15.2.2010 | 09:55
Hefur Jörðin kólnað?
Þetta myndband skoðar hvort aðrar plánetur séu líka að hlýna og hvort að internet-mýtan um að NASA hefi rakið hlýnunina beint til sólarinnar sé rétt. Í þessu myndbandi mun ég skoða mikilvægi heimilda það að rekja heimildirnar til upptakana og fullvissa sig um trúverðugleika þeirra. Ég get heimilda minna í myndbandinu. Heimilda er einnig getið í öllum myndböndunum í röð myndbanda um loftslagsmál hjá mér. Þessi myndbönd eru ekki persónuleg skoðun eða mín eigin kenning; ég er ekki loftslagsvísindamaður eða rannsóknaraðili og ég hef engar forsendur til að gera annað en að greina frá hverju alvöru loftslagsvísindamenn hafa komist í raun um með rannsóknum sínum. Það er því engin meining í því að vera ósammála mér. Ef þér líkar ekki niðurstaðan, taktu það þá upp við rannsóknaraðilana sem ég get í heimildunum. Ef ég hef gert einhver mistök í því að segja frá þeirra niðurstöðum, þá er um að gera að benda mér á það og ég mun með ánægju leiðrétta það. Ef þú telur þig vita betur en sérfræðingarnir, skrifaðu þá grein og fáðu hana birta í virtu, rit rýndu vísinda tímariti.
Já, svo mörg voru þau orð hjá honum. Önnur myndbönd Potholer54 sem við höfum birt má nálgast hér. Myndbandið er svo hægt að sjá í sjálfri færslunni af Loftslag.is - Hefur Jörðin kólnað?
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook
Athugasemdir
Sælir.
Hver er Mr. Potholer54?
Ágúst H Bjarnason, 15.2.2010 kl. 13:15
Hér er það sem hann skrifar m.a. um sjálfan sig á síðunni sinni:
Sveinn Atli Gunnarsson, 15.2.2010 kl. 13:42
Takk Svatli.
Ágúst H Bjarnason, 15.2.2010 kl. 15:35
Hvernig geta vísindin og eða vísindaakademían gert sér mál út af 0,5 gráðu hitamismun þegar það er vitað að við búum við allskonar sveiflur í náttúrunni. Ég held að þið ættu að láta þetta vera því nóg hafi þið skaðað mannkynið á þessari vitleysu. Bílaiðnaður komin í rúst út af kröfðu sem eiga sér enga stoð s.s. rafmagnsbílar og hver veit hvað og ekki virt það sem þeir voru sjálfir að gera eins og sparneytnari bensín og dísil bílar.
Valdimar Samúelsson, 15.2.2010 kl. 19:42
Valdimar; það eina sem við viljum persónulega gera með síðunni Loftslag.is er að segja frá því sem vísindin hafa um loftslagsmál að segja. Ekki held ég að mannkynið skaðist af því að hafa upplýsingar byggða á vísindalegri þekkingu, við höfum reyndar komist þangað sem við erum í dag, m.a. með því að byggja upp þekkingu með hjálp vísindanna.
Bílaiðnaðurinn þarf að sjálfsögðu eins og allir aðrir sem framleiða vörur að skoða hvar eftirspurninn liggur og taka ákvarðanir út frá því.
Sveinn Atli Gunnarsson, 15.2.2010 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.