Miklar sjávarstöðubreytingar á síðasta jökulskeiði

Science_12_februaryFyrir stuttu kom út grein, í tímaritinu Science, sem gæti breytt ýmsum hugmyndum sem menn hafa haft um sjávarstöðubreytingar á síðasta jökulskeiði Ísaldar.

Nákvæmar mælingar dropasteinum, í hellum á Majorka (e. Mallorka) sýna að sjávarborð hefur staðið mun hærra en áður var talið fyrir 81 þúsund árum – jafnvel hærra en sjávarborð er í dag. Þessar niðurstöður eru taldar geta kollvarpað hugmyndum vísindamanna um það hvernig jökulbreiður (e. ice sheet – t.d. jökulbreiða Suðurskautsins) vaxa og minnka við loftslagsbreytingar.

Breytingar í sjávarstöðu hafa verið notaðar til að rekja sveiflur í stærð jökulbreiða – en við framrás þeirra frá því á síðasta hlýskeiði, fyrir 125 þúsund árum og fram til hámarks síðasta jökulskeiðs, lækkaði sjávarstaðan stöðugt (með nokkrum sveiflum þó). Á síðasta hlýskeiði var sjávarstaða svipuð og hún er í dag en á hámarki síðasta jökulskeiðs var sjávarstaða um 130 m lægri en hún er í dag.  

Thumb_hellirÞessar rannsóknir, á dropasteinum í hellum Majorka, sýna að fyrir um 81 þúsund árum, þá hækkaði sjávarstaða skart og fór allt að einum metra uppfyrir núverandi sjávarborð.

Við fjöllum um þessa merkilegu grein á loftslag.is sjá: Miklar sjávarstöðubreytingar á síðasta jökulskeiði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband