Íshellur Suðurskautsins að minnka

Ant_iceshelves

Íshellur Suðurskautsins

Íshellur eru landfastur ís, sem getur bæði verið af jökuluppruna (skriðjökull – jökulstraumur), en einnig getur hann verið landfastur hafís sem hefur þykknað vegna snjóaalaga (oft í fjörðum). Þá geta íshellur verið hvoru tveggja (jökulís og landfastur ís). Íshellur eru því mjög stöðug form (hafa myndast á áratugum eða árhundruðum) og því þykir það nokkuð merkilegt þegar þær brotna upp.  

Hér má sjá Larsen íshelluna sem var í fréttum fyrir nokkrum árum og hvernig hún hrundi saman.

Athugið að ekki er verið að tala um venjulegan hafís, en útbreiðsla hans sveiflast árstíðabundið eins og hafís Norðurskautsins. Hafís Suðurskautsins hefur í raun aukið útbreiðslu sína í heild undanfarna áratugi, nema í kringum Suðurskautsskagann (Antarctic Peninsula) – en þar er hlýnunin mest og íshellur að brotna upp. Hlýnun Skagans er um 2,5°C síðan 1950, sem er töluvert á jafn stuttum tíma (reyndar sá hluti jarðar sem er að hlýna hvað hraðast).  

Nánar má fræðast um íshellur á heimasíðu loftslag.is: Íshellur Suðurskautsins brotna upp


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

er þetta ekki af hinu góða? óttist þið ekki allra mest að loftslag hlýni? ef þessar íshellur losna, bráðna og kæla hafið sem mun hafa þau áhrif á loftslag kólnar, erum við þá ekki búin að ná jafnvægi?

eða er hægt að halda endalaust áfram í dómsdagsspám? ef svo er, viljiði þá taka upp 2000 vandann aftur. það var sko alvöru dómsdagsspádómur sem fékk marga til þess að skjálfa í lappirnar. 

allavega hækkar ekki yfirborð sjávar þegar þessi ís bráðnar. því ef svo væri þá hefur öllum náttúrulögumálum verið breytt. 

Fannar frá Rifi, 1.3.2010 kl. 17:05

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Fannar: Ég bendi þér á að lesa færsluna sem vísað er í.

Höskuldur Búi Jónsson, 2.3.2010 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband