindin segja…

 Á meðan jökulbreiðan þykknar á hálendi Austur Suðurskautsins, þá er jökulbreiða Suðurskautsins í heild að minnka og á auknum hraða. Hafís umhverfis Suðurskautið er aftur á móti að aukast þrátt fyrir hlýnun Suðuríshafsins.

Það er mikilvægt að halda því til haga að það er munur á ís á landi, jökulbreiðunni á Suðurskatutinu (e. ice sheet) og hafís (e. sea ice). Flestir gera sér grein fyrir þeim mun, en oft sést þó að menn rugla því saman þegar verið er að ræða Suðurskautið.

Í stuttu máli þá er staðan þannig með Suðurskautið:

  • Jökulbreiða Suðurskautsins er að minnka og sú minnkun er með auknum hraða
  • Hafís umhverfis Suðurskautið er að aukast, þrátt fyrir hlýnun Suður Íshafsins

Nánar má lesa um ísinn á Suðurskautinu á heimasíðu loftslag.is: Er ís á Suðurskautinu að minnka eða aukast?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband